fimmtudagur, maí 23, 2013

Fimmtudagur 23. maí - Fo(u)r amigos

Já, þeir mættu í dag; Cargo Kings (báðir) ásamt Degi og Oddgeiri.  Allir í stíl í sínum fallega bláu Craft jökkum.  Þetta var fögur sjón, svona til að byrja með.  Cargo Kings voru bísperrtir framan af en þrek þeirra þvarr er leið á æfinguna (töluðu eitthvað um æfingaleysi og meiðsli).  Sá eldri þeirra var skynsamur og kaus að taka beygjuna umhverfis flugvöllinn við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu á meðan sá yngri og óreyndari reyndi að halda í við Dag og Oddgeir, sem beygðu af Hringbraut við Framnesveg.  Hópurinn safnaðist síðan saman við Kafara og hljóp taktfast til höfuðstöðva.

Meðalvegalengd hjá Cargo Kings var töluvert styttri en meðalvegalengd Dags og Oddgeirs.

Engin ummæli: