Mættir: Dagur, Villi og Sigurgeir.
Fórum rólegan skógræktarhring. Á leiðinni var m.a. rætt um drenginn (man ekki nafnið) sem hleypur með öll jólakortin sín. Við höfum ákveðið að útfæra þessa hugmynd og mun FISKOKK bjóða póstþjónustu um næstu jól og það verður að sjálfsögðu hlaupið með öll kortin. Með þessu ætlum við að safna fyrir maraþon-ferð þeirra sem bjóða fram krafta sína. Við fórum yfir nákvæma útfærslu á þessu og það er of langt að fara í details hérna en þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við undirritaðan á næstu æfingum :o)
Kveðja,
Sigurgeir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli