Ársæll flugvallarhringinn rangsælis. Guðni og Oddgeir Hofsvallagöru réttsælis. Hittust á leiðinni við mikinn fögnuð.
GI
föstudagur, júlí 26, 2013
fimmtudagur, júlí 25, 2013
Fimmtudagur 25. júlí - Le Octopus
Oddur nýliði var sá eini sem sá sér fært að mæta í dag. Hann hafði heyrt hjá reyndari hlaupurum skokkklúbbsins að æfingin Kolbrabbinn væri eitthvað sem væri vel þess virði að leggja á sig. Oddur ákvað því að slá til í góða veðrinu.
Alls 8,5 km í hlíðum Öskjuhlíðar.
Alls 8,5 km í hlíðum Öskjuhlíðar.
miðvikudagur, júlí 24, 2013
Hádegishlaup 24. júlí 2013
Mættir: Fjölnir, Guðni og Gunnur
Hlaupaleið: Skógrækt.
Veður: Eins og það verður best sumarið 2013
GI
P.s. Oddur nýliði lét líka sjá sig en fór sjer.
Hlaupaleið: Skógrækt.
Veður: Eins og það verður best sumarið 2013
GI
P.s. Oddur nýliði lét líka sjá sig en fór sjer.
þriðjudagur, júlí 23, 2013
Hádegishlaup 23. júlí 2013
Í mjög góðu veðri:
Ársæll og Guðni - Hofsvallagata
Jói flugstjóri og frú - flugvallarhringur
Bryndís og Laufey- sér en þó ekki saman.
GI
Ársæll og Guðni - Hofsvallagata
Jói flugstjóri og frú - flugvallarhringur
Bryndís og Laufey- sér en þó ekki saman.
GI
fimmtudagur, júlí 18, 2013
Hádegishlaup 18. júlí 2013
Mættir: Guðni og Þorsteinn Egilsson. Hittust ekki fyrr en í klefanum eftir hlaup. Guðni hljóp 6 inn í Skógrækt og upp í gegnum kirkjugarðinn. Þorsteinn á séræfingu.
GI
GI
fimmtudagur, júlí 11, 2013
Hádegisæfing 11. júlí
Mættir: Dagur, Huld og Sigurgeir
Við byrjuðum á léttri upphitun og svo tóku við 5x800m (3:06 - 3:20) sprettir með 2 min á milli. Enduðum svo á þægilegu niðurskokki með bros á vör eftir frábæra æfingu.
Kveðja,
Sigurgeir
Við byrjuðum á léttri upphitun og svo tóku við 5x800m (3:06 - 3:20) sprettir með 2 min á milli. Enduðum svo á þægilegu niðurskokki með bros á vör eftir frábæra æfingu.
Kveðja,
Sigurgeir
miðvikudagur, júlí 10, 2013
KópaCabana
Mættir: Dagur, Óli og Sigurgeir
Þrátt fyrir að veðrið leiki ekki við okkur þessa dagana var ákveðið að hlaupa meðfram ströndinni í Kópavogi aka KópaCabana.
Á morgun verður alvöru æfing, tempó eða sprettir! Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á átökum þá geta þeir haft samband við Fjölnir og skokkað með honum á ca. 7 min pace.
Það er við hæfi að enda þetta blogg á laginu KópaCabana með Kópavogsbúanum Blazroca!
http://www.youtube.com/watch?v=JjujD3g6qyU
Kveðja,
Sigurgeir
Þrátt fyrir að veðrið leiki ekki við okkur þessa dagana var ákveðið að hlaupa meðfram ströndinni í Kópavogi aka KópaCabana.
Á morgun verður alvöru æfing, tempó eða sprettir! Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á átökum þá geta þeir haft samband við Fjölnir og skokkað með honum á ca. 7 min pace.
Það er við hæfi að enda þetta blogg á laginu KópaCabana með Kópavogsbúanum Blazroca!
http://www.youtube.com/watch?v=JjujD3g6qyU
Kveðja,
Sigurgeir
mánudagur, júlí 08, 2013
Hlaupið sem engin vissi...
Mættir: Dagur, Óli, Huld og Sigurgeir
Stefnan var tekin á Hofs en þegar það kom að því að beygja inn Hofs kom Dagur með smá twist og sagði okkur bara að elta sig. Allir reiknuðu með Kapla eða Meistaravelli en þá kom hann með annað twist og beygði til hægri inn Framnesveg. Svona var hlaupið, Dagur einn vissi hvert við vorum að fara. Læt fylgja kort af leiðinni fyrir áhugasama
Total 10,67 km.
Kveðja,
Sigurgeir
Stefnan var tekin á Hofs en þegar það kom að því að beygja inn Hofs kom Dagur með smá twist og sagði okkur bara að elta sig. Allir reiknuðu með Kapla eða Meistaravelli en þá kom hann með annað twist og beygði til hægri inn Framnesveg. Svona var hlaupið, Dagur einn vissi hvert við vorum að fara. Læt fylgja kort af leiðinni fyrir áhugasama
Total 10,67 km.
Kveðja,
Sigurgeir
fimmtudagur, júlí 04, 2013
Fimmtudagur 4. júlí - Sex plús ein(n)
Það voru sex karlmenn og ein kona sem mættu í dag.
Dagur, Sigurgeir, Úl-inn, Jón 2G og Oddur lögðu glaðir og sjálfsmeðvitaðir af stað rangsælis flugvöllinn. Reyndar mölduðu Kópavogsbúarnir eitthvað í móinn í upphafi hlaups þegar talað var um að taka aðeins á því í dag. Slíkt rjátlaði þó fljótt af þeim, enda sjaldan hlustað á menn með slíka tilburði. Á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu skildu leiðir eins og svo oft áður. Úl-inn og 2G beygðu inn á Hofsvallagötu en Dagur, Sigurgeir og Oddur héldu áfram Hringbrautina og beygðu svo inn á Kaplaskjólsveginn. Dagsskipun Dags til Sigurgeirs og Odds var að taka svokallaða fartleggi. Fartleggirnir urðu þónokkrir. Á einum af seinustu fartleggjunum stundi Sigurgeir: "Er ég sá eini hérna sem anda...það heyrist ekkert í ykkur!!". Drengirnir söfnuðustu svo saman við Kafara og hlupu áfram glaðir og sjálfsmeðvitaðir til höfuðstöðva.
Anna Dís og Ársæll höfðu lagt fyrr af stað og sögðust ætla sex. Síðar kom svo í ljós að þau höfðu í reynd farið um Hofsvallagötu þannig að sex varð að allt annari tölu.
Dagur, Sigurgeir, Úl-inn, Jón 2G og Oddur lögðu glaðir og sjálfsmeðvitaðir af stað rangsælis flugvöllinn. Reyndar mölduðu Kópavogsbúarnir eitthvað í móinn í upphafi hlaups þegar talað var um að taka aðeins á því í dag. Slíkt rjátlaði þó fljótt af þeim, enda sjaldan hlustað á menn með slíka tilburði. Á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu skildu leiðir eins og svo oft áður. Úl-inn og 2G beygðu inn á Hofsvallagötu en Dagur, Sigurgeir og Oddur héldu áfram Hringbrautina og beygðu svo inn á Kaplaskjólsveginn. Dagsskipun Dags til Sigurgeirs og Odds var að taka svokallaða fartleggi. Fartleggirnir urðu þónokkrir. Á einum af seinustu fartleggjunum stundi Sigurgeir: "Er ég sá eini hérna sem anda...það heyrist ekkert í ykkur!!". Drengirnir söfnuðustu svo saman við Kafara og hlupu áfram glaðir og sjálfsmeðvitaðir til höfuðstöðva.
Anna Dís og Ársæll höfðu lagt fyrr af stað og sögðust ætla sex. Síðar kom svo í ljós að þau höfðu í reynd farið um Hofsvallagötu þannig að sex varð að allt annari tölu.
þriðjudagur, júlí 02, 2013
Þriðjudagur 2. júlí - Cargo-bræður leysa Cargo Kings af hólmi
Mætt í dag voru Cargo-bræðurnir þeir Sigurgeir og Bertel (Wheelie hvergi sjáanlegur frekar en fyrri daginn), Dagur, Síams og Oddur nýliði.
Rangsælis hringur um flugvöllinn. Farið um Suðurgötu í þetta sinn. Sigurgeir, Dagur og Oddur lengdu í og tóku Perrann. Markmið þeirra var síðan að ná Bertel og Síams við dælustöð. En viti menn. Síamssystur gerðu sér lítið fyrir, juku skyndilega ferðina, skildu Bertel eftir í reyk, og rústuðu markmiði drengjanna. Þeir þurftu því að endurskoða markmið sitt og var ákveðið að ná þeim eigi síðar en við Kafara. Tókst það tókst en þeir máttu hafa all verulega fyrir því.
Vegalengdir í dag frá ca. 7,5 til 8,0 km.
Rangsælis hringur um flugvöllinn. Farið um Suðurgötu í þetta sinn. Sigurgeir, Dagur og Oddur lengdu í og tóku Perrann. Markmið þeirra var síðan að ná Bertel og Síams við dælustöð. En viti menn. Síamssystur gerðu sér lítið fyrir, juku skyndilega ferðina, skildu Bertel eftir í reyk, og rústuðu markmiði drengjanna. Þeir þurftu því að endurskoða markmið sitt og var ákveðið að ná þeim eigi síðar en við Kafara. Tókst það tókst en þeir máttu hafa all verulega fyrir því.
Vegalengdir í dag frá ca. 7,5 til 8,0 km.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)