mánudagur, október 24, 2011

Hádegisæfing 24. okt

Mættir: Sveinbjörn, Jón Örn, Óli, Sigurgeir, Þórdís, Huld, Anna Dís, Erla, Bryndís og Margrét (nýliði).

Flestir fóru Suðurgötu og restin fór Hofs og nokkrir bættu perranum við.

Það er gaman að sjá að nýja stjórnin er strax farin að safna nýliðum í klúbbinn. Í dag mætti Margrét á sína fyrstu æfingu hjá okkur. Hún á að baki glæsilegan feril með Keflavík og landsliðinu í körfu, hérna er myndband af henni að sýna nokkra takta.

http://www.leikbrot.is/2011/01/16/paraskotkeppni-kki-margret-og-falur/

Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, október 18, 2011

Hádegisæfing 18. október

Mættir: Síams, Erla, Dagur, Sveinbjörn, Ársæll, Sigurgeir og Þórdís sem var mjög seint á ferð.

Farið var róleg Hofs í brakandi blíðu.

Kv. Sigurgeir

Vantar þig ástæðu til að fara ekki út að hlaupa?

Nokkrar góðar...

mánudagur, október 17, 2011

Hádegisæfing 17. október




Mætt: Erla, Þórdís, Dagur og Ívar.


Bland í poka í dag. Erla og Þórdís fóru Hofsvallagötu (með lengingu fyrir Valsheimili), Dagur Kaplaskjól og Ívar Suðurgötu.

Eins og þeir sem sóttu aðalfund félagsins sl. laugardagskvöld, þá hlutu tillögur þáverandi formanns til lagabreytinga fremur dræmar undirtektir fundarmanna og sá hann sig á endanum knúin til að segja embætti sínu lausu (enda útséð með að hann næði endurkjöri). Á sama tíma lýsti hann því yfir að hann myndi áfram vinna óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins og hefur m.a. tekið að sér starf skúrara í Spa-inu okkar, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Látið ykkur því ekki bregða ef þið sjáið vaskann skúrara á vappi í klefunum næstu mánuðina.


Samtals 7-10 k.

Ívar.

laugardagur, október 15, 2011

NÝ stjórn

Ágætu félagar.

Á aðalfundi í gær var kjörin ný stjórn. Úr stjórn ganga: Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Ársæll og Sigrún. Í stjórn sitja: Ívar, Jón Örn og Oddgeir ásamt Ásæli sem kjörinn var skoðunarmaður reikinga. Fráfarandi stjórn óskar nýrri stjórn velfarnaðar í starfi hlaupaklúbbsinns.

Kveðja,
f.h. fráfarandi stjórnar-SBN

föstudagur, október 14, 2011

Fyrirársháðtíðarhlaup

Mættir: Dagur, Ársæll, Sigurgeir, Fjölnir, Bryndís, Oddgeir, Þórdís, Anna Dís og Sigrún.

Fórum rólega Suðurgötu en Cargokings með Degi og Oddgeiri fóru Lynghagalengingu og komu svo í bakið á okkur við Hjallastefnuleikskólann. Fínt veður en kannski aðeins of mikið rok.
Góð stemning fyrir kvöldið. Munið-krafist verður algerrar snyrti- og prúðmennsku í kvöld.
Alls milli 7 og 8K
Kveðja,
aðalritari

miðvikudagur, október 12, 2011

09.10.'11 Chicago Marathon














Til þess að standast samanburðarrannsókn hef ég ákveðið að birta söguna og hér er hún, óritskoðuð:


Við stöllur Huld og Sigrún hlupum semsé maraþon í Chicago þann 9. október, á afmælisdegi Sigurgeirs Más. Hvorug okkar man hversvegna við ákváðum að gera þetta og hvorug okkar kannast við að hafa stungið upp á verkefninu. Samt gerðum við þetta sjálfviljugar, næstum.


Við æfðum í tæpa 4 mánuði.


Við stunduðum heitjóga og bekkpressur, framan af.


Við borðuðum hafragraut með Chia fræjum og bláberjum, flesta morgna.


Við drukkum rauðrófusafa og borðuðum banana.


Við notuðum Magnesíumduft, skv. ráðleggingum fagmanns.


Við létum eins og fífl og hlógum, mest að okkur og smávegis að öðrum.


Við blótuðum margoft, hroðalega.


Við hlupum 60-80 km á viku, stundum minna, stundum meira.


Við villtumst í löngu hlaupunum og keyptum skartgripi í leiðinni.


Við sniðgengum samhlaupara okkar, nema á ruslæfingum (djók).


Við heimsóttum 3R til BOS og fórum í samhlaup um Charles River.


Við kviðum verkefninu ekki mjög.


Við létum Oddgeir fljúga með okkur til BOS á leið okkar til CHI og sváfum báðar hjá honum við töluverða undrun annarra, ekki okkar.


Við nutum aðdáunar eldri manns í BOS sem sagði:"Hey you, awesome people, please take me home and feed me." Þetta var ekki flækingur.


Við gistum á fínu hóteli í CHI á Magnificent Mile og borðuðum brauð, pasta og karbólóduðum eins og andskotinn sjálfur, með tilheyrandi útlitsbreytingum.


Við mættum í keppnishólfin okkar kl. 07:18 en hólfin lokuðu kl. 07:20 (startað 07:30).


Við áttum von á hita en ekki 30°C á keppnisdag.


Við áttum von á fótakrömpum en ekki svona miklum.


Við rifum í okkur gel á leiðinni, eins og fíklar.


Við létum sprauta á okkur vatni.


Við kláruðum hlaupið með stæl, þó ekki American.


Við fundum hvora aðra eftir hlaup, við töluverðan fögnuð á vettvangi glæps.


Við lágum í grasinu eftir hlaup og hlógum að hinum sem skjögruðu og drukkum frían bjór.


Við veltum fyrir okkur hvort við myndum brenna í sólinni þrátt fyrir sólarvörn 30.


Við gengum aftur heim á hótel (eins og í N.Y.), 4 mílur.


Við hittum Marilyn Monroe sem leyfði okkur að hanga í pilsfaldi sínum.


Við fengum okkur Starbucks kaffi og gátum vart staðið upp eftir það.


Við fáruðumst yfir því að engin umfjöllun væri um hlaupið í sjónvarpinu en önnur okkar fattaði ekki að það væri slökkt á sjónvarpinu.


Við fréttum að 35 ára slökkviliðsmaður hefði látist í brautinni.


Við drukkum ískaldan Samuel Adams, Octoberfest, á hótelherberginu.


Við fórum í sturtu og fögnuðum svo á kampavínsbar þar sem við fengum vonda þjónustu en gott prosecco.


Við borðuðum á góðum sushistað og kneyfuðum Sapporo og blönduðum geði við infædda sem þekktu Bjork og voru wannabees.


Við fórum snemma heim að sofa.


Við komumst ekki með áætlaðri vél Jet Blue frá CHI til BOS og biðum þeirrar næstu með örlítinn kvíðboga í brjósti.


Við fengum far með næstu vél en útilokuðum að ná FI-631, BOS-KEF.


Við fengum forgang sem alþjóðlegir maraþonhlauparar þegar við hlupum frá borði og hlupum alla leið frá terminal C til E á nýju heimsmeti.


Við lentum 20:50 í BOS og vorum komnar inn í Icelandair vélina kl. 21:10, kófsveittar í dry-fit maraþonjökkunum okkar.


Við sáum og reyndum að terminalahlaup er e.t.v. vanmetin keppnisgrein.


Við flugum heim og komum glaðar í faðm ástvina sem vart héldu vatni af einskærri hrifningu.


Við birtum ykkur myndirnar og hvetjum ykkur til að reyna þetta líka með einhverjum sem ykkur þykir skemmtilegur og jafnvel vænt um. Best væri samt ef þeim hinum sama þætti vænt um ykkur líka.


F.h. Síamssystra (SBN)

Hádegisæfing 12. október

Mættir : Dagur, Ívar, Ársæll, Arndís

Ársæll tókst á við rokið og rigninguna á Suðurgötuhringnum á meðan restin hörfaði inní skóginn. 7k steinláu á frískum degi.

mánudagur, október 10, 2011

Hádegisæfing 10. okt

Mættir: Ársæll, Jón Örn, Dagur, Ívar, Anna Dís, Sveinbjörn, Bjútí, Óli og Sigurgeir.

Það var bland í poka við allra hæfi í dag. Menn og konur fóru Suður-, Hofs-, Kapla eða Meistaravelli.

Kveðja,
Sigurgeir

sunnudagur, október 09, 2011

Chicago Maraþon 2012

Síams eru komnar í mark

Huld á 3:27:26 og Sigrún á 3:47:11

Glæsilegir tímar.

föstudagur, október 07, 2011

Hádegisæfing 7. október

Mættir: Jón Örn, Dagur, Fjölnir, Bjúti, Ársæll og Sigurgeir.

Jón Örn fór sér, hann er að skipurleggja endurkomu í úrvalsdeildina. Bláa Fylkingin og Fjölnir fór í Miðbæinn eins og lög gera ráð fyrir á föstudögum. Nokkrir bættu við einum Jónasi svona til að brjóta upp föstudaginn.

Eins og svo oft áður hittum við nokkra róna á leið okkar um miðbæinn og hófst þá mikil umræða um hvað er róni. Er það maður sem hefur misst stjórn á drykkju sinni og misst allt eða er það maður sem hefur gaman af útivist.

Hérna er smá útskýring yfir hvaðan orðið róni kemur: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3777

Að lokum er svo kannski við hæfi að hlusta á eitt lag um drykkfelldann mann sem kannski var róni, hver veit...
http://www.youtube.com/watch?v=R_t-Xci82ds

Góða helgi og farið varlega í drykkjunni um helgina :o)

Kv. Sigurgeir

fimmtudagur, október 06, 2011

Hádegisæfing - 6. október

Mættir : Dagur, Oddgeir, Guðni, Þórdís og Hekla

Rólegur túr í bæinn með lengingum. Farið að kólna og tímabært að taka fram vettlinga og húfu.

Síams halda til Chicago í dag og munu hlaupa maraþonið þar á sunnudag. Við fylgjumst með af eftirvæntingu. Undirbúningur þeirra systra hefur verið mjög markviss og má búast við góðum árangri.

Kveðja,
Dagur


miðvikudagur, október 05, 2011

Icelandair Cargo auglýsingaherferðin

Ekkert er Cargobræðrum óviðkomandi. Þessar elskur sáu sig knúna til að flikka upp á annars rytjulegan klæðnað Síamssystra fyrir Chicago hlaupið sem yfirvofandi er og leggja þeim til þessa sláandi fínu hlaupaboli. Ekki er að sökum að spyrja með útlitið fyrir hlaupið, það getur ekki orðið annað en gott. Brosbolir sáu svo um að silfurmerkja herlegheitin við mikinn fögnuð viðstaddra. Hafi þeir bræður þökk fyrir svo óeigingjarnt og þakklátt útspil til handa Síamssystrum.


Bestu kveðjur,

SBN og HUK

þriðjudagur, október 04, 2011

Hádegi 4. okt 2011


Í hádeginu í dag varð sögulegur samruni þegar meðlimir Frjálsa Skokkklúbbsins voru mættir til að hlaupa 12:08 á sama tíma og Dagur og Erla. Í stuttu máli þá yfirtók sá Frjálsi æfinguna og fulltrúar gamla Skokkklúbbsins létu sér það gott heita. Hlaupið var inn að Skógrækt, upp hjá Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, í Öskjuhlíðinni og heim. Á leiðinni tókst formanninum þó að véla skokkara hins Frjálsa inn í gamla klúbbinn og teljast þær Hekla og Gunnur (sjá mynd, sem reyndar var ekki tekin á æfingunni) nú fullgildir félagar.

Jón Örn var sér.

Guðni frjálsi

mánudagur, október 03, 2011

Þriggjamannanefndin á séræfingu í BOS 02.10.'11



Á sunnudagsmorgun hittust þessir meðlimir skokkklúbbsins og tóku þátt í samhlaupi með bökkum Charles River og MIT svæðisins í BOS, sem er heimavöllur 3R, í blíðskaparveðri. Mjög kært er með þessum einstaklingum og láta þær einskis tækifæris ófreistað í að brenna sínum sjálfupphlaðandi hitaeiningum víðsvegar að um heiminn. Raki og síðbúið sumarveður umlék þátttakendur sem nutu leiðsagnar 3R sem sýndi S1 og 2 sínar heimaslóðir, háskólasvæðið, íþróttaaðstöðuna og sitt nánasta nærumhverfi. Góður rómur var gerður að uppákomu þessari og kátína réð för. 3 stjörnur af 3 mögulegum!
Alls 17K
Kveðja,
aðalritari