fimmtudagur, júlí 31, 2008
Fréttir úr hlaupaheiminum eða þannig!
miðvikudagur, júlí 30, 2008
Hádegi 30. júlí 08
Ársæll fór hringinn í kringum völlinn en hinir fóru fram og til baka sunnan við flugbrautina þar sem útsýnið þótti betra þar enda 20 stiga hiti og fullt af fólki bæði á stígunum og í Nauthólsvík.
Guðni
þriðjudagur, júlí 29, 2008
Hádegisæfing 29. júlí 2008
Hann fór reyndar ekki með okkur Guðna Hofsvallagötuna (rétta í þetta skiptið), en tjáði okkur að mikill hugur væri í sér og hann fór stuttan flugvallarhring (Icelandair hlaupið).
Guðni var svo tjúnnaður eftir skróp gærdagsins að hann stakk upp á löngum spretti.......þ.e. að segja að hlaupa Hofsvalla-helvítið í spretti, eða svo gott sem. Hitastig dagsins minnti um margt á fræga Parísaferð undirritaðs þar sem aldraðar konur "snýttu" Bjútíinu í stigahlaupum. Þegar á ca. miðja Hofsvallagötuna var komið tjáði ég Guðna að ef hann ætlaði hraðar þá skyldi hann bara gera það því Bjútíið var gjörsamlega á innsoginu....(not so bjútí). Guðni hvarf við þau orð bara í reyk og hljóp uppi 3 hunda sem voru að reyna með sér á Ægissíðunni. Þegar undirritaður kom í lognmolluna og hitann á Ægissíðunni var ekki hjá því komist að rífa sig úr að ofan ef forðast ætti yfirlið. Fregnir herma hinsvegar að húsmæður í vesturbænum hafi fallið í yfirlið við uppátækið.
Tími undirritaðs var ekki upp á marga fiska enda farið all svaðalega geyst af stað með Guðna svoleiðis tjúnnaðann að sérútbúinn torfærubíll hefði dauðskammast sín.
Tími frá Loftleiðum að Þjóðminjasafni var svo lár að ákveðið hefur verið að birta það ekki af virðingu við aðra skokkklúbbsfélaga.
Í guðs friði.
Bjútíið
mánudagur, júlí 28, 2008
Hádegisæfing 28. júlí
Þetta var 5 æfingin af síðustu 8 sem ég er EINN!
Annað hvort er ég svona leiðinlegur að æfingatíma hefur verið breytt og gleymst að láta mig vita, eða þá að allir eru í fríi. Ég kýs að trúa hinu seinna þar til annað kemur í ljós.
Anyway, þar sem "Bjútí" nafni hefur verið klínt á mig þá hljóp ég náttúrulega "öfuga" Hofsvallagötu (fyrst út í Nauthól og heim framhjá Valsheimilinu). Þetta skeiðaði ég í helv....rokinu á 41:28, eða 4:49 í tempó. Var bara ánægður með það eftir ólifnað helgarinnar.
Ég hafði nógann tíma til að hugsa á leiðinni því að ég hafði engann til að TALA VIÐ.
Þá kom þetta.
Einn ég skeiðaði einmana og sár,
með örsmáa áverk' á hjarta.
Í mótvindi einstaka myndaðis tár,
ég magnvana verð bar' að kvarta.
Sign.
"Bjútíið"
föstudagur, júlí 25, 2008
Hádegi 24. júlí 08
Skiptist í 3 áttir. Ársæll skoðaði skemmtiferðaskipið við höfnina og lífið í miðbænum, Thelma Nauthólsvíkina og nágrenni og Bryndís og Guðni fóru aðeins stærri miðbæjarhring með viðkomu á Lindargötu, Veghúsastíg, Arnarhóli og Fjólugötu, m.m.
GI
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Hádegi 23. júlí 08
Guðni
þriðjudagur, júlí 22, 2008
Hádegisæfing 22. júlí
Kv. Sigrún
P.S. Guðni er ekkert rosalega úr sér genginn eftir Ameríkudvölina, mesta furða bara!
mánudagur, júlí 14, 2008
Reykjavíkurmaraþon
Hlauptu fyrir Vildarbörn - Run for Special Children
Icelandair er samstarfsaðili og einn af megin styrktaraðilum Reykjavíkur Maraþonsins sem í ár er haldið í 25 skipti laugardaginn 23. ágúst.
Við viljum hvetja alla starfsmenn til þess að taka þátt í hlaupinu og styrkja í leiðinni gott málefni. Icelandair Group hefur ákveðið að heita á alla þá starfsmenn sem taka þátt í hlaupinu með því að leggja fé til Vildarbarna. Vildarbörn er sjóður sem hefur það að markmiði að gefa langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður hér á Íslandi og í nágrannalöndum tækifæri til ferðalaga. Allar frekari upplýsingar um Vildarbörn eru á vef Vildarbarna.
Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt og langar að láta gott af þér leiða með skemmtilegri hreyfingu í góðum félagsskap þá skráir þú þig í hlaupið hér á Work. Icelandair Group mun svo gefa 1.000 punkta á hvern kílómetra sem þú hleypur, svo framarlega sem þér tekst að ná settu markmiði.
Hægt er að velja um fjórar mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni: 3 km skemmtiskokk, 10 km, 21 km hálft maraþon og 42 km maraþon. Icelandair býður starfsmönnum í hlaupið og þarft þú ekki annað en að skrá þig hér.
Allar frekari upplýsingar um hlaupið er að finna á vefsíðu hlaupsins.
Smelltu hér til að skrá þig í hlaupið.
Smelltu hér til að sjá hverjir hafa skráð sig.
Hádegisæfing 14. júlí
Alls 8,6K
Kv. Sigrún
Ath. Oddgeir var langt á undan okkur (hann fór líka styttri leiðina)
sunnudagur, júlí 13, 2008
Laugavegurinn
67 6:28:52 Huld Konráðsdóttir 1963 IS105 HISTH
20 5:37:36 Höskuldur Ólafsson 1965 IS110
159 7:22:05 Úlfar Hinriksson 1949 IS111
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, júlí 09, 2008
Hádegisæfing 9. júlí
Í dag var boðið upp á leikinn "kötturinn og músin". Dagur og Oddgeir fór Hofsvallagötu og Björgvin fór Suðurgötuna og eins allir vita þá er þetta keppni að kafaraskúrnum. Undirritaður mætti of seint og ákv. því að fara á móti þeim og snéri við þegar ég mætti Oddgeiri. Þeir sem hraðast fóru náðu niður á 3:38 tempó og total var þetta ca. 4 km á tempó. Þegar búið var að elta uppi bráðina var ákv. að láta nú loks verða að því að fara í sjósund eins og er búið að vera tala um hérna á síðunni. Þannig að fjórir gullfallegir karlmenn klæddu sig úr (hér er í lagi að láta hugann reika og velta fyrir sér...voru þeir naktir???) og skelltu sér til sunds í sjónum sem var +12,6 gráður. Í dag var árlega grillið fyrir starfsfólk á planinu við HLL og þurftu því sumir að labba í gegnum freistingarnar og passa sig að falla ekki. Dagur var að sjálfsögðu tilbúinn með svar ef hann yrði spurður af hverju hann ætlar að fara hlaupa í staðin fyrir að koma í grillið:
"Líkami minn er musteri og það vil ég ekki saurga með holdi dauðra dýra ... nýlagaðri sveppasósu, ljúffengu salati og brakandi bakaðri kartöflu með bræddu kryddsmjöri."
Niðurstaðan: skemmtileg æfing sem verður endurtekin fljótlega.
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, júlí 08, 2008
Hádegisæfing 8. júlí
Dagur, Bjöggi, Oddgeir og Sigrún.
Frábært veður og viðraði vel til loftárása. Fórum frá hóteli á þéttu tempói út á Eiðistorg og þar var skipt upp í diskó og metal. Diskógengið fór erfiðari leiðina (brekkuhringinn) en metallinn fór upp hinum megin, með 30 sek í forgjöf. Þessi hringur er ca. 1,8K og áttum við að sameinast aftur á upphafspunktinn, þið þekkið þetta. Mætti Degi og Oddgeiri í brekkunni, þeir á uppleið en ég niður. Bjöggi kom skömmu síðar. Spændi síðan flata kaflann eins og pumpan leyfði og horfði á þá diskógæja bíða eftir mér þar. Bjöggi kom svo skömmu síðar en hann er enn að vinna upp tímamismun frá París. Þær frönsku gengu líka alveg frá honum bæði í mat og drykk og murkuðu síðan lífið úr honum í einum af fjölmörgu tröppum Parísarborgar.
Æfingin í dag tók vel á en var í boði Hjartaverndar.
Alls 10,4K (pungsveittir)
Kv. Sigrún
mánudagur, júlí 07, 2008
Hádegisæfing 7. júlí
Karlpeningurinn á þessari æfingu þarf að bæta sig þegar kemur að mannasiðum! Við fórum af stað án þess að velta fyrir okkur hvort stúlkurnar vildu koma með okkur eða ekki. Fórum Suðurgötuna á fínu tempói. Við ræddum það hvort það truflar Dag að eiga ekki besta tíma ársins í 10 km hlaupi í FISKOKK.
Ágústa og Brynja fórum 5 km. Við lofum að skilja þær ekki eftir aftur.
Kv. Sigurgeir
föstudagur, júlí 04, 2008
Hádegisæfing - 4. júlí
Í örvinglan og svekkelsi yfir mætingarleysi svalaði hann sýningarþörfinni með rólegu hlaupi Sæbraut-Miðbær. Með þaninn brjóstkassann og bíspertur eins og graðhestur á hestamannamóti sást glitta í tár á hvarmi bak við sólgleraugun þar sem hann læddist aleinn á hægu tölti yfir Austurvöll í átt að Ráðhúsinu. Einmannleikinn heltist yfir hann þrátt fyrir mannmergðina og fjarlægar minningar um horfna tíma í glaðværum og hraðskreiðum hópi gerðust áleitnar.
Vonandi mæta fleiri næst.
Góðgerðarhlaup GI í Potomac
Hann er: 19:45 fyrir 5k
official:
58 7/92 468 Gudni Ingolfsson M 41 19:45 19:41 6:20
Flott hjá drengnum!
Kv. Sigrún
Hádegisæfing - 3. júlí
Fórum Skógræktina-Perlan (6,8k) á rólegheita tempói þar til við komum að göngubrúnni þá fór bráðin að ókyrrast og stytti ferðina upp Suðurhlíðina vitandi af rándýrunum fast á hæla sér. Þrátt fyrir slefan úr skoltunum tókst rándýrunum ekki að hremma bráðina og náði hún að griðlandinu vel á undan sprettfetunum enda hér tindilfætt hind á ferðinni.
Á morgun föstudag verður boðið uppá sjósund í góða veðrinu.
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Hádegisæfing - 2. júlí
Tókum Keilugrandann, 10k á 43:58. Óli setur hér persónulegt met í 10k, bæting um heila mínútu frá því fyrr í vetur. Drengurinn er á öskrandi siglingu undir 40mín.
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Guðni gerir góðverk
5K góðgerðarhlaup GI
Kveðja,
Aðalritarinn
Ath. hægt er að heita á hlaupara á síðunni
Hádegisæfing 1. júlí
Í dag alls 7,7 og fín æfing.
Kv. Sigrún
Astazan fyrir venjulega, eitthvað sterkara fyrir Guðna.