föstudagur, desember 09, 2011

Powerade #3

Nokkrir félagsmenn mættu í þetta skemmtilega vetrarhlaup um Elliðaárdal í gærkveld og fara tímarnir hér á eftir:




54. Oddgeir Arnarson 45:43

105. Ívar S. Kristinsson 49:35

109. Huld Konráðsdóttir 49:53

128. Sigrún B. Norðfjörð 51:04

193. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 55:26

208. Ársæll Harðarson 58:03



Sérstaklega ber að geta þess að á leið tveggja keppenda á vettvang blótaði a.m.k. annar þeirra og hafði uppi gífuryrði um það að félagsmenn væru píndir í þetta hlaup og nytu svo engra fríðinda umfram aðra, þrátt fyrir innherjatengsl við hlaupshaldara. Þeir fengju a.m.k. adrei konfekt í desemberhlaupinu, það væri bara feita fólkið sem fengi það. Þessir sömu félagsmenn fengu síðan báðir forláta konfektkassa í markinu og eru strax farnir að íhuga stöðu holdarfars síns. Það hefði samt verið skemmtilegra að hafa konfektið í hlaupavænni umbúðum, en kærar þakkir samt! Þetta var frábært þrátt fyrir mínus 6 gráðurnar.



Kveðja,

leigupenninn (perrinn?)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var eins og vanalega. Feita fólkið látið hafa konfektið. Þýðir ekkert að gefa hinum konfekt, þeir borða ekki svoleiðis.