Mættir: Huld, Þórólfur, Jón, Óli og Sigurgeir.
Formaðurinn fór Flugvallahringinn, Óli stefndi á 10k og rest fór rólega Hofs.
Heyrst hefur að líklegt sé að Cargo Kings mæti saman í Day After Run á föstudaginn. Eðlilega er mikil spenna í hópnum og lítið annað rætt þessa dagana en endurkoma Cargo Kings. Það verður að teljast líklegt að þátttökumet verði í Day After Run þar sem margir munu freista þess að hlaupa með Kings.
Ég vil svo minna alla á að mæta á fimmtudaginn og aðstoða við Icelandair hlaupið.
Kveðja,
Sigurgeir
3 ummæli:
Já, hlaupaheimurinn bíður í ofvæni eftir konungum skokksins.
Oddur nýliði
Verður bíll til taks?
Kv, King
Já, sjúkrabíll, hjólastóll og Sigurjón með fyrstu hjálp.
Oddur
Skrifa ummæli