Í dag hlupu aðeins karlar og var það vel. Rangsælis flugvallarhringur. Dagur æsti hluta dáðadrengja til tempóhlaups frá horni Hringbrautar og Hofsvallagötu að Kafara. Draumamarkmiðið var að ná öðrum Kargó konungnum sem fór um Suðurgötu, konungi sem nýlega kom í leitirnar eftir laaaaaanga fjarveru. Dagur öskraði á mannskapinn á meðan tempóhlutanum stóð, svo mikill var áfkafi hans. Lét hann sér það í léttu rúmi liggja þó einn úr hópnum reyndi að stynja upp úr sér á milli djúprar öndunar að hann hefði verið á tvöfaldri æfingu í gær. "Þú getur bara hvílt þig í kvöld" var svar Dags. Kargó kóngi tókst að halda andlitinu því þrátt fyrir hvatningaöskur Dags tókst mönnum ekk að ná í skottið á honum fyrir Kafara, þó ekki hafi munað miklu.
Á Ægisíðu mættu menn Björgvini nokkrum Bronco að teygja og toga við bekk. Hann vildi ekki slást í för en skilaði sér engu að síður í höfuðstöðvar á skikkanlegum tíma.
Þá fréttist að formaður skokkklúbbsins hefði ætlað að fara út í hádeginu en hefði hætt við og beðið GPS hlaupaúrið sitt að taka hlaupið fyrir sig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli