þriðjudagur, desember 11, 2012

Hádegisæfing 11. des

Mættir: Oddgeir, Fjölnir, Sigurgeir, Dagur, Ívar og Jói (ðe six pack).

Eins og venjulega á þriðjudögum þá var tempó. Í þetta skiptið var ákveðið að fara út á Nes og taka hringinn góða, þar sem það er svo langt síðan við höfum gert það. Á leiðinni skipti yfirþjálfarinn hópnum í tvö lið og það var keppni með forgjöf. Þetta var æsispennandi og ég man ekki hver vann :o) Svo var tekið rólegt að HÍ og þá var bætt aðeins í tempó-ið heim að HLL.
Virkilega skemmtileg æfing og menn höfðu orð á því að það er langt síðan það hefur verið svona góð tempó-æfing og líklega væri það vegna þess að loksins var engin kvk á æfingunni, aðeins ðe six pack!
Total 9,9 km


Heyrst hefur að JB RUN sé á markaðnum að reyna ná í nýja meðlimi og þeir voru m.a. á jólabollunni að fá fólk til að skrá sig í klúbbinn. Það er sorglegt að sjá að JB RUN skuli nota tækifærið þegar fólk er í glasi og tekur kannski ekki alltaf réttar ákvarðanir í því ástandi. Ég skora á ykkur að láta ekki glepjast og sýnið stuðning ykkur við FISKOKK :o)


Kv. Cargo Kings

Engin ummæli: