Mætt á réttum tíma voru Arndís Ýr og Oddgeir. Huld, Ársæll og Sigurgeir þjófstörtuðu hins vegar "rójalí" og lögðu af stað áður en klukkan varð 1208. A og O fóru Hofsvallagötuhringinn á góðu róli. Ritara skilst að HÁS hópurinn hafi farið svipaða leið nema hvað Sigurgeir lengdi (um Meistaravelli) og bætti (4:30 min/km) í, enda maðurinn búinn að lýsa því yfir að hann ætli að verða sub40 maður á þessu ári. Reyndar virðist þessi aukna vegalengd og aukni hraði hafa tekið sinn toll af orkuforða Sigurgeirs því það sást til hans strax að hlaupi loknu vera að panta sér stóran bát mánaðarins á Subway.
Ritari skokkklúbbsins.
2 ummæli:
Ég fékk mér bara 6 tommu bát mánaðarins (sterkur ítalskur) og í Honey Oat brauði :o)
Kv. Sigurgeir
Þessu trúi ég á Le King. Ánægður með að sub 40 takmaarkið hjá honum sé líka orðið opinbert (smá pressa núna :-))
kv, King fþá
Skrifa ummæli