þriðjudagur, október 30, 2012

Jákvæð kona leggur í‘ann



Það er ekki alltaf sem áform um uppskeru eða viðhald á sér stað þótt manni þykir það eiginlega það eðlilegasta í heimi eða fyrir það minnsta lágmark þegar búið er að eyða tíma og púðri í æfingar og hvað þá að berja smá járni inni í skrokkinn á undirbúningstímabilinu.

En nei það er sko ekki sjálfsagt að allt dæmið gangi upp og nú tala ég af reynslu, reynslu sem ég hélt að ég myndi nú aldrei þurfa að lenda í.

Vaknaði á föstudagsmorgni með beinverki og höfuðverk en eins og jákvætt fólk gerir þá hristir maður svoleiðis fljótt af sér og skellir þessu bara á stressið. Mikil spenna var nú í ungu konunni enda að fara að hitta hina yndisfögru Síams systur. Eftir flug fór ógleðinn að hellast yfir en þar sem ég er nú bjartsýn og jákvæð að eðlisfari þá var þessu líka bara skellt á spenning og stress, enda fátt skemmtilegra en að þreyta maraþon. Laugardagurinn var í sama fasi en unga konan bar sig massa vel og reyndi eins og herforingi að láta lítið við þessu bera og hafði sig allan við að borða matinn sinn en kláraði nú ekki alltaf eins og hún er vön, eitthvað var það nú skrýtið en svona er bara stressið, það fer alveg með mann svona dagana fyrir mót!!! Sunnudagsmorguninn leit bara nokkuð vel út. Þá fann ég hið raunverulega fiðrildi sem kemur og það var svona mun vægara en ógleðistilfinningin sem var búin að láta vart við sig sl. daga. Spennan magnaðist bara og tilhlökkunin mikil. Pælingar fóru af stað hvort ég gæti nú kannski PBað eða haldið mig kringum 4 tímana, sem væri nú bara allt hið besta mál. Mestu máli skipti var nú bara að hafa gaman og gera sitt besta. Við Sigrún fundum okkur stæði og þutum af stað. Hún fór nú fljótt úr augsýn en minns var bara góður á sínu róli. Eftir 3Km fór eitthvað undarlegt af stað, maginn útþendist og ógleðinn færðist yfir mig. Hvað skyldi nú vera í gangi? jæja ég fer nú ekki að láta þetta trufla mig og hélt því áfram en alltaf versnaði og versnaði ógleðin og þurfti ég alveg að hafa mig alla við að fara ekki út í kant og gera jú know!. Hélt áfram á sama róli og hélt þetta myndi líða hjá en á km 14 gat ég ekki meira og líkaminn bara mótmælti. Djöfull er hér í gangi, er þetta aumingjaskapur eða hvað? Hringdi í hinn helminginn minn og enginn svaraði. Brotnaði hér bara alveg niður og var í rusli, byrjaði að labba og hlaupa til skiptis. Barði inn í hausinn á mér að þetta væri nú bara aumingjaskapur og ég gæti ekki verið neitt veik, hvernig gæti það staðist, ég sem verð aldrei veik!. Náði svo loksins í hinn helminginn sem er nú vanur að berja mann áfram en fann að ekki var allt með felldu, enda ekki vön að væla yfir því að hlaupa, meira í hina áttina. Vildi hætta en hvatti mig til að halda aðeins áfram en þarna voru magakrampar byrjaðir á fullu og sama hvað ég gerði hættu þeir ekki – líkaminn var hér algjörlega að mótmæla. Þrjóskan tók hér við en ákvað að láta Huldina vita að hér væri nú ekki allt með felldu og sendi henni sms. Hér kom sér vel að vera með símann á sér, en það hef ég bara aldrei á ævinni gert áður, mun líklega aldrei gera aftur til að forðast minningar hlaupsins…..

Ekki liðu margir km og líkaminn gargaði á að hætta þessu bullu og ég snéri því við. Hringdi í Tómasinn og sagði honum að þetta væri búið, væri farin til baka (var þó ekki viss hvernig)…..hér var ég komin ca 17km. Hann hvatti mig til að finna medical tjald og fá mat á ástandið. Auðvitað hlýðir maður bara og því snéri ég við og labbaði og skokkaði til skiptis, ætla ekkert að fara út í smáatriði hvernig mér leið. Kringum km 21 var medical aðstoð og þar var ég mæld bak og fyrir. Eftir nokkrar mælingar var mér sagt að sykur, blóðþrýsingur og púls var allt í góðu, þú er greinilega í góður formi en bara veik!! (sem ég var nú búin að finna út úr sjálf!). Tjáð að hlaupa ekki en gæti gengið! Mér var einnig tjáð að það væri rúta handan við hornið en ekki vitað hvað var langt í næstu rútu. Ákvörðun var því tekinn – heim skal halda, sé nú ekki tilganginn í því að labba hálft maraþon með magakrampa og uppköst í bland, enda þarf ég ekki að sanna fyrir neinum að ég get hlaupið maraþon. Hálft maraþon var skammturinn þann daginn á Bruttó tíma 2:42:03



Kveðja frá magakveisaranum

RRR

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allir geta átt slæman dag, þinn lenti á slæmum degi. Nú getur þetta ekki orðið verra. Settu þessa lífsreynslu í bankann og horfðu fram á veginn. Næsta hlaup mun ganga miklu betur.

Kv. Dagur

Nafnlaus sagði...

Þú ert ofurkona! Ég hefði nú bara lagst í rúmið á föstudeginum og væri þar sennilega ennþá, en ekki þú.

setur þetta í reynslubankann.

kv.
Formi

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Degi, allir geta átt slæman dag en þú sýndir miklar hörku og aga.

Næsta hlaup mun örugglega ganga MIKLU betur!

Knús

BM