Þrjú holl lögðu í hann í dag frá Loftleiðum. Í forstarti voru Ársæll, Erla og Þórdís. Í holli tvö voru Dagur og Fjölnir og loks Sveinbjörn og Anna Dís. Maður spyr sig hvað varð um hinn lögskipaða upphafstíma æfinga FISKOKK kl. 12:08? Þrátt fyrir að vera ósamstíga í upphafi æfingar fóru öll hollin vestur í bæ og sameinuðust í sátt og samlyndi við hótel rétt fyrir kl. 13. Nokkur vindur á köflum en annars vorveður.
Kveðja,
Fjölnir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli