Mætt á réttum tíma voru Arndís Ýr og Oddgeir. Huld, Ársæll og Sigurgeir þjófstörtuðu hins vegar "rójalí" og lögðu af stað áður en klukkan varð 1208. A og O fóru Hofsvallagötuhringinn á góðu róli. Ritara skilst að HÁS hópurinn hafi farið svipaða leið nema hvað Sigurgeir lengdi (um Meistaravelli) og bætti (4:30 min/km) í, enda maðurinn búinn að lýsa því yfir að hann ætli að verða sub40 maður á þessu ári. Reyndar virðist þessi aukna vegalengd og aukni hraði hafa tekið sinn toll af orkuforða Sigurgeirs því það sást til hans strax að hlaupi loknu vera að panta sér stóran bát mánaðarins á Subway.
Ritari skokkklúbbsins.
föstudagur, júní 29, 2012
fimmtudagur, júní 28, 2012
Fimmtudagurinn 28. júní - Létt tempóhlaup
Mætt: Ársæll (hættur á kexkúr), Guðni sub40, Sigrún, Oddgeir og María (sér). Einnig sást til Þórdísar á hlaupum við rætur Öskjuhlíðar undir lok hefðbundins æfingatíma. Veður einstaklega gott. Tekin voru 2x5 mín tempóhlaup (byrjað á Hofsvallagötu og endað ca. við dælustöð). Ársæll var mjög sprækur og því ekki nema von að maður spyrji sig af hverju hann hafi ákveðið að hætta á kexkúrnum? Hann einn getur svarað því.
Virðingarfyllst,
ritarinn
Virðingarfyllst,
ritarinn
Hádegisæfing 27. júní
Mættir: Síams 1&2, Guðni, Dagur, Oddgeir og Sigurgeir.
Fórum smá rúnt um miðbæinn, Háskólagarðana og Nauthól heim að HRN. Það hefur verið ákveðið að byrja aftur á sprettum og tempó - sprettir á þriðjudögum og tempó á fimmtudögum - fyrir þá sem hafa áhuga.
Það vekur athygli að aðstoðaritarinn er upptekinn við samningaviðræður Símas og Cargo Kings og hefur þ.a.l. ekki gefið sér tíma til að blogga um æfingarnar, vonandi klárast þessar samningaviðræður fljótlega!
Kv. Sigurgeir
Fórum smá rúnt um miðbæinn, Háskólagarðana og Nauthól heim að HRN. Það hefur verið ákveðið að byrja aftur á sprettum og tempó - sprettir á þriðjudögum og tempó á fimmtudögum - fyrir þá sem hafa áhuga.
Það vekur athygli að aðstoðaritarinn er upptekinn við samningaviðræður Símas og Cargo Kings og hefur þ.a.l. ekki gefið sér tíma til að blogga um æfingarnar, vonandi klárast þessar samningaviðræður fljótlega!
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, júní 26, 2012
Þriðjudagurinn 26. júní - Sprettirnir eru komnir
Mætt í hörku-5x800m-spretti á Hofsvallagötu og Ægissíðu voru: Guðni, Huld, Sigrún, Ársæll (á nýjum kex-kúr), Sveinbjörn og Oddgeir. Samkvæmt Síams er þetta það sem koma skal (fyrir þá sem vilja). Sér voru María og Aðalheiður.
mánudagur, júní 18, 2012
Esperantó - nýtt mál - nýjir tímar
Til þess að forðast allan misskilning á hádegisæfingunum verður hér eftir aðeins talað esperantó. Vinsamlega kynnið ykkur frasana hér að neðan og mætið undirbúin á morgun.
Kveðja,
Dagur
Lunĉo Trejnado 18a junio
Bona oficojn ĉe lunchtime. Estis kvar membroj þjófstarta (ne la unuan fojon okazas). Oni diras ke havi Ársæll, María Rún, Þórdís kaj anonima novulo estis en movado. La tempo havis dato, Guðni, Siam (ambaŭ), Gunnar, Sveinkbjörn kaj O-viro. Ideale, la diskuto pri kio konsistigas bono kaj malbono lingvo. Inkludante Estis krufið se venonta ĵaŭdo esti konsiderata post 3 tagoj aŭ 10 tagoj, cxu gxi estas preferinde paroli pri la oka jardeko kiel la periodo inter 1970 kaj 1980 aŭ 1980 kaj 1990. Neniu rezulto akirita en ĉi gaso turdoj sed la nova lingvo konsultisto grupo, tago, proponis por porti ĝin al la koordinato discrepancia klare ekzistas inter la diversaj lingvoj tiurilate (ekz. islanda, dana kaj angla). Estos interese observi progreson ekde tago oni bone konata lingvo.
Vi ĉiam,
Dagur
Vi ĉiam,
Dagur
Mánudagsæfing, 18. júní
Ágætis mæting í hádeginu. Það sást til fjögurra félagsmanna þjófstarta (ekki í fyrsta skipti sem það gerist). Sagt er að þar hafi Ársæll, María Rún, Þórdís og ónefndur nýliði verið á ferð. Á réttum tíma fóru hins vegar Dagur, Guðni, Síams (báðar), Úle, Gunnur, Sveinkbjörn og O-man. Helst var rætt um það hvað teljist rétt og rangt málfar. M.a. var krufið hvort næsti fimmtudagur teljist vera eftir 3 daga eða 10 daga og hvort sé eðlilegra að tala um 8. áratuginn sem tímabilið milli 1970 og 1980 eða 1980 og 1990. Engin niðurstaða fékkst í þetta argaþras önnur en sú að nýr málfarsráðunautur hópsins, Dagur, bauðst til að taka það að sér að samræma misræmið sem augljóslega ríkir milli ýmissa tungumála í þessum efnum (t.d. íslensku, dönsku og ensku). Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála enda Dagur rómaður tungumálamaður.
miðvikudagur, júní 13, 2012
Magnaður miðvikudagur
Góð æfing í blíðskaparveðri.
Hofs með lengingu útá Kappla fyrir stóðhestana, tempó ríflega 3k niður á 4:03
Mættir : Sigurgeir, Fjölnir, Guðni, Óli, Huld, Dagur og Geraldine Cros (sjá mynd) starfsmaður Jens Bjarna í Montreal.
Hofs með lengingu útá Kappla fyrir stóðhestana, tempó ríflega 3k niður á 4:03
Punktar frá æfingu:
- N1 mun verða með einkaleyfi á dreifingu bók Cargo Kings um næstu jól
- með hverju keyptu eintaki fæst 12 tommu bátur á Subway
- Jón Gunnar Geirdal ætlar að fara að mæta (höfum heyrt þetta áður)
- Cargo Kings skipuleggja næsta Subway hlaup og kynna dagsetninguna fyrirfram
- Subway hlaupið mun að þessu sinni verða alþjóðlegt
- Sigurgeir er 16,1% feitur og er því ekki tjöbbí
- orðatiltækið 'feitur eins og veðurfréttamaður' hefur verið samþykkt
- ekki var farið í sjósund vegna þess að Sigurgeir og Fjölnir vildu það ekki en ætla að fara næst
- Einar Örn hafði ekkert með það að gera að þyggja boðsferðina til París
- Cargo Kings og Símas hyggja á samruna innan FI Skokk undir nafninu The Kings of Siam, hagsmunagæsluhópur fallega fólksins
- æfing aftur á morgun og hinn og hinn og hinn..
Góðar stundir,
DE
mánudagur, júní 11, 2012
Fréttir af Cargo Kings
Ólyginn sagði að Cargo Kings hyggja á bókaútgáfu. Bókin mun koma út fyrir næstu jól og fjalla um hvernig eigi að hlaupa maraþon á undir 3:30. Titill bókarinnar hefur þegar verið ákveðinn, "Hægri - vinstri" og undirtitillinn "Vinstri - hægri". Forsíðu bókarinnar mun prýða mynd sem tekin var stuttu eftir að komið var í mark í Edinborgarmaraþoninu. Getspakir geta reynt að finna út hvor er hvað á myndinni.
