fimmtudagur, ágúst 15, 2013

Fimmtudagur 15. ágúst - Oddur kominn í leitirnar

Fín mæting í dag þrátt fyrir vætutíð: Dag-Úle kombóið, Valli og Oddur, GI, Bjöggi bjútí og hindin Huld.  Að auki mætti Sigrún en þó ekki fyrr en æfingin var yfirstaðin, en það er nú önnur saga.

Tempóhlaup í boði Valla sem þýddi ca. 15 mínútur í upphitun, 20 tempó og 10 í niðurskokk, alls ca. 45 mínútur.  Flestir fóru um Hofsvallagötu, nema Dag-Úle kombóið sem fór enn lengra og Bjöggi sem fræsti Suðurgötu.

Almennn ánægja með þetta allt saman.

Að lokum:  Lýst var eftir Valla og Oddi.  Nú eru þeir fundnir.  Nú er lýst eftir Fjölni.  Hann ku starfa hjá Icelandair Cargo.  Hann mætir iðulega til vinnu með íþróttatösku með sér.  Að öðru leyti er lítið vitað um ferðir hans.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe...
...taskan fundin og stefnum að mætingu á morgun.

fþá

Nafnlaus sagði...

Ég held að fþá hafi verið að vinna í prókúrumálum fyrir Síams/Kings snjallkortin sem er verið að gefa út vegna sameiningarinnar. Held það barasta....
SBN