þriðjudagur, janúar 31, 2006

ASCA Úrtökumót

Úrtökumót fyrir ASCA verður á fimmtudaginn 2. febrúar. Hlaupið verður ræst kl.17:30 og verður hlaupinn hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 3 hringi (u.þ.b. 5 km) og karlar 5 hringi (u.þ.b. 9 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum.

Allir eru hvattir til að taka þátt í keppninni. Úrslitin í úrtökumótinu ráða miklu um það hvernig lið okkar verður skipað í London. Alls er um 13 sæti að ræða, 8 karla og 5 konur. Ef einhverjir hafa áhuga á að vera í liðinu en komast alls ekki í úrtökumótið geta þeir haft samband við formanninn, dagur@icelandair.is, sími 5050-359.

Úrslitin 2005
Stefán Már Ágústsson (gestur) 28:21/5:30/5:38/5:46/5:52/5:35
Dagur Egonsson 28:31/5:29/5:40/5:47/5:51/5:44
Ágúst Jóel Magnússon 30:29/5:55/6:13/6:14/6:14/5:53
Eymundur Þórarinsson 31:01/6:12/6:29/6:19/6:00/6:01
Guðni Ingólfsson 31:37/6:10/6:23/6:22/6:18/6:24
Sveinbjörn Valgeir Egilsson 32:35/6:17/6:32/6:32/6:35/6:39

Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (gestur) 18:35/6:17/6:13/6:05
Huld Konráðsdóttir 19:07/6:18/6:24/6:25
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 19:19/6:21/6:32/6:26
Anna María Kristmundsdóttir 20:55/6:41/7:06/7:08

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Æfing í dag

Sæl,
Lengri sprettir verða allsráðandi á æfingu í dag. Munum taka góða upphitun niður í bæ (að tjörninni) og taka 4 x tjarnarhringi með 2 mín á milli. Vonast til að sjá sem flesta og hlakka til.
Slagorð dagsins er: Upp með súrefnið !!!!

Kv. Stefán Már

mánudagur, janúar 23, 2006

MÍ öldunga innanhúss

Fer fram í Laugardalshöllinni 12.-13. febrúar nk.

Nánari upplýsingar á http://www.fri.is/img/Meistaramot_oldunga_inni06.doc

Hvað segið þið um að fjölmenna?

Dagur

föstudagur, janúar 20, 2006

Þakkir

Það kom enginn á formlega æfingu í gær. Í næstu viku verður Stefán Már á staðnum með æfingu það best ég veit. Vonandi sjá fleiri sér fært að mæta þá.

Ég vil svo nota tækifærið og þakka Skokkhópnum fyrir skóna handa stúlkunni minni. Þetta var einstaklega vel til fundið og kunnum við ykkur bestu þakkir fyrir. Þið hefðuð nú samt ekkert þurft að gera þetta. Stúlkan var skýrð um daginn og heitir Arney Dagmar.

Bjössi

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Æfing 19/1 2006

Ég ætla að mæta á æfinguna á morgun og vera með æfingu þar sem við tökum svolítið lengri spretti ef veður og færi leyfir. Ef ekki þá verða það styttri sprettir með mjög stuttum hvíldum þar sem við náum fótfestu. Gott væri að ég fengi einhverjar meldingar um hvort einhverjir ætli að mæta í kommentunum hér að neða.

Bjössi

mánudagur, janúar 16, 2006

Æfingar og þjálfaramál

Stefán Már Ágústsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson munu sjá um þjálfun hjá Skokkklúbbnum 2006. Hlutverk þjálfaranna verður að undirbúa liðið fyrir ASCA keppnina með því að sjá um fimmtudagsæfingarnar og vera meðlimum klúbbsins innan handar með ráðgjöf eftir sem þeir óska. Þjálfarar mæta ekki á allar æfingar en munu koma boðum til félagsmanna gegnum þessa bloggsíðu um framkvæmdina. Hér geta félagsmenn látið vita um mætingu og komið á framfæri skoðunum sínum.