fimmtudagur, apríl 18, 2013

Hið árlega Icelandairhlaup er á næsta leiti - Óskum eftir starfsfólki

Ágætu félagar í Skokkklúbbi Icelandair.

Hið árlega Icelandairhlaup verður haldið í 19. sinn fimmtudaginn 2. maí kl. 19:00.  Undirbúningur hlaupsins er nú þegar í fullum gangi.  Eins og áður vantar okkur röska félagsmenn til að vinna við hlaupið á hlaupadag enda í mörg horn að líta. Sú nýbreytni verður á hlaupinu í ár að notast verður við flögur við tímamælingu.

Félagsmenn sem geta mætt til vinnu 2. maí eru vinsamlegast beðnir um að skrá nafn sitt í ummælakerfið hér að neðan.  Mikilvægt er að félagsmenn mæti tveimur tímum fyrir hlaup eða kl. 17:00 svo hægt verði að útdeila verkefnum í tíma. Mæting er í höfuðstöðvar félagsins.
 
Við bendum á að þar sem hlaup þetta er skipulagt af skokkklúbbnum eru félagsmenn hvattir til þess verja frekar kröftum sínum þetta kvöld til vinnu við hlaupið í stað þess að taka þátt í hlaupinu sjálfu.  Félagsmenn eru jafnframt hvattir til að fjölmenna í staðinn í hádeginu daginn eftir og taka svokallað "the day after run" þar sem sami hringur er hlaupinn á tíma.

Þeim félagsmönnum sem vinna við hlaupið mun standa til boða að kaupa hágæða hlaupafatnað frá CW-X með styrk (niðurgreiðslu) frá skokkklúbbnum. Hlaupafatnaðurinn verður til sýnis og mátunar í hófi sem haldið verður strax að hlaupi loknu.

Með von um góð og skjót viðbrögð,
Stjórn Skokkklúbbs Icelandair

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna Dís mætir

Nafnlaus sagði...

SBN mætir.

Nafnlaus sagði...

Sigurgeir mætir :o)

Nafnlaus sagði...

Guðni mætir

Nafnlaus sagði...

Ágústa og Sigurborg mæta

Nafnlaus sagði...

Viktor mætir

Nafnlaus sagði...

Oddur nýliði mætir

Nafnlaus sagði...

Ívar mætir

Nafnlaus sagði...

Ægir mætir kem á hjóli frá kef.

Nafnlaus sagði...

Oddný mætir

Nafnlaus sagði...

Wheelie mætir!

Nafnlaus sagði...

Formi mætir að sjálfsögðu.

Nafnlaus sagði...

Guðmunda mætir ef ekki í flugi.

Nafnlaus sagði...

Jakob Schweitz mætir

Nafnlaus sagði...

Huld líka.

Nafnlaus sagði...

Þórólfur mætir

Nafnlaus sagði...

Sigrún E mætir ..

Nafnlaus sagði...

Gísla Rún mætir

Nafnlaus sagði...

Bryndís mætir.

Nafnlaus sagði...

Sigríður Sól mætir