Það voru bara meistarar sem mættu í dag, enda meistaramánuður hafinn. Inga, Dagur, Matthías og Huld tóku æfingu dagsins samkvæmt æfingaáætlun sem flestum ætti að vera kunn. Karlpeningurinn ætlaði engu að síður að víkja sér undan æfingunni en Ingu tókst með harðræði að knýja fram hlýðni. Í sem stystu máli hljóðaði æfingin upp á 5x800 og hófust sprettirnir við bakarí og lá leiðin um Hofs, Ægisíðu að Nauthóli. Verkaskiptingin var þannig að Inga, Matti og Huld sáu um að hlaupa en Dagur reiknaði og hrópaði upp millitíma.
Allir hlutaðeigandi voru sáttir að leiðarlokum og uppskáru 8 km.
Kveðja góð, Huld
Engin ummæli:
Skrifa ummæli