Það voru þrír harðir sem mættu á æfingu á síðasta í stuttbuxum. Þetta voru þeir Dagur, Guðni og Oddgeir. Veður var frábært, garrinn frá því í gær farinn, og sól í heiði.
Rólegt hlaup í skógræktina og til baka via 1. arm Kolkrabbans. Ýmislegt skrafað, þ.á.m. nýafstaðin ráðgefnadi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur þjóðlagaráðs að nýrri stjórnarskrá (þurfið þið að vita eitthvað meira?). Þar skiptust menn í tvær ójafnar fylkingar (2 með tillögunum og 1 á móti). Ekki verður farið nánar út smáatriði þessa skrafs að svo stöddu.
Alls hlaupnir ca. 7 km.
Jói hinn fyrri gekk svo í hlað þegar teygjum var að ljúka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli