mánudagur, september 26, 2011

Nýr félagsmaður

Nýr ofurhlaupari bættist í hóp iðkenda í dag er Kári Steinn Karlsson gekk til liðs við hlaupahópinn. Hann hefur verið ráðinn til starfa hjá ITS, Rekstrardeild. Ljóst er að með tilkomu hans mun getu- og fríðleiksstuðull okkar hækka svo um munar, enda er drengurinn nýbúinn að slá Íslandsmet í heilu maraþoni og náði um leið þeim einstaka árangri að ná ólympíulágmarkinu fyrir næstu leika í Lundúnum. Við bjóðum Kára Stein hjartanlega velkominn og óskum honum innilega til hamingju með framúrskarandi árangur.
Kveðja,
stjórn IAC
Frétt af MBL

Engin ummæli: