föstudagur, febrúar 04, 2011

Hádegisæfing 4. feb.

Mættir: Jón Örn, Dagur, Sigurgeir, Ívar, Huld og Sigrún. Farin var róleg Hofsvallagata í þæfingi og kulda og má aðalritari sitja undir gríðarlegri pressu varðandi þátttöku Oddsins í Stokkhólmsmaraþoninu. Ég spyr: "Er ekki nóg að ég sjái um allt, þarf ég líka að sjá um þetta?". Nei, drengurinn verður að klára þetta formsatriði sjálfur.
Góðar stundir og kveðja,
Sigrún
Alls 8,3K

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigrún, þú verður nú amk. að reka kallinn á æfingar. Hann má ekki bara hverfa á braut þótt hann hafi ekki maraþongenin þín.
kv.
Eagle

Icelandair Athletics Club sagði...

Þetta er soddan sérvitringur...enginn rekur hann eitt né neitt...hélt að allir sæju það! Ekki bend'á mig, segir aðalritarinn!