Hádegisæfing 11. júní
Toppmæting í dag: Sveinbjörn, Dagur, Guðni, Oddgeir, Jón Örn, Óli, Sigurgeir, Fjölnir, Huld og Sigrún. Fórum Hofsvallagötu á fínu róli og sumir enduðu í sjóbaði, aka blautbolskeppni eldri borgara. Hinir, sem með fullu viti fara hlupu heim á hótel í teygjur.
Alls um 8,6k
Kveðja,
SBN
föstudagur, júní 08, 2012
Hádegisæfing 8. júní
Mættir: Bryndís, Anna Dís, Þórdís, Katrín (nýliði), Sveinbjörn, Dagur, Óli og Sigurgeir.
Ég held að stelpurnar + Sveinbjörn hafi farið öfuga Hofs á meðan strákarnir fóru rétta Hofs. Hvað er öfug og rétt Hofs???
Kv. Sigurgeir
Ég held að stelpurnar + Sveinbjörn hafi farið öfuga Hofs á meðan strákarnir fóru rétta Hofs. Hvað er öfug og rétt Hofs???
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, júní 05, 2012
Hádegisæfing 5. júní
Mættir: Ársæll og Þórdís sér. Sveinbjörn, Dagur, Oddgeir, Fjölnir og Sigrún fóru skoðunarferð í bæinn og veltu fyrir sér hvenær rétt væri að byrja með "kolkrabbann" eftir maraþon.
Um 8k
SBN
mánudagur, júní 04, 2012
Mánudagsæfing 4. júní
Mætt á le pin:
María Rún, fór sér.
Ársæll og Þórdís 10K.
Huld, Sveinbjörn, Oddgeir og Sigrún sem fóru Hofsvallagötu á rólegum og rómantískum nótum. Veður var með eindæmum gott en vissulega hefð verið gaman að sjá fleiri úr le group.
Kveðja,
SBN
föstudagur, júní 01, 2012
Staðfest úrslit frá Edinborg
Leiðrétt úrslit:
Heilt maraþon
Oddgeir 03:15:56 PB
Sigurgeir 03:21:43 PB
Dagur 03:26:58
Fjölnir 03:29:47 PB
Óli 03:33:57
Ása 03:45:08 PB (fyrsta hlaup)
Ívar 03:46:01
Jón Örn 04:17:32
Hálft maraþon
Huld 01:37:23
Sigrún 01:43:35 PB
Ársæll 01:50:27 besti tími í 10 ár
Kveðja,
fulltrúi ritara
Heilt maraþon
Oddgeir 03:15:56 PB
Sigurgeir 03:21:43 PB
Dagur 03:26:58
Fjölnir 03:29:47 PB
Óli 03:33:57
Ása 03:45:08 PB (fyrsta hlaup)
Ívar 03:46:01
Jón Örn 04:17:32
Hálft maraþon
Huld 01:37:23
Sigrún 01:43:35 PB
Ársæll 01:50:27 besti tími í 10 ár
Kveðja,
fulltrúi ritara
Hádegisæfing fimmtudagur 31. maí
Ársæll fór 10k enda ferskur eftir gott hlaup í Edinborg.
Dagur og Ólafur fóru í stutta sendiferð inná Hverfisgötu tóku síðan strikið inní Nauthólsvík þar sem farið var í sjóinn sem var kaldur en frískandi.
Ætlunin er að endurtaka leikinn föstudag.
DE
Dagur og Ólafur fóru í stutta sendiferð inná Hverfisgötu tóku síðan strikið inní Nauthólsvík þar sem farið var í sjóinn sem var kaldur en frískandi.
Ætlunin er að endurtaka leikinn föstudag.
DE
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)