Það bar helst til tíðinda á æfingu dag að annar kargókónganna kom í leitirnar. Þegar gengið var á hann hvar hann hefði haldið til og af hverju hann hefði ekki mætt á síðustu æfingar, í ljósi stórra yfirlýsinga að undanförnu, baðst hann undan því að svara. Létu menn það gott heita enda fegnir að vera búnir að endurheimta helming Cargo Kings teymisins.
Auk umrædds kargókóngs mættu Huld, Sigrún, Formi og Oddgeir, auk Óla sem spratt úr leyni í lok æfingar líkt og í gær. Flestir fóru Hofsvallagötu, alls 8,6 km.
Enn er lýst eftir hinum kargókónginum sem gengur, eins og fram hefur komið, einnig undir gælunafninu Wheelie. Sem fyrr eru allir þeir sem eitthvað vita um ferðir hans og hlaupaplön beðnir um að láta félaga hans í skokkklúbbnum vita. Þeir sakna hans.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli