Lagt var af stað frá "höfuð"stöðvum Iclelandair Hotels í Ameríku, nánar tiltekið Charles River. Í dag var það ekki snjórinn sem var að trufla, heldur voru það pollarnir. Eftir að hafa reynt að hlaupa upp í kant og tekið nokkur misheppnuð splittstökk ákveð ég bara að strauja yfir pollana og hafa svolítið gaman að þessu. Minnti mig svolítið á Laugaveginn síðasta sumar ;)
Pollarnir hresstu mig all svakalega og sannfærðu mig um að hlaupaleysi síðustu viku væri af hinu góða enda þarf RRR að halda vel á spöðum næstu vikurnar þar sem hún "óvart" skráði sig í maraþon þann 1.maí nk.
Samtals voru þetta 10,1K og 2L af vatni (sem sátu eftir í hlaupaskónum!)
Hlaupakveðja
RRR
2 ummæli:
Gaman að heyra frá þér...er að missa mig í hot yoga, en það er svosem ekkert nýtt.
Knús,
SBN
Bíddu aðeins, les ég rétt maraþon 1. maí!
Hvaða hlaup er þetta?
Skrifa ummæli