Formúlan fyrir hlaupaár er:
Ég hef engann tíma til að fara út í nákvæmar skýringar á því hvernig á að nota formúluna og læt ykkur um að finna út úr því. Allavega er x = bmi stuðullinn á mismunandi æviskeiðum og n = næringarupptaka á helstu byggingarefnum líkamans yfir sama tímabil. Út úr þessu fæst það sem ég kýs að kalla Q-Score sem er sá fjöldi hlaupaára sem viðkomandi á eftir af sinni farsælu ævi.
Það merkilega við þessa formúlu að hún lýsir einnig hlutfallinu milli skreflengdar fullorðins Navi og lengd handleggs frá handarkrika að rótum þumalfingurs. Hvernig á þessu stendur veit enginn...
föstudagur, janúar 29, 2010
Freaky Friday 29. janúar
Mættir á pinnann: Bjöggi bjútí, Ása Jónasarmódel, Huld prototype, Óli 3rd floor, Dagur á sama gólfi kominn frá BOS úr stofufangelsinu, Oddgeir (sem kann ekki umferðarreglurnar)og aðalritari (stundum á topp 10, allavega í smástund) og Jói, sem fór sér, enda nýbúinn að eiga afmæli og að safna fjallstindum. Fórum nokkuð hefðbundinn miðbæjarsýningarrúnt (eftir nokkrar þæfingar)og sól skein í heiði og á fjöll og dali. Heit umræða myndaðist um hlaup(a)ár, þ.e. hversu mikið hver og einn mætti hlaupa á ári ef miðað er við 30-40km "avg." viku hlaupara. Nokkrar hugmyndir komu upp um skilgreiningu hugtaksins og hvað það ætti að heita. Samkvæmt einhverjum gúrú að nafni Galloway er best að hlaupa um 150km á mánuði annars er maður að "taka af sér". Aðalritari, sem ekki fellur inn í þessa idealformúlu þessa dagana vill eindregið hvetja IT menn til að skila fullprófaðri, raunhæfri formúlu til útreiknings á þessu fyrir hinn venjulega félagsmann á gólfinu. Annars verður kenning þessi dauð og ómerk og virt að vettugi.
Góða helgi-
Alls 8K
Sigrún
Setning dagsins er í spurningaformi: "Þarf maður að vera vitlaus ef maður þekkir ekki J.D. Salinger og hefur ekki áhuga á bókum en hefur verið í skóla og þekkir samt Galloway?"
Svarið við þessu fæst í næsta þætti þegar "Nurse Piggy says: You have to be quick, Dr. Bob, the patient is sinking". ("What is he thinking? That is the question?")
Góða helgi-
Alls 8K
Sigrún
Setning dagsins er í spurningaformi: "Þarf maður að vera vitlaus ef maður þekkir ekki J.D. Salinger og hefur ekki áhuga á bókum en hefur verið í skóla og þekkir samt Galloway?"
Svarið við þessu fæst í næsta þætti þegar "Nurse Piggy says: You have to be quick, Dr. Bob, the patient is sinking". ("What is he thinking? That is the question?")
fimmtudagur, janúar 28, 2010
Hádegisæfing 28. janúar
Mættir: Bryndís, Jói og Sigurgeir.
Það voru tvær leiðir í boði í dag, sér og Hofsvallagata. Þegar við komum að póstkassanum var formaðurinn mættur á svæðið til að merkja við hverjir voru mættir. Það sem stendur upp úr í dag er að formaðurinn var á bíl og hefur undirritaður aldrei séð hann á bíl áður!
Kv. Sigurgeir
Það voru tvær leiðir í boði í dag, sér og Hofsvallagata. Þegar við komum að póstkassanum var formaðurinn mættur á svæðið til að merkja við hverjir voru mættir. Það sem stendur upp úr í dag er að formaðurinn var á bíl og hefur undirritaður aldrei séð hann á bíl áður!
Kv. Sigurgeir
miðvikudagur, janúar 27, 2010
Hádegisæfing 27. janúar
Fín mæting í dag í sumarveðri: Jón Örn, Sigurborg og Ólafur fóru sér (um 7-8K) en Bjöggi, Fjölnir, Rúna Rut og aðalritari fóru Hofsvallagötu (8,7K). Yndislegt sumarveður var, milt og hlýtt. Strákarnir okkar eru strákarnir okkar (allavega mínir) en Bakkabræður (eins og þeir voru í gamla daga í þjóðsögunum) voru langtum trúverðugri en þeir sem við þekkjum undir sama nafni í dag. Það er nokkuð ljóst.
Ath. Fréttst hefur að DE stundi brettahlaup í Boston og velta menn því fyrir sér hvort hann hafi ekki útivistarleyfi í USA. Maður spyr sig?
Kveðja,
Sigrún
Ath. Fréttst hefur að DE stundi brettahlaup í Boston og velta menn því fyrir sér hvort hann hafi ekki útivistarleyfi í USA. Maður spyr sig?
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, janúar 25, 2010
föstudagur, janúar 22, 2010
Hádegi 22. jan 2010
Mættir voru: Ingunn (sér), Jón Örn (sér), Briem (seint og sér) og svo Dagur, Erlendur, Guðni, Huld og Jón Gunnar (saman).
Saman hópurinn hljóp um vesturbæ og Þingholt. M.a. annar hlaupið fram hjá núverandi og fyrrverandi bústað Erlendar. Vonir stóðu til að hópnum yrði boðið í vöflur en ekki varð úr því. Ýmsar sjaldfarnar götur hlaupnar. Endað á einni Crossfit æfingu í boði Erlendar (fyrst hann klikkaði á vöflunum).
Samtals 8,4 á 43:47
GI
Saman hópurinn hljóp um vesturbæ og Þingholt. M.a. annar hlaupið fram hjá núverandi og fyrrverandi bústað Erlendar. Vonir stóðu til að hópnum yrði boðið í vöflur en ekki varð úr því. Ýmsar sjaldfarnar götur hlaupnar. Endað á einni Crossfit æfingu í boði Erlendar (fyrst hann klikkaði á vöflunum).
Samtals 8,4 á 43:47
GI
fimmtudagur, janúar 21, 2010
Hádegisæfing 21. janúar
Mættir: Dagur, Guðni, Tómas (fyrsta skipti á æfingu), Sveinbjörn og Jói
Vegna veðurs var farið í Öskjuhlíðina og teknir 5 x sprettir á Bláa hringnum. Frá starti inní skóginum upp og niður brekkuna þar sem spretturinn endaði og síðan joggað tilbaka að startinu. Fín æfing og var gaman að sjá félaga Tómas á sinni fyrstu æfingu. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum í framtíðinni.
Dagur, formaður
Vegna veðurs var farið í Öskjuhlíðina og teknir 5 x sprettir á Bláa hringnum. Frá starti inní skóginum upp og niður brekkuna þar sem spretturinn endaði og síðan joggað tilbaka að startinu. Fín æfing og var gaman að sjá félaga Tómas á sinni fyrstu æfingu. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum í framtíðinni.
Dagur, formaður
Félagsmaður sigurvegari í 5k hlaupi
Í morgun sannaðist það að morgunstund gefur gull í mund. Eldsnemma (7:30) í morgun var haldið 5k hlaup við Laugardalinn, 'Læknar á rás fyrir Grensás'. Á meðan aðrir sneru sér á hina hliðina við gnauðið í vindinum tók félagsmaður Jakobína Guðmundsdóttir þátt í hlaupinu og kom fyrst í mark kvenna. Jakobína æfir dags daglega með Árbæjarskokki.
Góður árangur þar.
Dagur, formaður
Góður árangur þar.
Dagur, formaður
miðvikudagur, janúar 20, 2010
Orðabók FI SKOKK-fyrir fólkið á gólfinu
"Það þarf nú að fara að koma upp orðabók þar sem kenninöfn hlaupafélaga eru þýdd á okkar annars ylhýru tungu. RRR, Gnarrr, bjútí, Aðal og meas. einhver sem kallar sig Stjórn IAC".
Af gefnu tilefni:
Aðal= aðalritari FI-skokk/geitin, eða bara eitthvað sem hentar (Sigrún Birna Norðfjörð), öðru nafni IAC (Icelandair Athletics Club)
Bjútí= Björgvin Harri Bjarnason (alias Bjöggi bjútí, eða B.B.)
Drottningin= Bryndís Magnúsdóttir (búin að keppa í ASCA öll árin að ég tel)
Cargosystur/bræður= Sigurgeir Már Halldórsson (Glamúr)og Fjölnir Þ. Árnason
Doris Day&Night=Dagur Björn Marcher Egonsson (Der Führer/harðstjórinn, sköllótti þjálfarinn(erlendis) og Guðni Ingólfsson (Hardcore dept.)
Gnarr, Gnarinn= Jón Gunnar Geirdal, stundum Geirdallurinn.
Hérinn, Síams, Prototýpan og fl.= Huld Konráðsdóttir (fyrirmynd aðal).
Hössi/Roadrunner/Höskuldur hugumprúði= Höskuldur Ólafsson, áhangandi og eitt af flaggskipum FI skokk.
JB (JayBee)= Jens Bjarnason, margreyndur hlaupari.
Karate Kid/Briemarinn= Ólafur Briem, 3rd floor.
Johnny Eagle= Jón Örn, skemmtileg "comment" einkenna viðkomandi.
Jóhann Úlfarsson= Joe Boxer, The Mad Rocker og fl. Einn af stofnendum klúbbsins.
Oddgear/Oddurinn/O-man= Oddgeir Arnarson.
Sveppi/Sveppurinn/Duckwatcher-inn (endurskoðandi), Chuckar-inn= Sveinbjörn Egilsson, innri endurskoðun.
RRR (Triple R)= Rúna Rut Ragnarsdóttir, nýliði á siglingu.
Victory City= Sigurborg frá Icehotels.
Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á persónur og leikendur í farsa FI skokk, öðru nafni IAC. Endilega komið með ábendingar, því eflaust gleymi ég einhverjum óviljandi.
Bestu kveðjur,
aðal (SBN)
Af gefnu tilefni:
Aðal= aðalritari FI-skokk/geitin, eða bara eitthvað sem hentar (Sigrún Birna Norðfjörð), öðru nafni IAC (Icelandair Athletics Club)
Bjútí= Björgvin Harri Bjarnason (alias Bjöggi bjútí, eða B.B.)
Drottningin= Bryndís Magnúsdóttir (búin að keppa í ASCA öll árin að ég tel)
Cargosystur/bræður= Sigurgeir Már Halldórsson (Glamúr)og Fjölnir Þ. Árnason
Doris Day&Night=Dagur Björn Marcher Egonsson (Der Führer/harðstjórinn, sköllótti þjálfarinn(erlendis) og Guðni Ingólfsson (Hardcore dept.)
Gnarr, Gnarinn= Jón Gunnar Geirdal, stundum Geirdallurinn.
Hérinn, Síams, Prototýpan og fl.= Huld Konráðsdóttir (fyrirmynd aðal).
Hössi/Roadrunner/Höskuldur hugumprúði= Höskuldur Ólafsson, áhangandi og eitt af flaggskipum FI skokk.
JB (JayBee)= Jens Bjarnason, margreyndur hlaupari.
Karate Kid/Briemarinn= Ólafur Briem, 3rd floor.
Johnny Eagle= Jón Örn, skemmtileg "comment" einkenna viðkomandi.
Jóhann Úlfarsson= Joe Boxer, The Mad Rocker og fl. Einn af stofnendum klúbbsins.
Oddgear/Oddurinn/O-man= Oddgeir Arnarson.
Sveppi/Sveppurinn/Duckwatcher-inn (endurskoðandi), Chuckar-inn= Sveinbjörn Egilsson, innri endurskoðun.
RRR (Triple R)= Rúna Rut Ragnarsdóttir, nýliði á siglingu.
Victory City= Sigurborg frá Icehotels.
Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á persónur og leikendur í farsa FI skokk, öðru nafni IAC. Endilega komið með ábendingar, því eflaust gleymi ég einhverjum óviljandi.
Bestu kveðjur,
aðal (SBN)
Hádegisæfing 20. janúar
Ógó margir í dag: Dagur (hardcore), Guðni (í kærastahorninu), Huld (on the sideline), Óli (as himself), Sigurborg (victory city), Rúna Rut (Triple R), Ólafur (Doppelgänger 3D), Jói (frumherji), Sigurgeir (hælisleitandi), Fjölnir (FH-ingur), Sveinbjörn (Chuck-arinn m. leyfi höf.), Oddgeir ("magn er ekki sama og gæði"), Bryndís (frá Suezskurðum.org), Jón Örn (from Eagleville), Ingunn (huldumey úr skógi)og loks aðalritarinn (á topp 10). Úff...(Dagur bað mig sko sérstaklega að uppnefna alla í dag, ekki halda að ég hafi gaman af þessu!) Fórum í einni slummu *Bíp*-Hofsvallagötu hvar þeir 4 fyrsttöldu tóku tempólengingar "in bítvín" en nýliðarnir, sem nota bene, eru í stórsókn, fóru flugvallarhringinn, sem ber að hrósa sérstaklega fyrir. Mr. Eagle var á eigin vegum, enda kann hann ekki við þegar aðalritari lýsir æfingum með orðunum "rólegt recovery" þegar allt annað er uppi á teningnum. Þið hafið heyrt um áfallastreitu og viðbrogð við henni, jú, t.d. er það aðalritara mikið áfall að sjá hve blómlega er staðið að innleiðingu kvenkyns nýliða í FI-skokk hópnum og minnist ekki sérstaklega að hafa fengið slíka drottningarmeðferð í árdaga. Til að sporna við þessu augljósa óréttlæti hefur hann gert annarra orð að sínum, eða: "when the going gets tough, the tough goes shopping" enda skellti hann sér í Intersport og keypti sér lyftingasett...þannig að....
Alls 8,7-9,3K
'A presto'-
aðalritari ;)
þriðjudagur, janúar 19, 2010
Hádegisæfing - 19. janúar
Mættir : Sigurgeir Gys, Fjölnir, Ása, Rúna Rut ásamt Jóa og Óla sem voru á eigin vegum.
Æfing dagsins leiddi okkur að 'K'inu inní kirkjugarði. Teknir voru 5 hringir + 1 bónussprettur. Skemmt er frá því að segja að Ása hleypti lífi í keppni milli manna. Sigurgeir gerði sitt ýtrasta til að halda í við spúsu sína og tókst það fyrstu fjóra. Í fimmta spretti heyrðust viðvörunarhróp og hvatningarköll frá Fjölni, síðan angistarstunur frá Sigurgeir þar sem Ása þeystist fram úr honum og kom í mark á undan. Blóðbragð var bragð dagsins enda ekki lagt upp með annað. Í bónussprettnum kom RRR (ætlar Laugarveginn í sumar) verulega á óvart og fylgdi formanninnum upp í miðja brekku á feikna hraða, hún á bersýnilega mikið inni. Sigurgeir rak lestina í síðasta sprett, gjörsamlega búinn. Fjölnir var skynsamur allan tímann og skilaði sínu.
Á leiðinni tilbaka var tekinn léttur sprettur gegnum hlíðina þar sem Óli birtist allt í einu át off nóver.
Kveðja, Dagur (formaður)
Æfing dagsins leiddi okkur að 'K'inu inní kirkjugarði. Teknir voru 5 hringir + 1 bónussprettur. Skemmt er frá því að segja að Ása hleypti lífi í keppni milli manna. Sigurgeir gerði sitt ýtrasta til að halda í við spúsu sína og tókst það fyrstu fjóra. Í fimmta spretti heyrðust viðvörunarhróp og hvatningarköll frá Fjölni, síðan angistarstunur frá Sigurgeir þar sem Ása þeystist fram úr honum og kom í mark á undan. Blóðbragð var bragð dagsins enda ekki lagt upp með annað. Í bónussprettnum kom RRR (ætlar Laugarveginn í sumar) verulega á óvart og fylgdi formanninnum upp í miðja brekku á feikna hraða, hún á bersýnilega mikið inni. Sigurgeir rak lestina í síðasta sprett, gjörsamlega búinn. Fjölnir var skynsamur allan tímann og skilaði sínu.
Á leiðinni tilbaka var tekinn léttur sprettur gegnum hlíðina þar sem Óli birtist allt í einu át off nóver.
Kveðja, Dagur (formaður)
mánudagur, janúar 18, 2010
Hádegisæfing 18. janúar
Mættir: Guðni, Sigurgeir, Björgvin, Oddgeir, Jón Örn, Dagur, Anna Dís og Oddný
Kellurnar fóru saman á meðan tuddarnir þjösnuðust á klakanum Suðurgötu, Hofs og Lynghaga. Farið var yfir stöðuna eftir Vetrarhlaupið og spáð í spilin varðandi væntanlegt ASCA lið. Guðni lagði til að við héldum úrtökumót fyrir ASCA hvort sem verður af keppninni eða ekki, bara svona til að setja standardinn. Nýr félagsmaður Viktor Vigfússon ITS, hljóp á góðum tíma - hraðar en sumir.
Sigurgeir var stóryrtur að venju, gerði gys að magninu hjá Fjölni, sagði að magn væri ekki sama og gæði og tók Oddgeir undir það. Sigurgeir sagði einnig að Fjölnir yrði alltaf 5 mín á eftir sér... sjáum til hvernig það fer.
Enginn í þessum hópnum hafði hug á að fara Laugarveginn svo vitað var, en Sigurgeir ætlar með frúnni í Óshlíðina, spurning hvort ekki verði stemmning. Einnig var rætt um Frjálsa Laugarvegshlaupið sem reyndar hefur fallið niður tvö síðastliðin ár af óviðráðanlegum ástæðum. Að lokum var mönnum tíðrætt um parathon og það hvernig og með hvaða skilyrðum ætti að para þátttakendur saman - margvíslegar skemmtilegar hugmyndir komu fram.
Kveðja, Dagur (formaður)
Kellurnar fóru saman á meðan tuddarnir þjösnuðust á klakanum Suðurgötu, Hofs og Lynghaga. Farið var yfir stöðuna eftir Vetrarhlaupið og spáð í spilin varðandi væntanlegt ASCA lið. Guðni lagði til að við héldum úrtökumót fyrir ASCA hvort sem verður af keppninni eða ekki, bara svona til að setja standardinn. Nýr félagsmaður Viktor Vigfússon ITS, hljóp á góðum tíma - hraðar en sumir.
Sigurgeir var stóryrtur að venju, gerði gys að magninu hjá Fjölni, sagði að magn væri ekki sama og gæði og tók Oddgeir undir það. Sigurgeir sagði einnig að Fjölnir yrði alltaf 5 mín á eftir sér... sjáum til hvernig það fer.
Enginn í þessum hópnum hafði hug á að fara Laugarveginn svo vitað var, en Sigurgeir ætlar með frúnni í Óshlíðina, spurning hvort ekki verði stemmning. Einnig var rætt um Frjálsa Laugarvegshlaupið sem reyndar hefur fallið niður tvö síðastliðin ár af óviðráðanlegum ástæðum. Að lokum var mönnum tíðrætt um parathon og það hvernig og með hvaða skilyrðum ætti að para þátttakendur saman - margvíslegar skemmtilegar hugmyndir komu fram.
Kveðja, Dagur (formaður)
sunnudagur, janúar 17, 2010
laugardagur, janúar 16, 2010
föstudagur, janúar 15, 2010
Eftir Powerade æfing 15. jan.
Mættir: Huld og Bjöggi (úr fullorðins) en úr áhangendagrúppu voru Óli (sér), Dagur (admin.) Oddgeir, Jón Örn og Sigrún. Fórum rólegan "recovery" bæjarhring því hrista þurfti þreytuna úr mannskapnum. Aðalritari, sem ekki hefur verið keppnisglaður síðustu misseri, fékk enn eitt rothöggið er veik von vaknaði í brjósti hans um að geta kannski orðið aðstoðarmaður á plani (ekki starfsmaður)í Powerade seríunni. Öllum framadraumum hans sem aðstoðarmanns var sópað upp í vindinn þegar "aðallinn í myndinn kom inn og sagði": það þarf að vera 5 ár á plani áður en maður getur orðið gjaldgengur fyrir úthlutun á Kraftgalla" (starfsmenn klæðast honum við hlaupið, sérstaklega í aftakaveðrum). Þarmeð var ljóst að aðal yrði að fara að keppa aftur ellegar að kaupa sér Kraftgalla sjálfur ætli hann sér að tolla í "starfsmaður á plani" tískunni 2010.
Alls um 8K
Góða helgi,
Sigrún
Alls um 8K
Góða helgi,
Sigrún
fimmtudagur, janúar 14, 2010
Hádegisæfing 14. janúar
Mætt í dag á 10km tempóæfingu: Guðni, Dagur og Sigrún. Fórum 5km út með ströndinni á Ægisíðu með snúningi á Nesvegi og þaðan sömu leið tilbaka. Sigrún fór 10km og negldi þar niður (stoppaði)en drengirnir lengdu um 700m í gegnum skóg til að geta orðið samferða aðal síðustu metrana sem þeim mistókst vegna hröðunaráhrifa. Smá mótvindur tafði á bakaleið en hlaupið var engu að síður skemmtilegt, svona skömmu síðar.
Alls 10-10,7 km
Óskalag dagsins er tileinkað þeim sem mættu ekki og þeim sem keppa í kvöld:
Kveðja,
Sigrún
Alls 10-10,7 km
Óskalag dagsins er tileinkað þeim sem mættu ekki og þeim sem keppa í kvöld:
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, janúar 13, 2010
Framkvæmdaáætlun 2010
Mars, þátttaka í ASCA í Dublin (Ólafur Briem og Sigrún)
6. maí, Icelandair-hlaupið (framkvæmdastjóri Sigurgeir)
Maí, Þrjár fjallgöngur, síðasta gangan verður yfir Esjuna í Kjós þar sem Ársæll býður til veislu á ættaróðali sínu (Jói og Sveinbjörn)
5.-25. maí, Hjólað í vinnuna 2010 (Guðni og Dagur)
14.-15. ágúst, Hjólaferð Landmannalaugar-Þórsmörk (Sigurður Anton)
21. ágúst, Reykjavíkurmaraþon, klúbburinn stefnir á að fjölmenna
25. september, WARR London (Jens og Bryndís)
15. október, Aðalfundur og árshátíð
Þess utan eru að sjálfsögðu æfingar alla virka daga í hádeginu frá HLL klukkan 12:08 og aragrúi annarra atburða sem klúbburinn hvetur til þátttöku í.
____________________________
f.h. stjórnar IAC
Dagur Egonsson
6. maí, Icelandair-hlaupið (framkvæmdastjóri Sigurgeir)
Maí, Þrjár fjallgöngur, síðasta gangan verður yfir Esjuna í Kjós þar sem Ársæll býður til veislu á ættaróðali sínu (Jói og Sveinbjörn)
5.-25. maí, Hjólað í vinnuna 2010 (Guðni og Dagur)
14.-15. ágúst, Hjólaferð Landmannalaugar-Þórsmörk (Sigurður Anton)
21. ágúst, Reykjavíkurmaraþon, klúbburinn stefnir á að fjölmenna
25. september, WARR London (Jens og Bryndís)
15. október, Aðalfundur og árshátíð
Þess utan eru að sjálfsögðu æfingar alla virka daga í hádeginu frá HLL klukkan 12:08 og aragrúi annarra atburða sem klúbburinn hvetur til þátttöku í.
____________________________
f.h. stjórnar IAC
Dagur Egonsson
Hádegisæfing 13. janúar
...allt vaðandi í "Guggum" í dag, svo margar að ég man ekki helminginn af þeim..
Úff, en allavega af þeim sem ég man mættu þessir: Guðni, Dagur, Jói, Jón Örn, Ársæll, Bjöggi, Sigurbjörg, Rúna Rut með fylgdarsvein (Árni...getur það passað?),(editor's note: Ólafur Loftsson) Huld og Sigrún og svo mættum við tveimur Guðrúnum á útleið. Fórum rangsæla Hofsvallagötu í svakalega fínu vorveðri en hópurinn tvístraðist fljótlega og ekki er ljóst hvert megnið af hlaupurunum fór en Jón Örn fór Suðurgötuna og Jói gerði slatta af armbeygjum eftir æfingu. Mikilvægar læknisfræðilegar upplýsingar komu fram á leiðinni eftir Ægisíðu og fara þær hér á eftir:
1. Stundum er Oddgeir blár og kaldur að reyna að ná sambandi með skottinu (sbr. Avatar), en ég er þess fullviss að þessi tilvitnun er ranghermd þótt hún hafi e.t.v. eitthvað sannleiksgildi.
2. Ef gerð er nýrnaígræðsla (transplant)er gamla nýrað látið vera og eru menn þá með 3 nýru þangað til það óhreyfða hrörnar/visnar og verður óstarfhæft af náttúrulegum völdum. Við þessa staðreynd setur nokkurn ugg að FI skokkurum sem sjá þetta fyrir sér sem allegoríu/myndlíkingu hvar nýr meðlimur birtist í hlaupaklúbbnum sem hægt og rólega bolar hinum gamla meðlim út sem visnar og deyr af náttúrulegum orsökum sökum hinnar fersku yfirtöku nýja meðlims. Enginn sem mætti í dag hefur hugsað sér að upplifa þetta og hyggjast menn nú æfa sem aldrei fyrr.
Alls um 8,7 km en aðrir með aðeins minna
Minni á Powerade annað kvöld fyrir fullorðna.
Kveðja,
Sigrún
Óskalag dagsins Bjöggi, this one is for you.
Úff, en allavega af þeim sem ég man mættu þessir: Guðni, Dagur, Jói, Jón Örn, Ársæll, Bjöggi, Sigurbjörg, Rúna Rut með fylgdarsvein (Árni...getur það passað?),(editor's note: Ólafur Loftsson) Huld og Sigrún og svo mættum við tveimur Guðrúnum á útleið. Fórum rangsæla Hofsvallagötu í svakalega fínu vorveðri en hópurinn tvístraðist fljótlega og ekki er ljóst hvert megnið af hlaupurunum fór en Jón Örn fór Suðurgötuna og Jói gerði slatta af armbeygjum eftir æfingu. Mikilvægar læknisfræðilegar upplýsingar komu fram á leiðinni eftir Ægisíðu og fara þær hér á eftir:
1. Stundum er Oddgeir blár og kaldur að reyna að ná sambandi með skottinu (sbr. Avatar), en ég er þess fullviss að þessi tilvitnun er ranghermd þótt hún hafi e.t.v. eitthvað sannleiksgildi.
2. Ef gerð er nýrnaígræðsla (transplant)er gamla nýrað látið vera og eru menn þá með 3 nýru þangað til það óhreyfða hrörnar/visnar og verður óstarfhæft af náttúrulegum völdum. Við þessa staðreynd setur nokkurn ugg að FI skokkurum sem sjá þetta fyrir sér sem allegoríu/myndlíkingu hvar nýr meðlimur birtist í hlaupaklúbbnum sem hægt og rólega bolar hinum gamla meðlim út sem visnar og deyr af náttúrulegum orsökum sökum hinnar fersku yfirtöku nýja meðlims. Enginn sem mætti í dag hefur hugsað sér að upplifa þetta og hyggjast menn nú æfa sem aldrei fyrr.
Alls um 8,7 km en aðrir með aðeins minna
Minni á Powerade annað kvöld fyrir fullorðna.
Kveðja,
Sigrún
Óskalag dagsins Bjöggi, this one is for you.
þriðjudagur, janúar 12, 2010
Hádegisæfing 12. janúar
Fín mæting í dag á rólega æfingu: Óli (ormagöng), Sveinbjörn (líka), Jói, Dagur, Bjöggi og Sigrún fóru fínan skógartúr með viðkomu í skógrækt í Fox og þaðan upp áleiðis að Perlu með exiti inn í Öskjuhlíð, hvar 3*3 krossfit æfingar voru teknar við upphífingastöð K. Thode Karlssonar. Yndislegt vor/haustveður var í boði almættisins í dag og ótrúlega falleg fjallasýn í panorama útsýni. Það virðist sem svo að sumir FI skokkfélaga hafi ánetjast röngum hluta af æfingaprógrammi klúbbsins, þ.e. lestri bloggsíðunnar en þeir hinir sömu eru eindregið hvattir til að láta til sín taka á hlaupastígunum í bland við lesturinn. Að vera eða að vera ekki á æfingu, þar er efinn.
Alls um 7km
Kveðja,
aðal ofurbloggari
mánudagur, janúar 11, 2010
Hádegisæfing 11. janúar
Í góða veðrinu í dag mættu þeir sem fá kraft úr Kókómjólk....
Það voru: Jón Örn (Suðurgata), Sveinbjörn (líka), Jói (vildi ekki stytta og fór um 7km), Óli (einn af nýju Lobbyistunum, þ.e. hannn hangir í hótellobbýum og gerir armbeygjur), Dagur formaður, Guðni, Sigurgeir, Huld og Sigrún héldu vestur í bæ hvar Óli tók lengingu með Guðna og Dagur fór enn lengra en H, S og S fóru Hofsvallagötu. Núna þegar dag tekur að lengja og sól hækkar á lofti er upplagt að skrá sig á póstlista formanns og fá tilboð frá einkaklúbbnum um helgar. Tilboðin gilda ýmist á laugardags- eða sunnudagsmorgnum og spanna millilöng hlaup og eða fjallaklifur. Ræsing er nokkuð snemmbúin en þátttaka sýnir að hlaupaleiðirnar eru fyrir alla. Fjöldi þátttakenda í vetur hefur spannað allt frá 0 upp í 3 mest sem best sýnir þá gríðarlegu grósku sem á sér stað innan skokkklúbbsins.
Í dag 7-7,8-8,7-9 km.
Sólarkveðja,
Sigrún aðalritari
Það voru: Jón Örn (Suðurgata), Sveinbjörn (líka), Jói (vildi ekki stytta og fór um 7km), Óli (einn af nýju Lobbyistunum, þ.e. hannn hangir í hótellobbýum og gerir armbeygjur), Dagur formaður, Guðni, Sigurgeir, Huld og Sigrún héldu vestur í bæ hvar Óli tók lengingu með Guðna og Dagur fór enn lengra en H, S og S fóru Hofsvallagötu. Núna þegar dag tekur að lengja og sól hækkar á lofti er upplagt að skrá sig á póstlista formanns og fá tilboð frá einkaklúbbnum um helgar. Tilboðin gilda ýmist á laugardags- eða sunnudagsmorgnum og spanna millilöng hlaup og eða fjallaklifur. Ræsing er nokkuð snemmbúin en þátttaka sýnir að hlaupaleiðirnar eru fyrir alla. Fjöldi þátttakenda í vetur hefur spannað allt frá 0 upp í 3 mest sem best sýnir þá gríðarlegu grósku sem á sér stað innan skokkklúbbsins.
Í dag 7-7,8-8,7-9 km.
Sólarkveðja,
Sigrún aðalritari
föstudagur, janúar 08, 2010
Freaky Friday 8. janúar
Mættum í dag full eftirvæntingar um að sjá alla HR-ingana....well, við mættum eftirtalin: Sigurborg (sér), Sveinbjörn, Andrés, Ársæll og Oddný fóru Fossvoginn, og Jói sem fór Grensásveginn og Jón Gunnar Geirdal, Bryndís og Sigrún fóru hefðbundinn bæjarrúnt með sýningarívafi í mildu og frostlausu veðri. Það sem var helst "freaky" við þennan frjádag var það að allir hlupu þá leið sem þeir vildu í dag, svona nánast.
Af því tilefni er þetta óskalag:
Alls 7,4K
Orð dagsins:
Þó að feli skúrir skin,
skugga aukist valdið,
meðan einn ég á mér vin
áfram get ég haldið.
- Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson
Góða helgi,
Sigrún B. aðalritari
Af því tilefni er þetta óskalag:
Alls 7,4K
Orð dagsins:
Þó að feli skúrir skin,
skugga aukist valdið,
meðan einn ég á mér vin
áfram get ég haldið.
- Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson
Góða helgi,
Sigrún B. aðalritari
fimmtudagur, janúar 07, 2010
Hádegisæfing 7. janúar
Það sást greinilega í dag hverjir drekka Egils Kristal...
Mættir voru í glampandi sól: Bjöggi á 180 bpm, Guðni sem gleymdi sér, Dagur sem hefur ofurtrú á klósettpappír, Óli sem er hlunnfarinn í nesti miðað við smáfugla og undirrituð sem er á vinstri beygju á stefnu. Fórum Valsleið vestur í bæ hvar aðalritari hélt að hann slyppi létt með venjulegri Hofsvallagötu en svo reyndist ekki vera því rakleitt skyldi halda upp á Akranes. Restin af leiðinni er í þokumóðu en þó brá fyrir Brunnstíg, höfninni með viðkomu í skipi, Laugavegi, Vitastíg en síðan um ormagöng á Eiríksgötu, Valsheimili, Öskjuhlíðarstokkur (Yura-brekkan ef menn voru í Val), þó ekki með mann á bakinu, eins og var til siðs, hjáleið og niður 3. kolkrabbaarminn á hótel. Ofurfallegt veður og vor í lofti (var það ekki annars?)en launhált á stöku stað.
Alls hlaupnir 8,5 km
Kveðja,
Sigrún
Hér má líta myndband sem ku vera lýsandi fyrir stemninguna sem ríkir í baðklefa FI Skokk eftir æfingar. Þarna má greina þjálfara, vanan meðlim og nýliða sem augljóslega er ekki vel áttaður um stéttaskiptinguna innan hópsins.
Mættir voru í glampandi sól: Bjöggi á 180 bpm, Guðni sem gleymdi sér, Dagur sem hefur ofurtrú á klósettpappír, Óli sem er hlunnfarinn í nesti miðað við smáfugla og undirrituð sem er á vinstri beygju á stefnu. Fórum Valsleið vestur í bæ hvar aðalritari hélt að hann slyppi létt með venjulegri Hofsvallagötu en svo reyndist ekki vera því rakleitt skyldi halda upp á Akranes. Restin af leiðinni er í þokumóðu en þó brá fyrir Brunnstíg, höfninni með viðkomu í skipi, Laugavegi, Vitastíg en síðan um ormagöng á Eiríksgötu, Valsheimili, Öskjuhlíðarstokkur (Yura-brekkan ef menn voru í Val), þó ekki með mann á bakinu, eins og var til siðs, hjáleið og niður 3. kolkrabbaarminn á hótel. Ofurfallegt veður og vor í lofti (var það ekki annars?)en launhált á stöku stað.
Alls hlaupnir 8,5 km
Kveðja,
Sigrún
Hér má líta myndband sem ku vera lýsandi fyrir stemninguna sem ríkir í baðklefa FI Skokk eftir æfingar. Þarna má greina þjálfara, vanan meðlim og nýliða sem augljóslega er ekki vel áttaður um stéttaskiptinguna innan hópsins.
miðvikudagur, janúar 06, 2010
No whining Wednesday 6th of January
...eða þannig. Það mátti allavega ekki væla neitt á miðvikudögum á undangengnu misseri og ég held að það bann sé enn í fullu gildi. Þessir mættu á æfingu dagsins, óvitandi um örlög sín: Jón Örn, Guðni, Dagur, Sigurgeir, Huld, Rúna Rut , Bjöggi og Sigrún. Sigurborg frá hótelum fór sér, enda skynsöm snót. Eitthvað los var á hópnum í upphafi æfingar og það var ekki fyrr en stefnan var tekin á Fossvog úr Nauthólsvík er aðalritari, óvitandi síns vits að vanda, áttaði sig illu heilli á því að nú skyldi þráfaldlegri beiðni hans um töku kolkrabbans sinnt. Greina mátti nokkra tilhlökkun í hópnum við rætur fyrsta arms krabbans og sóttu menn misgóðar minningar í langtímaminnið, ef slíkt var til staðar. Það verður þó að teljast þjálfaranum til tekna að hann ætlaði okkur ekki nema 3 arma í þetta sinn en sá 4. bíður betri færðar, væntanlega. Sumir meðlima voru að prófa þessa æfingu í 1. sinn og verður að hrósa þeim sérstaklega fyrir það. Viðtöl voru síðan tekin við þátttakendur eftir slembiúrtaki eftirá og hér eru tvö bestu svörin. Spurt var: "Hvernig fannst þér kolkrabbinn"?
Svar A: "Þetta var frábært, gaman"! (Þetta verður að teljast besta svarið en er hinsvegar rangt svar)-RRR
Svar B: "Ég er að deyja, ég sé ekki tilgang með því að lifa lengur". BB (Þetta er svarið sem telst til fyrirmyndar og það svar sem rannsakandi var að slægjast eftir)
Allir komust þó á réttu róli til mannheima og vóru alsælir með útiveru dagsins, "seize the day" eða "carpe diem" eins og Horace hefði viljað hafa það, hefði hann verið á æfingunni, altso.
Alls 7,3K
Kveðja,
aðalritari
þriðjudagur, janúar 05, 2010
Hádegisæfing 5. janúar
Mættir: Guðni, Dagur, Óli, Hössi, Huld, Rúna Rut og Sigrún.
Meiningin var að taka kolkrabbann í dag þannig að þeir sem ekki mættu sökum þess geta ekki glaðst og talið sig sloppna því æfingin fór ekki fram, henni var frestað þangað til frost nær a.m.k. -8 gráðum á °C. Í stað þess fór fríður flokkur Hofsvallagötuna í sól og blíðu (brrr)en hardcore hópurinn fór í lengingu.
Alls styttra 8K en lengra 8,6K
Ég vil benda áhugasömum á að Laugavegsskráningin hefst í dag og þá gildir að vera fljótur að ákveða sig. :)
Góðar stundir,
Sigrún
Meiningin var að taka kolkrabbann í dag þannig að þeir sem ekki mættu sökum þess geta ekki glaðst og talið sig sloppna því æfingin fór ekki fram, henni var frestað þangað til frost nær a.m.k. -8 gráðum á °C. Í stað þess fór fríður flokkur Hofsvallagötuna í sól og blíðu (brrr)en hardcore hópurinn fór í lengingu.
Alls styttra 8K en lengra 8,6K
Ég vil benda áhugasömum á að Laugavegsskráningin hefst í dag og þá gildir að vera fljótur að ákveða sig. :)
Góðar stundir,
Sigrún
mánudagur, janúar 04, 2010
Nýársæfing 4. janúar
Mættir á fyrstu æfingu 2010: Ársæll í forstarti, Dagur með engilinn, Fjölnir á PB-inu, Sigurgeir venjulegur, Bjöggi líka á PB-inu og Sigrún með glampann. Fórum Hofsvallagötu eftir Valsslóðum í brunakulda en Dagur, Sigurgeir og Fjölnir tóku ca. 2 lengingar aukreitis. Eitthvað var um markmiðasetningar og voru nokkur hinna uppgefnu markmiða afar verðug fyrir árið 2010 og jafnvel raunhæf. Dagur naut hinsvegar aðstoðar engils við að ná sínu markmiði á síðasta ári (að fara undir 40mín í 10K)og þar að auki ruglaði hann "virtual partnerinn" sinn svo þetta reyndist frekar létt verk. Af því tilefni fær hann óskalag dagsins sem hljómar ef smellt er hér:
Alls 8,7-9K
Góðar stundir,
aðalritari
Alls 8,7-9K
Góðar stundir,
aðalritari
laugardagur, janúar 02, 2010
Gamlárshlaup ÍR-úrslit
Nokkrir félagar og áhangendur tóku þátt í þessu hlaupi og stóðu sig með prýði:
Heildarúrslit:
Karlar:
38:30 Höskuldur Ólafsson (2. í flokki)
39:38 Dagur Björn Egonsson (4. í flokki)
41:25 Jón Gunnar Geirdal Ægisson (34. í flokki)
45:05 Fjölnir Þór Árnason (25. í flokki)
47:10 Jens Bjarnason (27. í flokki)
49:39 Helgi Marcher Egonsson (47. í flokki)
53:12 Björgvin Harri Bjarnason (171. í flokki)
54:09 Sveinbjörn Valgeir Egilsson (19. í flokki)
56:20 Tómas Beck (212. í flokki)
Konur:
41:10 Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (1. í flokki)
51:09 Rúna Rut Ragnarsdóttir (32. í flokki)
59:00 Helga Árnadóttir (86. í flokki)
(Ef einhverjir telja sig hlunnfarna má koma með ábendingar í "comment" hér að neðan)
Gleðilegt ár og sjáumst hress á æfingu.
IAC
Heildarúrslit:
Karlar:
38:30 Höskuldur Ólafsson (2. í flokki)
39:38 Dagur Björn Egonsson (4. í flokki)
41:25 Jón Gunnar Geirdal Ægisson (34. í flokki)
45:05 Fjölnir Þór Árnason (25. í flokki)
47:10 Jens Bjarnason (27. í flokki)
49:39 Helgi Marcher Egonsson (47. í flokki)
53:12 Björgvin Harri Bjarnason (171. í flokki)
54:09 Sveinbjörn Valgeir Egilsson (19. í flokki)
56:20 Tómas Beck (212. í flokki)
Konur:
41:10 Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (1. í flokki)
51:09 Rúna Rut Ragnarsdóttir (32. í flokki)
59:00 Helga Árnadóttir (86. í flokki)
(Ef einhverjir telja sig hlunnfarna má koma með ábendingar í "comment" hér að neðan)
Gleðilegt ár og sjáumst hress á æfingu.
IAC
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)