fimmtudagur, ágúst 29, 2013

Alvöru æfing fyrir alvöru fólk!

Mættir: Huld og Cargo Kings.

Í dag var 40 mín tempó. Það er gaman að segja frá því að met var slegið í tempó-kaflanum þar sem allir voru vel undir 3:30 pace. Það var virkilega gaman að sjá hversu vel allir tóku á því og eru með fókusinn í lagi fyrir HM.

Á morgun er rólegt 7-9 km og þ.a.l. líklegt að menn eins og Oddur, Guðni o.fl. láti sjá sig :o)

Cargo Kings komast ekki í hádeginu á morgun þar sem þeir þurfa að undirbúa sig fyrir Strandblaksmót Icelandair Group sem verður í Sporthúsinu kl. 17:00 á morgun (föstudag). Kings hafa æft af fullum krafti fyrir strandblakið og fylgir hér myndband sem var tekið á æfingu okkar í gær, http://www.youtube.com/watch?v=Zmfd9etbXGE

Kveðja,
Sigurgeir

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

CKs hafa greinilega fylgst með veðurspánni síðustu daga og líst ekkert blikuna hvað varðar föstudagsæfinguna. Kjósa þess í stað að stunda hobbííþrótt innanhúss í skjóli fyrir veðri og vindum.

Oddur

Nafnlaus sagði...

Það er bara gaman að sjá hvað CK eru fjölhæfir þegar það kemur að íþróttum, geta stundað allar íþróttir :o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Í hvaða sæti lentu CKs í innanhússhobbíblakmótinu?

Nafnlaus sagði...

Hver er að telja...