miðvikudagur, desember 12, 2012

Hið árlega aðventuhlaup skokkklúbbs Icelandair

Hið ómissandi og eftirsótta aðventuhlaup skokkklúbbsins fer fram fimmtudaginn 20. desember nk. Lagt verður að af stað frá Hótel Loftleiðum kl. 1708. Vegna mikillar aðsóknar og eftirspurnar eru félagsmenn hvattir til að mæta.......tímanlega. Lengd hlaupsins mun eins og áður ráðast af veðri og færð en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.

Félagsmenn fá aðgang að sturtu á Sóley Natura Spa á Hótel Loftleiðum sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn þurfa sjálfir að koma með handklæði og sundfatnað (krafa að hálfu staðarhaldara).
Að loknu hlaupi mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.

Kveðja,
Stjórn skokkklúbbsins

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að fá niður markmið félagsmanna árið 2013 niður á síðuna?

kv
RRR