Eins og sagnfræðingum og öðrum áhugamönnum um þýska alþýðu ætti að vera kunnugt rísa einvaldar oftast upp úr lýðræði. Nægir að nefna bræðurna Ólaf, Davíð og Ögmund í því sambandi, sem allir urðu/eru einræðisherrar á sínum vettvangi.
Nú er svo komið að Formaður stjórnar (með stórum staf) hefur ákveðið að taka sér einræðisvald í hendur og gefa út fyrstu tilskipun klúbbsins.
Tilskipunin er svo hljóðandi
"Vegna gróðurhúsaáhrifa hefur verið ákveðið að héðan í frá SKULI lögbundinn stuttbuxnatími ná frá 1. apríl fram til 1. nóvember ár hvert"
Þeir sem hafi athugasemdir við tilskipun þessa eru vinsamlegast beðnir um að næta á æfingasvæði skotfélags Hafnarfjarðar með undirritað vottorð í leikfimi. Þar verður mótmælendum raðað í stafrófsröð og fá 13 sekúndur til að láta ljós sitt skína áður en hleypt verður af.
Annars var falleg mæting í dag. Dagur, Huld, Fjölnir, Björgvin, Formaður og síðan kom Sigrún á móti umferð.
Formaðurinn.
2 ummæli:
Flottur formaðurinn!
Kveðja frá KINGS
Að gefnu tilefni eftir æfingu dagsins í dag 26.9
http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=CETL23H2J20
"Mér er alveg sama hver þið gerið það svo lengi sem þið sleppið því"
Skrifa ummæli