Undirritaður var sá eini (svo vitað sé) sem ómakaði sig við að mæta í hádeginu í dag, þrátt fyrir góðar aðstæður.
Það þýddi ekkert annað fyrir undirritaðan en að girða sig í brók og brokka af stað. Leiðin lá vestur í bæ, Hringbrautina á enda og þaðan að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem snúið var við og hlaupið í átt að Ægisíðu. Markmiðið var að taka 10K á a.m.k. jafngóðu tempói og Dagur tók á miðvikudaginn, þegar hann mætti einn í hádeginu og hljóp 10. Má segja að markmiðið hafi náðst.
Ritari skokkklúbsins
Engin ummæli:
Skrifa ummæli