föstudagur, desember 21, 2012

Föstudagur 21. des - Kirkjubæjararmbeygjur


Í ljósi þess að jólin eru á næsta leyti var ákveðið að taka rúnt um kirkjur bæjarins.  Hver og ein(n) (Huld, Dagur Guðni, Ívar og Oddgeir) fékk að velja sér kirkju að eigin vali, sem þó þurfti að vera innan hlaupadrægis æfingarinnar.  Að auki voru tvær kirkjur í bónus.

Rúnturinn var svohljóðandi:  Neskirkja, Landakotskirkja, Dómkirkjan, Fríkirkjan, Aðventkirkjan (við Ingólfsstræti), Hallgrímskirkja og Friðrikskapella (að Hlíðarenda).  Við hverja kirkju voru síðan teknar 10 armbeygjur.

Alls rúmir 7 km + 70 armbeygjur.

Gleðileg jól.

                             Tekið á því við Landakot            Copyright HUK


                     The Boys Band         Copyright HUK


Engin ummæli: