þriðjudagur, mars 15, 2011

Blái hringurinn 15. mars




Mættir í Valshreiðrið: Dagur, Oddgeir, Óli, Sveinbjörn og undirritaður. Skítaveður í dag stoppaði okkur ekki í æfingu dagsins sem var tempóhlaup. Hröktumst við undan veðri og vindum í skjólgóðan skóginn og nelgdum þar 6 bláa hringi í einum rykk.
Óli og Dagur hafa byrjað undirbúning að kjarnorkuvetri og sem lið í því hefur Dagur sett bæði hjól og bíl í klössun á verkstæði þar sem fyrirliggjandi er olíukreppa og varahlutaskortur í náinni framtíð. Þá hafa þeir félagar sett sem Plan B að ljúka maraþonundirbúningi á Hornströndum en þar er nægt vatn og sjálfbær matarkista í fjöruborðinu.

Annars hörkuæfing í dag, tæpir 8km

Kveðja,
Fjölnir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú meiri veturinn. Var einmitt í sama undirbúningi og þið í fyrra og veðrið var aldrei vandamál, enda vorverður nánast allan veturinn. Þið eruð hetjurnar mínar, ekki spurning. Haldið áfram og þið verðið allir í feiknarstuði í STO og ég skora á ykkur að reyna að fara fram úr Degi, hann hefur gott af því ;)
Knús yfir hafið til ykkar allra
RRR