fimmtudagur, desember 08, 2011

Skráning í Edinburgh Marathon

Mikill áhugi er meðal FI-skokkara fyrir ferð í Edinburgh Marathon og nú þegar hafa fjórir úr hinu alræmda sænska gengi; Oddgeir, Sigurgeir,Ólafur og Fjölnir skráð sig í heilt maraþon og vitað er um fleiri sem eru líklegir til að slást í hópinn á næstu dögum.

Það er ljóst að búast má við góðri stemmningu á Rose Street eftir hlaup og bindum við miklar vonir við sérþekkingu Óla Briem á malt viskíi og öðru skemmtilegu sem Skotarnir hafa upp á að bjóða. Þeir sem ekki treysta sér í hlaupið geta líka tekið skemmtilega áskorun "Rose Street Challenge" sem krefst annars konar úthalds.Nánar hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rose_Street

Hlauparar skrá sig aftur á móti hér: http://www.edinburgh-marathon.com/

FÞÁ

Engin ummæli: