Sæl öll
Ég held að þessi bloggþjálfun fari nú öll að smella saman. Við (þið) takið æfinguna sem er póstuð undir 18 janúar á morgun (eða í dag eftir því hvenær þið lesið þetta) 25 janúar. Ég mun reyna mitt besta til að halda æfingunum um 45 mín. Hins vegar er erfiðara fyrir mig að finna út úr með færð, þið verðið þá bara að aðlaga æfingarnar að aðstæðum.
Gangi ykkur vel
Bjössi
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Hádegisæfing
Sex mættu á hádegisæfingu, Fjölnir, Bryndís, Guðni, Ingunn, Aðalsteinn og Dagur. Stígarnir nánast auðir og vorangan í lofti.
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Æfing 18. janúar
Sæl öll
Eftir kommentið frá Degi þá mun ég reyna að miða við að æfingarnar séu 45 mínútur sem þið getið tekið í hádeginu og miðað er við að farið sé frá Hótel Loftleiðum. Reyndar verður erfiðara að ná magni inn þannig en við styttum upphitun og niðurskokk og reynum að ná alla vega 30 af þessum 45 mín sem "æfingu".
Í þessari viku verða brekkusprettir. Notast skal við malabrekku í Öskjuhlíðinni. Hún byrjar (sprettirnir byrja) af malbikuðum vegi við nokkra stóra steina (2-3) og fer beint upp þangað til eftir um 200 m að það er 90 gráða beygja til hægri og endar brekkan (sprettirnir) við nokkrra stóra steina við malbikaða veginn aftur. Hvíldin er að skokka niður eftir malbikaða veginum að steinunum þar sem sprettirnir byrja.
Lengra komnir
10 mín upphitun
Síðan skal taka brekkuspretti en fjöldinn ræðast af fyrri hlaupum og tíma (miðað er við að eyða um 30 mín í sprettina). Allir ættu að fara að lágmarki 5 spretti en ef einhverjum tekst að fara 10 á 30 mín þá er sá hinn sami í hörkuformi. þannig að hlaupa skal 5, 6, 7, 8, 9 eða 10 spretti og er hvíldin að skokka niður malbikaða veginn. Einnig er hægt að taka 2x3 spretti eða 2x4 spretti og þá er hvíldin á milli spretta að skokka niður malbikaða veginn en hvíldin á milli setta er að labba niður malbikaða veginn.
5 mín niðuskokk
Byrjendur
10 mín upphitun
3-5 brekkusprettir (eftir því hvað menn treysta sér til) upp að beygjunni (sikra 200 m) og hvíldin er að labba niður aftur.
5 mín niðurskokk
Reyndi að setja þessa æfingu inn í gær en síðan var eitthvað að stríða mér. Hvenær vikunnar viljið þið að ég pósti æfinguna?
Gangi ykkur vel.
Eftir kommentið frá Degi þá mun ég reyna að miða við að æfingarnar séu 45 mínútur sem þið getið tekið í hádeginu og miðað er við að farið sé frá Hótel Loftleiðum. Reyndar verður erfiðara að ná magni inn þannig en við styttum upphitun og niðurskokk og reynum að ná alla vega 30 af þessum 45 mín sem "æfingu".
Í þessari viku verða brekkusprettir. Notast skal við malabrekku í Öskjuhlíðinni. Hún byrjar (sprettirnir byrja) af malbikuðum vegi við nokkra stóra steina (2-3) og fer beint upp þangað til eftir um 200 m að það er 90 gráða beygja til hægri og endar brekkan (sprettirnir) við nokkrra stóra steina við malbikaða veginn aftur. Hvíldin er að skokka niður eftir malbikaða veginum að steinunum þar sem sprettirnir byrja.
Lengra komnir
10 mín upphitun
Síðan skal taka brekkuspretti en fjöldinn ræðast af fyrri hlaupum og tíma (miðað er við að eyða um 30 mín í sprettina). Allir ættu að fara að lágmarki 5 spretti en ef einhverjum tekst að fara 10 á 30 mín þá er sá hinn sami í hörkuformi. þannig að hlaupa skal 5, 6, 7, 8, 9 eða 10 spretti og er hvíldin að skokka niður malbikaða veginn. Einnig er hægt að taka 2x3 spretti eða 2x4 spretti og þá er hvíldin á milli spretta að skokka niður malbikaða veginn en hvíldin á milli setta er að labba niður malbikaða veginn.
5 mín niðuskokk
Byrjendur
10 mín upphitun
3-5 brekkusprettir (eftir því hvað menn treysta sér til) upp að beygjunni (sikra 200 m) og hvíldin er að labba niður aftur.
5 mín niðurskokk
Reyndi að setja þessa æfingu inn í gær en síðan var eitthvað að stríða mér. Hvenær vikunnar viljið þið að ég pósti æfinguna?
Gangi ykkur vel.
föstudagur, janúar 12, 2007
Gamlárshlaup ÍR
Gamlárshlaup ÍR var haldið í góðviðri og ágætis aðstæðum á gamlársdag. Metþátttaka var í hlaupinu en 567 tóku þátt.
Eftirtaldir félagsmenn tóku þátt í þessu stórskemmtilega hlaupi.
28 39:21 Dagur Björn Egonsson
73 43:19 Huld Konráðsdóttir
102 44:44 Guðni Ingólfsson
182 48:02 Sigrún Birna Norðfjörð
248 51:07 Sveinbjörn Valgeir Egilsson
262 51:35 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
Eftirtaldir félagsmenn tóku þátt í þessu stórskemmtilega hlaupi.
28 39:21 Dagur Björn Egonsson
73 43:19 Huld Konráðsdóttir
102 44:44 Guðni Ingólfsson
182 48:02 Sigrún Birna Norðfjörð
248 51:07 Sveinbjörn Valgeir Egilsson
262 51:35 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Hádegisæfing
Firnagóð mæting, Sveinbjörn, Bryndís, Aðalsteinn, Ingunn, Sigurgeir, Fjölnir, Guðni, Dagur. Hlaupið í pörum, mislangt eftir áhuga.
Fimmtudagsæfingin 11. janúar
Upphitun fyrir alla er að skokka niður að Ráðhúsinu við Reykjavíkurtjörn. Þeir sem eru byrjendur geta skokkað og gengið til skiptis.
Æfing lengra komnir
3-5 hringir í kringum Reykjavíkurtjörn (farið stysta mögulega hring, er um 1089 m) eftir aldri og fyrir þjálfun með 2 mín hvíld á milli.
Æfing byrjendur
2-3 hringir í kringum Reykjavíkurtjörn. Hlaupið um hálfan hring og skokkið svo afganginn. 2-3 mín hvíld á milli hringja.
Skokka aftur upp á Hótel Loftleiðir (Byrjendur geta skokkað og gengið til skiptis).
Endilega látið vita hverjir eru að taka þetta í kommentunum hér að neðan og hverngi gekk, hvort þetta sé of erfitt eða of létt.
Gangi ykkur vel.
Æfing lengra komnir
3-5 hringir í kringum Reykjavíkurtjörn (farið stysta mögulega hring, er um 1089 m) eftir aldri og fyrir þjálfun með 2 mín hvíld á milli.
Æfing byrjendur
2-3 hringir í kringum Reykjavíkurtjörn. Hlaupið um hálfan hring og skokkið svo afganginn. 2-3 mín hvíld á milli hringja.
Skokka aftur upp á Hótel Loftleiðir (Byrjendur geta skokkað og gengið til skiptis).
Endilega látið vita hverjir eru að taka þetta í kommentunum hér að neðan og hverngi gekk, hvort þetta sé of erfitt eða of létt.
Gangi ykkur vel.
Úrtökumót fyrir ASCA
Úrtökumótið verður haldið þann 15. febrúar næstkomandi, klukkan 17:30.
Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum.
Allir eru hvattir til að taka þátt í keppninni sem hefur verið afar skemmtileg og spennandi í þau níu skipti sem hún hefur verið haldin. Úrslitin í úrtökumótinu ráða miklu um það hvernig lið okkar verður skipað þann 10. mars en þá verður keppnin haldin í Reykjavík. Alls er um 13 sæti að ræða, 8 karla og 5 konur. Ef einhverjir hafa áhuga á að vera í liðinu en komast alls ekki í úrtökumótið geta þeir haft samband við formanninn, dagur@icelandair.is, sími 5050-359.
Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum.
Allir eru hvattir til að taka þátt í keppninni sem hefur verið afar skemmtileg og spennandi í þau níu skipti sem hún hefur verið haldin. Úrslitin í úrtökumótinu ráða miklu um það hvernig lið okkar verður skipað þann 10. mars en þá verður keppnin haldin í Reykjavík. Alls er um 13 sæti að ræða, 8 karla og 5 konur. Ef einhverjir hafa áhuga á að vera í liðinu en komast alls ekki í úrtökumótið geta þeir haft samband við formanninn, dagur@icelandair.is, sími 5050-359.
föstudagur, janúar 05, 2007
Hádegisæfing
Guðni, Fjölnir, Sigurgeir og Dagur. Hlupum inní Fossvogsdal, 4k út og sama leið tilbaka. Á leiðinni, við brúnna yfir Kringlumýrarbrautina, bættist við fyrrverandi félagi í klúbbnum, Valdi sem nú starfar hjá JetEx. Valdi fór með okkur í ASCA til Róm (minnir mig). Valdi fór fullt maraþon í RM 2005 á 4:11:42.
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Halldór Harðarson stefnir á 1/2 maraþon RM 2007
"Er búinn að fá mér kort í Laugar og þarf að gera mér (raunhæft) prógramm til að byrja frá byrjun - byrja á að skafa nokkur (reyndar ansi mörg) kg af til að hnén eyðileggist ekki...
- ég mun ekki bregðast"
- ég mun ekki bregðast"
Hádegisæfingar
Góð mæting í gær, Sigurgeir, Sveinbjörn, Bryndís og Dagur. Lagt af stað í rólegu tempói. Við Þjóðminjasafnið skildu leiðir og menn fóru ýmist Suðurgötuna, Hofsvallagötuna eða Kapplaskjólið.
Brekkusprettir í dag, Sveinbjörn, Guðni, Dagur. 6xstígurinn í skóginum (300m) á 65-80sec., rólega niður, síðasti hraðastur eins og vera ber.
Brekkusprettir í dag, Sveinbjörn, Guðni, Dagur. 6xstígurinn í skóginum (300m) á 65-80sec., rólega niður, síðasti hraðastur eins og vera ber.
Æfing fimmtudaginn 4 janúar
Sæl öll
Ég hef tekið að mér að vera með æfingar á blogginu fram að Flugleiðahlaupi. Ég biðst afsökunar á því hvað fyrsta æfingin kemur seint en ég "gleymdi" tímamismuninum. Auk þess tók mig aðeins tíma að fatta hvernig á að setja blogg inn á síðuna.
Ég kem til með að vera með tvær æfingar til að byrja með, eina fyrir byrjendur og aðra fyrir hina. Gaman væri að fá að vita í kommentunum hversu margir úr hvorum hópi mæta á æfingarnar og Ef engir byrjendur mæta þá mun ég fljótlega hætta að setja inn æfingar fyrir þá.
Byrjum frekar rólega eftir hátíðirnar
Byrjendur:
10 mín skokk/hlaup í upphitun
4x1 mín hraðar en 10 mín upphitunin með 1 mín labbi á milli
5-10 mín niðurskokk
Hinir:
20 mín skokk í upphitun
4-5x1 mín hratt með 1 mín skokk á milli. Eftir 4-5 spretti er skokkað í 3 mínútur og svo tekið annað sett af 4-5x1 mín hratt 1 mín á skokk á milli. Menn geta valið á milli þess að fara 4 mín eðað 5 mín (eða 4 mín öðru settinu og 5 mín í hinu) eftir aldri og fyrri störfum.
15 mín niðurskokk
Gangi ykkur vel
Bjössi
Ég hef tekið að mér að vera með æfingar á blogginu fram að Flugleiðahlaupi. Ég biðst afsökunar á því hvað fyrsta æfingin kemur seint en ég "gleymdi" tímamismuninum. Auk þess tók mig aðeins tíma að fatta hvernig á að setja blogg inn á síðuna.
Ég kem til með að vera með tvær æfingar til að byrja með, eina fyrir byrjendur og aðra fyrir hina. Gaman væri að fá að vita í kommentunum hversu margir úr hvorum hópi mæta á æfingarnar og Ef engir byrjendur mæta þá mun ég fljótlega hætta að setja inn æfingar fyrir þá.
Byrjum frekar rólega eftir hátíðirnar
Byrjendur:
10 mín skokk/hlaup í upphitun
4x1 mín hraðar en 10 mín upphitunin með 1 mín labbi á milli
5-10 mín niðurskokk
Hinir:
20 mín skokk í upphitun
4-5x1 mín hratt með 1 mín skokk á milli. Eftir 4-5 spretti er skokkað í 3 mínútur og svo tekið annað sett af 4-5x1 mín hratt 1 mín á skokk á milli. Menn geta valið á milli þess að fara 4 mín eðað 5 mín (eða 4 mín öðru settinu og 5 mín í hinu) eftir aldri og fyrri störfum.
15 mín niðurskokk
Gangi ykkur vel
Bjössi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)