fimmtudagur, maí 16, 2013

Fimmtudagur 16. maí - Getraun dagsins

Hér á eftir fer getraun.

Mætt í dag voru Guðni, Dagur, Óli, Fjölnir CK, Huld og Oddgeir.  Rangsælis flugvallarhringur um Suðurgötu með einum perra við Lynghaga, fyrir þá sem vildu smá tempó (markmiðið að ná hinum fyrir Kafara).  Þórólfur var seinn fyrir, fór svipaða leið og hin og skilaði sér til höfuðstöðva rétt á eftir þeim.

Nú bar svo við að einn ofangreindra upplýsti snemma hlaups með allmiklum þunga að hann hefði nýlega orðið fyrir aðkasti barns úr Hjallastefnunni.  Aðstæður voru þær að umræddur aðili var á hlaupum við Öskjuhlíð og átti stutt eftir af æfingunni þegar barnið úr Hjallastefnunni, sem var þarna á göngu með samnemendum sínum og leiðbeinendum, vatt sér að honum og sagði "hæ afi".  Já, barnið sagði "hæ afi"!!  Og um þetta snýst getraun dagsins.  Var það Guðni, Dagur, Óli eða Fjölnir CK sem mátti þola þessi óvægu og samviskulausu ummæli.  Vinsamlegast svarið getrauninni hér til hliðar.  Rétt svar verður tilkynnt að hvítasunnuhelgi lokinni.

Engin ummæli: