föstudagur, september 23, 2011

Freaky Friday 23. september



Mættir: Cargosystur og Síams ásamt Sveinbirni og Önnu Dís. Boðið var upp á bæjarferð með tvisti inn í skuggasund gömlu hótel Borgar, hvaðan menn áttu ýmist minningar um gubb, piss eða eitthvað annað þaðan af verra frá ungdómsárunum. Nutum við leiðsagnar Önnu Dísar, leiðsögumanns, sem sýndi okkur styttuna af Óþekkta skrifstofumanninum,verk eftir Magnús Tómasson sem innri endurskoðun tók út á viðeigandi hátt og fann strax mikinn samhljóm með. ..."Óþekkti skrifstofumaðurinn hans sem sjá má í porti við Lækjargötu þar sem neðri hlutinn er maður en efri hlutinn steinn". Eins og glöggt sést á myndinni er mikill samhljómur með félögunum á myndinni.
Alls um 7-8k
Góða helgi og bæ!
SBN

Ath.:verið er að spyrða saman 2 pör í parakeppni Powerade, Cargo bros. vs. Síams sys. en sökum þess að framkvæmdastjóri vetrarhlaupanna er mjög reglufastur og ekki hrifinn af neinu afbrigðilegu er þessum nýju pörum í hópnum bannað að keppa sem pörum, þrátt fyrir að hafa sannanlega til þess gild vígslu- og búsetuvottorð.

Engin ummæli: