mánudagur, apríl 30, 2012

ASCA 2012 í Vín

Það var fríður hópur er hélt á vit ævintýranna í Vínarborg helgina 27. – 29. apríl. Lagt var af stað á föstudagsmorgni og var millilent í Frankfurt. Hópurinn komst svo í tvennu lagi þaðan til Vínar og voru allir komnir á hótelið um kvöldmatarleytið.


Hlaupið var á laugardegi og hófst hlaupið hjá konunum klukkan 0940 (heilum 10 austurrískum mínútum á eftir áætlun) og hjá körlunum 45 mínútum síðar. Hlaupinn var hringur í útjaðri þorpsins Fischamend. Hringurinn var alls 4.75 km að lengd og hlupu konurnar einn slíkan en karlarnir tvo, eða 9.50 km.

Hitabylgju hafði verið spáð í Austurríki þessa helgi og gekk það eftir. Þegar keppninn hófst var hitinn kominn vel yfir 25 gráður. Meðlimir skokkklúbbsins létu það hins vegar ekkert á sig fá og gerðu sér lítið fyrir og unnu allt sem hægt var að vinna. Konurnar lentu í fyrsta sæti í liðakeppninni eftir nokkuð tvísýna baráttu við hinar austurísku Mozart dömur. Karlarnir gerðu síðan nokkuð sem engan hafði órað fyrir og unnu sína liðakeppni.  Það merkilega við þennan hóp er e.t.v. það hversu jafn hann er, fyrir utan afreksfólkið sem er í sérflokki, og líka það að 6 nýliðar voru í liðinu.

Hlaupaleiðin var skemmtileg, malarstígar um repjuakra og einhverjir sáu stökkvandi dádýr. Hvort sem það var alvöru eða ekki, skiptir ekki máli. Ein skemmtileg setning heyrðist eftir hlaup er einn meðlimur kvennaliðsins spurði Arndísi: „Leistu eitthvað við á leiðinni?“ Arndís, sem svaraði svellköld, „Rak ég eitthvað við á leiðinni“?

Um kvöldið að lokinni skoðunarferð um víðan völl var verðlaunaafhending og dansiball og var skemmtuninni gerð góð skil af okkar fólki. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar við sáum úrslitin á prenti og áttuðum okkur á því að „strákarnir okkar“ hefðu einnig sigrað í liðakeppninni. Það var mál keppenda að sjaldan hefðu þeir tekið þátt í jafn skemmtilegu og viðbuðaríku móti og einhverjir töluðu jafnvel um hápunkt ferils. Það eru forréttindi og ekkert minna að hafa verið þátttakandi að þessum viðburði.

Takk fyrir okkur.

Fyrrverandi og núverandi ritari FI.




föstudagur, apríl 27, 2012

Ferðadagurinn 27. apríl
Það var aldeilis föngulegur hópur hlaupara sem sást á göngum Leifsstöðvar í morgunsárið.  Þessi fríði flokkur er á leið til Vínar til að taka þátt í ASCA og til að sækja þá meðlimi sem lengi hefur vantað í klúbbinn. Heyrst hefur að Bikar K. og Bikar M. bíði eftir félögum sínum í Vínarborg.
Góða ferð og gangi ykkur vel að finna okkar týndu félaga. 
Hér er svo eitt gott  hlaupalag til að ná upp stemmingu í hópinn.  Ekki samt taka texta lagsins of alvarlega.

kv.
Formi

fimmtudagur, apríl 26, 2012

Síðdegisæfing 26. apríl

Mættir: Dagur, Guðni og Cargo Kings.

Við fórum skv. EDI-plani: 25 wup/wdn; 3(5t/1e). Leiðin lá út á Nes (Gróttu) eins og venjulega þegar það er tempó, má ekki breyta út af vananum :o)

Það kom til tals að það væri slæmt að mæta ekki á æfingar því þá er talað illa um mann, betra að mæta og þá er ekki verið að baktala þig. En það sem var ekki öllum ljóst sem voru á æfingu er að það er líka talað illa um mann ef þú mætir ekki í búningsklefann :o)

Ég óska öllum ASCA-förum góða ferð og treysti því að þið verðið FISKOKK til sóma og komið heim með bikar!

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, apríl 24, 2012

ASCA -upplýsingar

http://www.la-lsv.de/ASCA/CC2012-EventDetails.pdf

mánudagur, apríl 23, 2012

Hádegisæfing 23. apríl

Mættir: Gurrý og Mjallhvít, sér, Dagur, Sigurgeir, Guðni, Fjölnir, Ívar, Óli.....Ársæll...veit ekki með fleiri? En allavega voru Oddurinn og viðhengið hans á alvöru æfingu en ekki einhverju fitubolluskokki, eins og sumir.... Kveðja, Viðhengið

Vormaraþon FM

Á laugardaginn fór fram vormaraþon FM þar sem boðið var upp á hálft- og heilt maraþon.
Margir okkar félagsmanna þreyttu hlaupið með flottum árangri í frábæru veðri, sól og hægum andvara.  Tímarnir birtast þegar búið er að leiðrétta þá, en einhver bilun varð í tímatökukerfi.
Einn galli var þó á gjöf Njarðar-
Tilkynning frá stjórn FM vegna Vorþonsins 2012


"Brautin í vormaraþoninu var of löng!
Þau slæmu mistök urðu við merkingar á hlaupabrautinni kvöldið fyrir keppnisdaginn að snúningskeilan við Ægissíðuna var sett niður á röngum stað eða á gamla snúningspunktinn. Þetta gerði það að verkum að brautin lengdist um nákvæmlega 111m í hvora átt. Þetta þýðir að 1/2 maraþonið var 222m of langt og maraþonið 444m... of langt. Við hörmum þessi mistök og biðjum alla þátttakendur innilega afsökunar á þessu. Margir voru nálægt því að bæta sig og í sumum tilvikum við það að brjóta niður múra sem vissulega hefðu fallið hefði þetta ekki gerst. Okkur er fullkomlega ljóst að svona lagað má bara ekki gerast. Við voru að vinna við þetta seint um kvöldið eftir vinnu í myrkri sem er engin afsökun en skýrir kannski hvernig okkur yfirsást þetta. Í björtu daginn eftir lá þetta alveg ljóst fyrir. Hér var um mannleg mistök að ræða og ekkert við því að gera úr því sem komið er. Við munum gera ráðstafanir sem tryggja það að þetta komi ekki fyrir aftur. Þær munu felast í því að fjarlægja allar eldri merkingar og merkja nýja snúningspunktinn greinilega."

F.h. stjórnar FM

Pétur Helgason formaður

sunnudagur, apríl 22, 2012

London maraþon

Einn félagsmaður hljóp í dag? http://results-2012.virginlondonmarathon.com/2012/index.php?content=detail&fpid=search&pid=search&id=0000030F5ECC83000003B85E&lang=EN&event=MAS&ageclass= Kv. Sbn

föstudagur, apríl 20, 2012

Freaky Friday

Mættir: Schweppes, Gamle Ole, Day, Glamúr, Johnny, B.B King, Sbn. Fórum örstuttan túr inn í Fox því EDI strákarnir eru að fara í vormaraþonið á morgun. Góða helgi, Sbn

þriðjudagur, apríl 17, 2012

Síðdegisæfing 17. apríl

Mættir: Dagur, Ívar, Óli og Sigurgeir.

Eins og planið segir til um var farin róleg upphitun að Kópavogsvelli þar sem við tókum 8x800m með 400m rólegt á milli, síðan var rólegt niðurskokk heim.

Fjölnir sá sér ekki fært að mæta og æfa á heimavelli Breiðabliks þar sem hann fékk í magann í síðustu viku og ákv. þ.a.l. að æfa einn á heimavelli FH!

Undirritaður sá Ársæl, Erlu, Þórdísi og Jón Örn á hörku tempói í hádeginu.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, apríl 13, 2012

Icelandair hlaupið 2012

Kæru félagar,

Núna styttist í 18. Icelandair hlaupið, það fer fram 3. maí nk. kl. 19:00.
Eins og alltaf þá er ekki hægt að halda svona flott hlaup án þess að fá gott starfsfólk til að vinna við hlaupið á hlaupadag. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í "comments" hér að neðan og þeir félagsmenn sem starfa við hlaupið fá niðurgreiðslu á hlaupafatnaði, sem verið er að semja um. Mikilvægt er að starfsmenn mæti kl. 17:00 á höfuðstöðvar félagsins.
Nánari upplýsingar síðar.

Með von um góð viðbrögð,
Stjórn IAC

Föstudagurinn þrettándi

Mættir:
Sér: Gunnur, Hekla, Gurrý, Pan, Þórdís,Erla og  Bryndís.
Saman í bæjarferð-Huld, Óli, Oddgeir, Ívar, Dagur og Sigrún.
Fórum klassískan miðbæjarrúnt á rólegu nótunum og ræddum um háleit markmið ASCA keppninnar.  Haft var á orði að aldrei myndi hafa verið sent sterkara lið karla á mótið.  Ég sem leikmaður spyr á móti: Hefur einhvern tíman verið sent sterkt karlalið á þetta mót?
Kveðja,
Sigrún, secretarius emeritus

fimmtudagur, apríl 12, 2012

Síðdegisæfing 12. apríl

Mættir: Dagur, Erla, Fjölnir og Sigurgeir.

Erla fór Hofs á meðan restin fór út á Nes/Gróttu í tempó skv. EDI.

Það var leiðinlegt að sjá hversu marga EDI-fara vantaði á æfingu og vonum við að þeir hafi ekki misst sjónar á markmiðunum og komi ferskir á næsta þriðjudag í spretti.

Við fréttum af Óla á hörku tempó í hádeginu.

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, apríl 11, 2012

Hádegisæfing 11. apríl

Mættir: Huld, Gunnur, Pétur, Guðni, Dagur, Þórdís, Sigurgeir, Óli, Ívar og Ársæll.

Það var rólegt í boði skv. EDI og var farið Skógræktarhringurinn. Eitthvað vafðist það fyrir Huld og hennar föruneyti hvernig Skógræktarhringurinn er og fór hún, Þórdís og Pétur einhverja furðulega útgáfu af leiðinni. Ársæll mætti seint en við mættum honum á heimleið.

Á morgun ætla EDI-farar að fara tempó kl. 17:08

Kv. Sigurgeir

Síðdegisæfing 10. apríl

Mættir: Guðni, Dagur, Óli, Ívar, Huld, Fjölnir og Sigurgeir.

Þar sem sprett- og tempóæfingar eru farnar að taka 80-90 min hafa EDI-farar ákveðið að taka þessar æfingar kl. 17:08 á þriðjudögum og fimmtudögum til að geta klárað þær skv. æfingaráætlun. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir að mæta með okkur á þessum tíma og skemmta sér í góðum hóp :o)

Í dag voru 25wup/wdn + 7x800m sprettir í boði. Við fórum frá HRN að Kópavogsvelli þar sem sprettirnir voru teknir á braut. Allir voru ánægðir með að taka þetta á Kópavogsvelli nema Fjölnir sem fékk í magann og átti erfitt á heimavelli Breiðabliks! Vonandi mun hann taka völlinn í sátt og mæta ferskur næsta þriðjudag.

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, apríl 04, 2012

Hádegisæfing 4. apríl

Það var fámennt í dag, aðeins undirritaður og Ársæll.

Fórum rólega Hofs eins og EDI-planið gerir ráð fyrir.

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, apríl 03, 2012

Hádegisæfing 3. apríl

Mættir á 12:08 æfingu : Dagur, Sveinbjörn, Sigurgeir, Fjölnir, Guðni og Gunnur

Dagsskipunin hljóðaði uppá 6x800m með 400m/2mín rólegt á milli.  Æfingin var tekin í Fossvogsdalnum og gekk vonum framar.

Einnig sást til Ársæls, Önnu Dísar og Þórdísar sem fóru fyrr.

Burrito - málsverður sigurvegara


Í framhaldi af umræðu um mataræði á hlaupunum vildi ég benda á hávísindalega grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um ágæti og árangur mexíkóskrar matarlistar á keppnisfólk í öllum íþróttagreinum.

Fyrstur með nýjan fróðleik.

Góðar stundir,
Dagur