Fjórir bígsperrtir og vel girtir karlkyns meðlimir mættu í hádeginu í dag í norðan gjólu. Ákveðið að fara hefðbundinn hring um Hofsvallagötu en með smá tvisti þó. Er hópurinn nálgaðist hringtorgið við Hringbraut og Suðurgötu hváði einn meðlimanna þurfa að fara um Suðurgötu þar er bjór og grill höfðu leikið hann illa í sumar. Hinir þrír héldu sínu striki og er komið var á Ægisíðu hófst hið sívinsæla 12321 tempóhlaup, þ.e.a.s. hlaupið á tempóhraða í 1 mínútu, hvílt í eina, tempó í tvær mínútur, hvílt í eina o.s.frv. Tókst þetta með miklum ágætum, enda ágætis meðvindur á þessum hluta æfingarinnar. Fór svo að lokum að þremenningunum tókst (svo gott sem) að ná Suðurgötumanninum áður en komið var að endastöð.
Virðingarfyllst,
Ritarinn
2 ummæli:
Spennandi 1/2 Kings mæta í dag
Hinn 1/2 af Kings mætir vonandi í október ef allt gengur skv. áætlun :o)
Kv. Kings forever :o)
Skrifa ummæli