Mættir í fimbulkulda: Gunnur og Pétur á sérleið, Sveinbjörn í sælustund í sundlaug, Ívar, Dagur, Oddgeir (nýr liðsmaður), Gauja og Hekla, Huld og Sigrún. Fór fylkingin hefðbundinn bæjarrúnt með Sæbraut og Hljómskálagarðsívafi. Allir undu glaðir við sitt og voru misvel klæddir til verknaðarins en einna mesta athygli vakti þó Gauja en hún var sérstaklega styrkt af jöklarannsóknafélaginu en þeir fá fólk til að prófa hlífðarfatnað við ýmsar voveiflegar aðstæður eins og t.d. útihlaup. Mikið var rætt um pylsur og blæti gagnvart þeim en einn félagsmaður er illa haldinn af fíkn í pylsur á meðan annar lifir á geli og gulrótum. Einnig var bandaríski matvælaiðnaðurinn krufinn sem og krosssmit E-coli og fleiri skemmtilegra gerla og baktería.
Kveðja góð-SBN
Engin ummæli:
Skrifa ummæli