miðvikudagur, janúar 02, 2013

Hádegisæfing 2. janúar - Fyrsti í hlaupi

Mætt á fyrstu æfingu skokkklúbbsins í dag eftir algleymi jóla og áramóta voru: 3R, Alsæll, Brekku Jón, Huld, Oddgeir og Dagur.

Færi var frekar erfitt, hörkuhálka og læti.  Reyndar sást Dagur hvergi þegar hópurinn hafði hlaupið skamma stund.  Hvar var Dagur?  Laumaðist hann kannski inn á brettið góða í spa-inu þegar hann áttaði sig á erfiðu færi?

Stysta útgáfa flugvallarhringsins tekin í dag enda engin ástæða til fara of geyst af stað á nýju ári (7k).

Þegar hópurinn var að teygja að loknu hlaupi birtist Dagur allt í einu.  Sagðist hann hafa hlaupið "hringinn" um Hofsvallagötu, hann hefði misst af hópnum þar sem Gipsið hans fann ekki tungl.

Engin ummæli: