Sveinbjörn kemur í mark. Hann varð annar.
Tveir félagsmenn öttu kappi við klukkuna í þessu vikulega hlaupi sem á rætur sínar í Bretlandi en er að breiðast út um heiminn. F.v. aðalritari, sem bágt á með að vera ekki staddur í iðunni, var staddur á vettvangi glæps að þessu sinni og hvatti félagsmenn ásamt hlaupastöllu sinni og þjálfara, Huld. Skipti engum togum en þeir tveir félagsmenn, sem fyrir okkar hönd öttu kappi, vermdu fyrsta og annað sætið í hinu stórskemmtilega Park run hlaupi, sem átti sér stað í Elliðaárdalnum í morgun, í kjöraðstæðum.
Hlekkur fyrir upplýsingar um Park run
Góðar hlaupastundir, :)
SBN
2 ummæli:
Flottir eruð þið, kæru félagar, til hamingju!
BM
http://www.parkrun.is/ellidaardalur/results/latestresults
Skrifa ummæli