miðvikudagur, apríl 03, 2013

Hádegisæfing 3. apríl

Mættir:
Ársæll, já fínt, já sæll...Þórdís og Anna Dís í forstarti á eigin vegum.
Hinir:
Oddur (nýliði), Gamle Ole, Dagur tískudrós, Huld, Sigrún, Bjöggi Bjútí og Johnny.  Fórum Framnesveg í 3-2-1 æfingu sem ekki má enskuskjóta.  Þrír kílómetrar á hálfmaraþonskeppnishraða, tveir kílómetrar á 10 kílómetrakeppnishraða og 1 kílómetri á 5 kílómetraog þiðþekkiðframhaldiðkeppnishraða. Frábært veður var og mikill ánægjuauki að sjá hversu prúðbúnir sumir komu til æfinganna.  Eftir kafla tvö féllu þessi frómu orð frá Óla (tekin úr bókmenntahorni Bob Morans):  "Mann, mann. Ich bin gespannt wie ein Regenschirm".  Túlki það hver á sinn hátt.
Alls  9,8km
Góðar stundir-SBN

Engin ummæli: