Já þið lásuð rétt. Í dag var einungis ein vegalengd í boði: 10 km = 10.000 m = 1.000.000 cm.
Til þessa hlaups valdist úrvalsfólk: Ársæll, ásamt dísunum sínum þeim Þórdísi og Önnu Dís, Óli, Dagur, Huld, Sigrún og Oddgeir.
Veður var frábært (er komið vor?) og allir kátir og sælir að loknu hlaupi.
Á morgun er frídagur enda uppstigningardagur, en á dönsku útleggst sá dagur sem Kristi himmelfart. Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli