föstudagur, maí 10, 2013

Freaky Friday 10. maí

Mættir í dag: Einungis þeir sem pössuðu inn í litapallettu dagsins, hinir voru strax sendir heim. 
Komumst að því á miðbæjarbröltinu að textavélin á Óla hefur of marga skjátexta pr. mynd.  Þetta þarf að laga.  Fundum einnig út að ef stunduð er skíðaíþrótt í samvinnu við GPS tæki og mælingin fer yfir 60km er um svokallað "sírennsli" að ræða (höf. Dagur).  Þá gildir einu hvort hluti mælingarinnar fellur inn í ferðatíma í lyftu eða beint rennsli á skíðum.  Svo kom í ljós að þeir sem "lúkka" best og eru mest tanaðir nota Orobronze eða Oroblu brúnkukrem.  Það þolir nokkra þvotta en best er að sleppa alveg baðferðum ef fyrirbyggja á lýsingu.
Í lok hlaups kom æstur ljósmyndari á staðinn við annan mann og heimtaði að fá að taka mynd af hópnum.  Hyggst hann nota myndina á forsíðu blaðsins Bleikt og Blátt, en risaafmælisúgáfa er einmitt í prentun núna.  Þetta vakti ómælda kátínu félagsmanna, eins og glögglega má sjá. Óþarft er að kynna félagsmenn myndarinnar en aðrir félagar, sem ekki bera skynbragð á rétta litasamsetningu, eru hvattir til að kynna sér búninga- og útlitsreglur félagsins á innra neti.

Föstudagslagið
Alls milli 40-50k
Góða helgi-SBN

Engin ummæli: