Mætt í hádeginu á bolludegi voru Johnnie Örn, Dagur, Sesamie 1&2 og Oddgeir.
Miðbæjarrúntur þar sem ákveðið var að kanna hvort finna mætti vott af jólastemningu á Laugaveginum. Um leið og komið var inn á Laugaveginn mætti hópnum hrúga af slökkvi- og sjúkrabílum á leið í útkall. Það var sem sagt kviknað í húsi á Laugaveginum. Er hópurinn smeygði sér framhjá mannhafinu er fylgdist með ósköpunum varð á vegi þeirra hurð á sjúkrabíl. Skipti engum togum að hin opna hurð veitti annarri Sesamie-systra þungt högg á munninn. Neðri vör bólgnaði strax og líktist fljótt þvi sem vænta mætti eftir góða bótox meðferð. Létu menn þetta duga og héldu heim á leið enda nóg komið af áhættuatriðum í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli