þriðjudagur, ágúst 13, 2013

Valli er fundinn!

Mættir: Guðni, Óli, Dagur, Huld, Sveinbjörn og Cargo Kings (báðir...)

Sveinbjörn fór sér.

Skv. plani voru 7x400m sprettir og það tóku allir sprettina með bros á vör enda stór plön hjá flestum fyrir HM í október.

Það hefur mikið verið rætt og skrifað um mætingu ákv. aðila, en það hefur alveg gleymst að leita af Oddi. Oddur hefur komið með stórar yfirlýsingar um árangur í HM 26. okt. en ekkert sést til hans á æfingum síðustu daga!

Hvar er Oddur?



Kveðja,
Sigurgeir

Engin ummæli: