Eftirfarandi mættu í hádeginu: Degonsson, Gingolfsson, Örninn sast, Obriem, Oarnarson, Hulkonrads og Adis.
Ákveðið að brjóta upp formið og fara Hofsvallahringinn réttsælis, þ.e.a.s. ef tekið er mið af sólargangi. Sumir pínu lemstraðir eftir langhlaup helgarinnar (þ.m.t. "royal fall" og timburmenn), aðrir minna. Nokkuð pískrað um mögulega þátttöku í ASCA og hvort senda megi þátttakanda í hópnum sem telur sig falla undir flokk hreyfiskertra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli