þriðjudagur, ágúst 31, 2010

No Whining Tuesday - 31. ágúst

Mættir: Jói, Óli, Jón, Sigurgeir og Ívar.
Jói fór sína leið og aðrir fóru skv. æfingaplani þjálfarans. Þannig að í dag var boðið upp á eltingarleik. Ívar og Jón fóru Suðurgötu, undirritaður fór Kapla-stutt og Óli reyndi að safna km í 10 km hlaup. Engin lét ná sér þannig að allir stóðustu prófið...eða féllu þar sem þeir náðu engum!

Eitthvað hefur æfingaprógrammið vafist fyrir þjálfaranum þar sem sást til hans og Bjúti rölta inn á veitingastaðinn á HLL þar sem beið þeirra væntanlega sveittur borgari og franskar...

Kv. Sigurgeir

mánudagur, ágúst 30, 2010

Hádegis - hell 30. ágúst 2010

Jæja, þá er að koma miðnætti og maður svona rétt að ná andanum, og ætti því að vera fær um að blogga æfinguna. Strax í búningsklefanum fyrir æfingu sagði Übertrainer-inn, þetta er fyrsti dagurinn af "Hell-week". Svo mörg voru þau orð. Sannleiksgildi þessara orða átti eftir að raungerast nokkrum mínútum síðar.
Anyways, mættir voru, Jón Örn (sem ég skrifa núna fyrstann af því ég gleymdi að telja hann upp s.l. föstudag og biðst hér með formlega afsökunar á því) Gnarrinn, Guðni, Flakið, Innri, Sonurinn var líka mættur og Joey the lighting designer en þeir fór sér. Við hinir hlupum sem leið lá niður í Nauthólsvík þar sem Dagur setti okkur fyrir. Verkefni dagsins var þrekæfing sem einhver Cross-fit djöfsi kenndi Degi í sumarfríinu. Æfingingin fólst í eftirfarandi.
Hlaupa 1 hring 3 sett af æfingum
Hlaupa 2 hringi 2 sett af æfingum
Hlaupa 3 hringi og 1 sett af æfingum.
Hlaupahringurinn var á grasinu og í sandinum við víkina og var á að giska 300 metrar
Æfingasettin voru ekki af þessum heimi, en þau samanstóðu af;
20 armbeygjum,
20 magaæfingum (sit-up)
20 hnébeygjum (standandi og beygja niður fyrir 90°)
20 "hopp" (veit ekki hvað þessi æfing heitir en hún er svona. Byrja liggjandi á maganum standa upp og hoppa og klappa höndum saman fyrir ofan haus - endurtekið 20sinnum).

Í stuttu máli náði enginn að klára æfinguna en Gnarrin fór næst því og náði að hlaupa 3 hringina fyrir síðasta settið. Enda kemur þessi gríski guða-vöxtur ekki af sjálfu sér, eins og hann orðaði það sjálfur :-)
Flestir hinna náðu að klára fram að þriggja hringja hlaupinu.

Semsagt flestir tóku því samtals 100 armbeygjur, 100 maga, 100 hnébeygjur og 100 hopp. Það verður að segjast að þetta tók aðeins í, og var þ.a.l. alveg massa-góð æfing hjá foringjanum. Það verður að segjast að skrefin heim úr Nauthólsvíkinni voru annsi þung hjá okkur félögunum.
Samvkæmt mínum skilningi má eiga von á fleiri svona æfingum næstu misserin, sem er gott. Því það er nokkuð til í því sem átrúnaðargoð okkar allra, Gilzenegger sagði í sumar. "Það er öllum drullusama um það hvað þú hljópst 10Km á í vetur, það sem skiptir máli er að look-a vel í sundlaugunum". Svo mörg voru þau orð og yfirþjálfarinn hefur greinilega tekið mark á þessu og sett þrekæfingar á dagskrá allavega fram að ASCA.

Það verður að segjast að það var annsi mikið testó-sterón á æfingunni í dag og svita og hrútalyktin var massíf. Ef ekki hefði komið til þessarar orkulosunar í hádeginu má fastlega gera ráð fyrir því að þeir sem voru á æfingunni hefðu hagað sér svona er heim var komið.
Lifið heil,
Flakið.

föstudagur, ágúst 27, 2010

Hádegisæfing 27. ágúst 2010

...góðan daginn daginn daginn. (Endirinn á puttavísunum :-)
Allavegana. Mættir í dag og til í allt voru, Daddi diskó, Guðni, Flakið, Briemsterinn, Innri og sonur hans (nýliði) Matthías Sveinbjörnsson.
Farið var brúarhlaup í tilefni dagsins. Skógurinn, kirkjugarður, yfir Fossvogsbrú o.s.frv. Að mati Flaksins var þetta ógurlegur hraði, en þegar ferð var lokið var þetta ekki nema pace upp á ca. 5:20. Hringurinn var s.s. 9,1 Km og fórum við það á 47:39 mín að mig minnir. Sumir fóru aðeins styttra, en allir voru glaðir í bragði eftir hlaup dagsins sem er gott :-) Það er s.s. leyfilegt að hafa gaman að hlaupunum núna alveg fram í næstu viku en þá hefst massíft undirbúningsprógram fyrir ASCA í boði yfirþjálfara. Það verður að segjast að miðað við hugmyndir diskótekarans verður þetta hreint helvíti og öll bros og ánægja vegna hlaupa mun fjúka burt á fyrstu æfingu.
Kv. Flakið

fimmtudagur, ágúst 26, 2010

Hádegisæfing 26. ágúst

Mættir í dag: Oddgeir, Hössi, Huld, Fjölnir og Sveinbjörn.
Hlaupið fram í Fossvogsdal að Víkinni og svo dalinn til baka Kópavogsmegin fram hjá æskustöðvum Sigurgeirs Blika. Skynjuðum mikla taugaveiklun í Kópavoginum enda sumir þar (menn og kolkrabbar) farnir að trúa því að þeir verði Íslandsmeistarar. Sjáum nú til með það.
Samtals 9,6 km og einhverjir fóru meira eða minna.

Kveðja, Fjölnir

miðvikudagur, ágúst 25, 2010

Hádegisæfing 25.ágúst

Mættir: Björgvin, Dagur, Ívar, Jón Örn, Sigurgeir og Fjölnir.
Fórum hefðbundnar leiðir vestur í bæ þar sem sumir fóru Hofs og aðrir Kapla-langt með hraðaukningum. Sárir vöðvar hér og þar hjá sumum eftir laugardaginn en menn samt byrjaðir að leggja drög af frekari afrekum á næstu vikum og mánuðum.
8,5 til 9,4km lágu í dag

Kveðja, Fjölnir

þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Hádegisæfing 24. ágúst



Mættir í dag á bæjarsýningu: Guðni, Dagur, Hössi (úr runna), Sveinbjörn, Bjútí (sem héreftir verður kallaður "Flakið"), Oddgeir og Sigrún. Vegna gríðarlegrar sýningarþarfar hjá formanni fórum við í rólegan miðbæ til að njóta síðustu daga stuttbuxna og sólaráhrifa sumarsins. Gott veður og sól skein í heiði og mikla furðu aðalritara vakti sú staðreynd að Björgvin, sem örentist 20m frá marklínu sl. laugardag, hljóp með sem lamb að vori og ekki var að sjá að þarna færi maður í háum póstnúmeraflokki sem nýlega hefði fengið væga nýrnabilun v. vökva- og eða æfingaskorts. Á mynd má sjá vélina sem Bjöggi þurfti að fara í eftir hlaupið.

"The Flake/Flakið"
Björgvin er 42 búinn að hlaupa
hann beinlínis lagði upp laupa
tuttugu metrum frá marki
lagðist niður og leitaði að kjarki
til að lufsast yfir og byrja að staupa (sig).
Höf. ókunnur.

Alls tæpir 8K
Kveðja,
aðal

mánudagur, ágúst 23, 2010

Hávísindaleg rannsókn 23. ágúst


Í dag mættu í árlega úttekt á gelnotkun maraþonhlaupara í RM. Þetta voru þau: Hössi, Jón Gunnar, Oddgeir, Dagur (enda búinn að hvíla í heilan dag), Huld, Sigurgeir, Fjölnir, Sveinbjörn og Sigrún. Æfing þessi snýst um að hlaupa Hofsvallagötu og á bakaleið við Ægisíðu og heim á hótel söfnum við notuðum gelbréfum (einhverjir myndu segja geljabréfum)sem liggja í valnum eftir hlauparana. Á myndinni sem fylgir má sjá dreifingu tegunda og þar sem ég er ekki "administrator" á þessa úttekt læt ég öðrum eftir að fjalla sérstaklega um þá dreifingu, gerist þess þörf. Greinilegt er þó á öllu að hið svokallaða "Energy Gel" hefur vinninginn að þessu sinni.
Alls 8,6K
Kveðja,
aðalritari
Hjálagður er hlekkur færslunnar í fyrra til samanburðar

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Reykjavíkurmaraþon

Góð þátttaka félagsmanna var í Reykjavíkurmaraþoni að þessu sinni. Hér fyrir neðan eru tímarnir (flögutímar, hafa skal það sem fljótara er).

10k
41:28 Viktor Jens Vigfússon
45:43 Fjölnir Þór Árnason
47:20 Sæmundur Guðmundsson
50:58 Rúna Rut Ragnarsdóttir
53:32 Ársæll Harðarson
53:33 Jonathan James Cutress
54:08 Örn Geirsson
56:03 Gísla Rún Kristjánsdóttir
60:43 Sigurjón Ólafsson (hnjask á hné eftir 7k)
62:12 Björg Alexandersdóttir
63:18 Ívar S. Kristinsson (nýr félagsmaður, hljóp með dóttur sinni)
64:06 Margrét Elín Arnarsdóttir
76:22 Sigríður Björnsdóttir (hljóp með dóttur sinni)

Sveitakeppni 10k
2:21:43 Icelandair B (Viktor, Sæmundur, Rúna) lenti í 5. sæti
2:36:21 Icelandair 10K A (Einar, Ársæll, Jonathan) lenti í 12. sæti
2:54:20 Sveit A Icelandair (Fjölnir, Björg, Margrét) lenti í 25. sæti

1/2 maraþon
1:27:22 Baldur Haraldsson
1:33:58 Sigurgeir Már Halldórsson
1:42:04 Sigurður Óli Gestsson
1:42:18 Jens Bjarnason
1:52:27 Halldór Benjamín Þorbergsson
1:58:33 Jón Örn Brynjarsson
1:59:42 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
1:59:58 María Björk Wendel
2:13:55 Ágústa Valdís Sverrisdóttir
2:13:55 Sigurborg Ýr Óladóttir (þær hótelsystur leiddust í mark)
2:14:11 Guðmunda Magnúsdóttir
2:14:19 Sigfús Ásgeir Kárason

Sveitakeppni í hálfu maraþoni
4:59:10 Icelandair (Sigurgeir, Sigurður Óli, Jens) lenti í 10.sæti
6:18:35 Icelandair Sveit A (Anna Dís, María, Guðmunda) lenti í 41. sæti

Maraþon
3:17:53 Árni Már Sturluson
3:26:22 Dagur Egonsson
3:28:13 Ólafur Briem
3:58:23 Helgi Þorkell Kristjánsson
4:10:17 Tómas Beck
4:42:39 Björgvin Harri Bjarnason

Sveitakeppni í maraþoni
10:54:13 Icelandair - The Expendables (Dagur, Ólafur, Helgi) lenti í 2. sæti
11:31:39 Iceair aviators (Árni, Sigrún Björg, Tómas) lenti í 7. sæti

p.s.
Látið vita ef einhverja vantar.
Annars eru heildarúrslitin að finna á marathon.is

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Reykjavíkurmaraþon

Ágætu félagar,

Munið að skrá ykkur fyrir miðnætti á morgun 18. ágúst, á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is). Endurgreiðsla frá Skokkklúbbnum miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir þennan tíma.

Til að fá þátttökugjaldið endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningsnúmer, kennitala og vegalengd ef hana er ekki hægt að ráða af upphæðinni. Þá þarf einnig að klára hlaupið með bros á vör.

Athugið að skrá þarf í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins. Þegar hafa einhverjar sveitir verið myndaðar. Notum þennnan þráð og 'comment' hér að neðan til að koma saman sveitunum í öllum vegalengdum og notum sveitaheitin Icelandair A, Icelandair B, osfrv. Samhliða þessum munum við taka saman lista á fimmtudaginn og raða í sveitir á grundvelli þátttökukvittana sem gjaldkeranum berast.

Icelandair Group mun styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Skráið ykkar á myWork fyrir börnin.

Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins

mánudagur, ágúst 16, 2010

ASCA Cross Country Dublin 2010

Eftirfarandi skeyti barst fyrir helgi:

"ALSAA Aer Lingus Sports Clubs

Invites all our ASCA friends to Dublin to take part in the Annual Cross Country Race on October 30th 2010.

The package price of €120 pp will be paid in cash at the captain’s meeting.

Hotel details: Clarion Hotel, Dublin Airport. (4*). www.clarionhoteldublinairport.com
Room Rates (incl Breakfast): €75 Single Room, €85 Twin Room, €95 Triple Room.
Extra Nights: Same Rate.

Contact hotel directly on info@clarionhoteldublinairport.com or +353 1 808 0500 to arrange accommodation and mention ‘ASCA Cross Country Event’ to get special rate. All hotel bills to be paid for by the guests.

The hotel will not guarantee the special room rates after 14th October.

We look forward to meeting you all in Dublin for a good weekend or longer!

Jim Mc Evoy,
Aer Lingus ASCA Delegate.
mcevoyjim@eircom.net"

Við tökum því upp þráðinn frá því í maí þegar keppninni var frestað þá vegna eldgossins. Ljóst er að velja þarf í liðið uppá nýtt enda menn í misjöfnu ásigkomulagi eftir sumarið og enn langt til stefnu. Við taka stífar æfingar að loknu Reykjavíkurmaraþoni þannig að við getum verið félaginu, landi og þjóð til sóma. Nánari upplýsingar um val í liðið birtast hér um leið og þær liggja fyrir þó eigi síðar en fyrir mánaðarlok ágúst.
Varðandi fjárhagslegu hliðina þá skulum við reikna með að sama verði uppá teningnum og í vor þ.e. STAFF styrkir þátttakendur með flugfari + dagpeningum (20.000 ISK), þessu til viðbótar styrkir klúbburinn þátttakendur um sem svarar einni gistinótt.

Góðar stundir.

Kveðja,
Dagur formaður

p.s. Gaman væri að heyra hver stemmningin er fyrir þátttöku. Setjið inn komment á þráðinn.

föstudagur, ágúst 13, 2010

Subway hlaupið 13. ágúst



Mættir í Subway hlaup #2 í dag voru Subway-kóngarnir, Dagur, Ársæll, Huld, Sigrún, Oddgeir og Rúna. Á sérleið voru Jón og Óli.
Það var mettþátttaka í hlaupið og gaman að sjá mörg ný andlit í hlaupinu. Greinilegt að hlaupið er að festast í sessi hjá mörgum hlaupurum sem bíða spenntir eftir næsta hlaupi. Farin var hefbundin Subway hringur sem er að koma við á Subway Borgartúni, Austurstræti og Hringbraut, mikilvægt er að "klukka" hurðina á öllum stöðunum.
Eftir hlaupið var haldið subway party þar sem allir þátttakendur og aðrir á sérleið gæddu sér á dýrindis partyplöttum frá Subway og var myndin tekin við það tækifæri.
Í dag var ekki bara Subway hlaup á dagskrá því það var líka lokamæling í fitubollukeppni Dags og Guðna. Til að gera langa sögu stutta þá lét Guðni ekki sjá sig þrátt fyrir að hafa farið í klippingu og gefið blóð til að reyna létta sig. Einnig hefur heyrst að Guðni hafi ekki borðað í marga daga og menn velta fyrir sér hvort hann komst ekki sökum næringarskorts!

Kv. Sigurgeir

fimmtudagur, ágúst 12, 2010

Subway hlaup föstudaginn 13. ágúst 2010


Sæl

Nú er komið að næsta Subway hlaupi sem verður haldið föstudaginn 13. ágúst 2010 og er brottför frá HLL kl. 12:00 í stað 12:08! Þetta er hlaup sem hentar öllum jafnt byrjendum sem lengra komnum og verður hraða stillt í hóf. Sú breyting verður frá fyrsta hlaupi þar sem hver og einn þurfti að kaupa sér bát mánaðarins að núna mun FISKOKK bjóða partýplatta frá Subway sem verður í boði eftir hlaupið.

Til upprifjunar þá er hér linkur á síðasta Subway hlaup sem fór fram í mars 2009 ;o)
http://fiskokk.blogspot.com/2009/03/subway-motaroin-20-mars.html

Kveðja,
Subway Kóngarnir

9 dagar í RM

Mættir: Dagur, Fjölnir, Guðni, Oddgeir, Óli og Sveinbjörn. Fjórir fyrstnefndu fóru út Hringbrautina, Vesturgötuna, Austurstræti, Laugarveg og Miklatún. Samtals tæplega 8k.

GI

miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Afmælishlaup 11. ágúst

Það sést hverjir þora í afmælishlaup aðal og drekka Egils Kristal en þeir mættu í dag í höfuðstöðvarnar til að afhenda gjöfina sem vóru 5*800m sprettir á kantinum á leiðinni kafari-Ægisíða. Þau sem vóru svo elskuleg að mæta eru eftirtalin: Ársæll, Johnny Eagle, Gústa-ló, Day with(K)Night, Fjölnismenn, Oddgear, S1 og 2...gleymi ég einhverjum? En allavega langaði mig mikið eftir æfingu að æfa mig aðeins fyrir Íslandsmótið í hrútaþukli og voru menn mjög áfjáðir um það verkefni, a.m.k. liðsmenn í baðklefa karla, en ekki varð neitt úr áformum mínum því eiginmaðurinn firrtist við og þvertók fyrir allt svoleiðis. Djö...mar! Annars er það helst að frétta að eftir æfingu faldi aðal sig bakvið súlu við sundlaug og brá hverjum liðsmanninum á fætur öðrum með fólskulegu framstökki. Varð þar með 2 liðsmönnum ofbrugðið því aðeins var meiningin að bregða formanninum, og það all rækilega, vegna vangoldinna hefnda. Telst nú fullhefnt, en hinum ofbrugðnu var veitt áfallahjálp í skýli 9, við suðurenda flugbrautar og eru þeir hérmeð beðnir velvirðingar á uppákomu þessari!
Takk fyrir í dag, alls rúmir 7K
Kveðja-afmælisbarnið! ;)

þriðjudagur, ágúst 10, 2010

Hádegisæfing 10. ágúst

Mættir: Sveinbjörn (sér),Dagur, Guðni, Rúna Rut, Oddgeir, Sigrún og síðan mættum við Gerði úr Fjárvakri og Ársæli Hawai, á siglingu á austurleið. Fórum Hofsvallagötu (ætla ekki að reyna að skilgreina hvort hún var réttsæl eða rangsæl)á ágætu rúlli. Dagur hefur hafið lokaundirbúning fyrir RM, hann tekur síðustu 2 vikurnar föstum tökum, aðra vikuna létt og hina rólega.
Við hin erum bara á okkar róli sem er allavega.
Alls 8,6K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, ágúst 09, 2010

Hádegi 9. ágúst 2010

Mættir: Ársæll,Bogi,Dagur,Guðni,Halldór,Jón Örn,Oddgeir,Sveinbjörn.

Fóru einir sér eða í smærri hópum (3 var stærsti hópurinn) allt að 8K (Hofs).

GI

Formaður í fjölmiðlum

Formaðurinn má vart dífa stórutánni í Nauthólsvíkina þá eru fjölmiðlarnir mættir á svæðið. Árið 2007 var það þýska sjónvarpsstöðin ARD sem tók hálftíma langt viðtal og núna aftur í júlí var Skjáreinn mættur á svæðið þegar pilturinn tók þátt í Fossvogssundi.

Sjáið þáttinn á vefsvæði Skjáeins.

Kringum 4:15 og 6:36. (Samkvæmt þessu hefur það aðeins tekið rúmar tvær mínútur að synda þennan kílómeter).

þriðjudagur, ágúst 03, 2010

Hádegisæfing 3. ágúst

Mættar voru þrjár konur og einn karl, eða þau Rúna Rut, Huld, Sveinbjörn og Sigrún. Sveinbjörn var á gönguslóðum vegna bakvandræða en hinar fóru Hofsvallagötu með síamstempóhlaupi.
Alls um 8K og allir glaðir!
Kveðja,
Sigrún

Reykjavíkurmaraþon-munið að skrá ykkur

Ágætu hlauparar!

Sjóðsstaða Skokkklúbbsins er góð og er félagsmönnum boðin frí þátttaka í Reykjavíkurmaraþonið 21. ágúst 2010.

Klúbbmeðlimir skrá sig á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is) líkt og aðrir þátttakendur en fá síðan þátttökugjaldið endurgreitt.

Til að fá endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningnúmer og kennitala.

Endurgreiðslan miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir 18. ágúst, sjá verðskrá hlaupsins.

Á móti gerum við ráð fyrir að allir keppi undir merkjum 'Icelandair' í sveitakeppninni, hlaupi eins og vindurinn, komi glaðbeittir í mark og hafi gaman að öllu saman.

Samhliða hlaupinu ætlar Icelandair Group að styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Fylgist með á myWork og skráið ykkar þar þegar sá tími kemur.

Athugið að skrá þarf sig í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins.

Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins

Barðsneshlaupið

Tvær vegalengdir voru í þessu hlaupi sem fór fram þann 31. ágúst, 13K og 27K.
Einn félagsmaður tók þátt í lengri vegalengdinni:
8 2:39:00 Viktor J. Vigfússon
Frábær árangur, til hamingju!
Hér má sjá heildarúrslit.
Kveðja,
IAC