Vegna endurbóta á Hótel Loftleiðum munum við missa þá aðstöðu sem við höfum haft í sundlauginni frá og með áramótum og þann tíma sem endurbæturnar vara, að minnsta kosti þrjá mánuði.
Lausn á þessu aðstöðuleysi er fundin.
Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri Icelandair og Valsmaður hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að við fáum aðgang að búnings- og sturtuklefunum hjá þeim í hádeginu meðan á endurbótunum á hótelinu stendur. Frá og með 3. janúar næstkomandi.
Hádegisæfingarnar halda þannig áfram óbreyttar með óbreyttri tímasetningu 12:08, nema nú frá Valsheimilinu. Þeir sem taka þátt frá aðalskrifstofu þurfa að gera ráð fyrir ferðatíma.
Kveðja,
Dagur, formaður
miðvikudagur, desember 29, 2010
Hádegisæfing - 29. desember
Mættir : Ívar, Oddgeir, Sveinbjörn, Ársæll, Dagur og Þórdís
Margir á sérleið en megináherslan var á Skógræktina.
Nú er Gamlárshlaup ÍR á föstudaginn (Gamlársdag), veðurspáin er góð, skemmtilegt að enda árið á góðu hlaupi og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta. Gott að skrá sig í tíma og ná í rásnúmerið fyrir hlaup. Sjá allar upplýsingar á Hlaupasíðunni.
Kveðja,
Dagur
Margir á sérleið en megináherslan var á Skógræktina.
Nú er Gamlárshlaup ÍR á föstudaginn (Gamlársdag), veðurspáin er góð, skemmtilegt að enda árið á góðu hlaupi og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta. Gott að skrá sig í tíma og ná í rásnúmerið fyrir hlaup. Sjá allar upplýsingar á Hlaupasíðunni.
Kveðja,
Dagur
þriðjudagur, desember 28, 2010
Hádegisæfing - 28. desember
Mættir : Jón Örn, Sveinbjörn, Jói, RRR, Oddgeir, Dagur, Ívar, Ársæll
Margir sér en meginþunginn fór Hofs með nokkrum í eltingaleik á Kappla.
Góð stemmning fyrir áramótahlaupinu hjá ÍR enda spáin góð.
Kveðja,
Dagur, formaður
Margir sér en meginþunginn fór Hofs með nokkrum í eltingaleik á Kappla.
Góð stemmning fyrir áramótahlaupinu hjá ÍR enda spáin góð.
Kveðja,
Dagur, formaður
mánudagur, desember 27, 2010
Áramótagátan
Síðunni hefur borist gáta:
það er stundum ánum í
ýmsir munnar kjamsa á því
getur stundum borið blý
besta íþrótt forn og ný
-Hulda-
Dregið verður úr innsendum lausnum á nýársdag, í verðlaun eru utanlandsferðir og eitthvað af bílum.
Kveðja,
Dagur, formaður
það er stundum ánum í
ýmsir munnar kjamsa á því
getur stundum borið blý
besta íþrótt forn og ný
-Hulda-
Dregið verður úr innsendum lausnum á nýársdag, í verðlaun eru utanlandsferðir og eitthvað af bílum.
Kveðja,
Dagur, formaður
föstudagur, desember 24, 2010
Gleðileg jól!
fimmtudagur, desember 23, 2010
Hádegisæfing 23. des
Rólegt á vesturvígstöðvunum í dag og fáir á ferli, þó mættu Óli, Ívar og Fjölnir. Hlupum hefðbundna Hofsvallagötu nema Óli sem fór Kapla auk Perrans.
Gleðileg Jól
Fjölnir
Gleðileg Jól
Fjölnir
miðvikudagur, desember 22, 2010
Miðvikudagurinn 22. desember
Mættir: Dagur, Fjölnir, Jón, Óli og Sigurgeir. Aðrir stóðustu ekki freistinguna í mötuneytinu og fóru í jólamatinn!
Dagur fór sér í verslunarleiðangur á Skólavörðustíginn. Aðrir fór Kapla-langt og Óli tók perrann að venju. Á morgun verður boðið upp á skötuhlaup.
Kv. Sigurgeir
Dagur fór sér í verslunarleiðangur á Skólavörðustíginn. Aðrir fór Kapla-langt og Óli tók perrann að venju. Á morgun verður boðið upp á skötuhlaup.
Kv. Sigurgeir
Jólaæfing FI skokks
Jólaæfing skokkklúbbsinns var haldin í gær í fimbulkulda eftirmiðdgsins og farinn var svokallaður hefðbundinn hringur. Hlaupið var vestur í bæ og stefnan tekin á tjörnina. Það bar þá helst til tíðinda að tekinn var almenningsvagn frá Skerjafirði inn á Suðurgötu hvar hlaupinu var fram haldið, gegnum miðbæ, upp Skólavörðustíg og Eiríksgata í átt að Val og heim á hótel. Eftir hlaupið var sest í sælustund með öl á kantinum og framkvæmdaáætlun 2011
kynnt ásamt því að einn félagsmaður, Anna Dís, var heiðruð vegna nýliðins fimmtugsafmælis síns á dögunum.
Mættir voru: Anna Dís, Sveinbjörn, Ívar, Oddgeir, Huld, Fjölnir, Dagur, Jón Örn, Sigrún en á bar mættu Bryndís, Guðni og Sigurgeir.
Alls 8K
Jólakveðja,
Sigrún
mánudagur, desember 20, 2010
Hádegisæfing - 20. desember
Mættir : Oddgeir, Dagur, Ívar, Þórdís, Sveinbjörn, Jói, Jón Örn
Allir ýmist á sérleið eða ekki. Vegalengdir mismunandi, en allir þó saman í lokin.
Kveðja,
Dagur
Allir ýmist á sérleið eða ekki. Vegalengdir mismunandi, en allir þó saman í lokin.
Kveðja,
Dagur
sunnudagur, desember 19, 2010
Powerade Vetrarhlaup - Desember
Gott hlaup í ágætis veðri:
42:08 Viktor Vigfússon (krækti í stig í sterkum aldursflokki)
44:35 Oddgeir Arnarson (gazellan var létt á fæti)
45:58 Huld Konráðsdóttir (þriðja í flokki með bros á vör)
46:32 Sigurður Óli Gestsson (átti í basli og að eigin sögn slökknaði á honum í brekkunni)
49:59 Gísli Jónsson (lærlingur, bæting um 10mín frá því í nóvember)
42:08 Viktor Vigfússon (krækti í stig í sterkum aldursflokki)
44:35 Oddgeir Arnarson (gazellan var létt á fæti)
45:58 Huld Konráðsdóttir (þriðja í flokki með bros á vör)
46:32 Sigurður Óli Gestsson (átti í basli og að eigin sögn slökknaði á honum í brekkunni)
49:59 Gísli Jónsson (lærlingur, bæting um 10mín frá því í nóvember)
Kaldárhlaupið - 10k
Félagi vor Jakob Schweitz Þorsteinsson tók þátt á tímanum 40:56 og endaði í 9. sæti.
Fyrnagóður tími og stutt í að hann fari undir 40 mínútna múrinn.
Fyrnagóður tími og stutt í að hann fari undir 40 mínútna múrinn.
laugardagur, desember 18, 2010
Hádegisæfing 17. desember
Mættir : Ólafur og Dagur á 10k sérleið í hífandi roki, Þórdís einnig á sérleið Hofsvallagötuna hlægjandi með vindinum - 'vindurinn er vinur minn' og Björgvin köggull lætur ekki fegurðina bera kappið ofurliði og æfir áfram af krafti með Valsmönnum léttur í lund - sæll, hvað karlinn er orðinn massaður.
Til umræðu voru tvær kvikmyndir
http://www.imdb.com/video/imdb/vi3538092313/
http://www.imdb.com/video/screenplay/vi1526530841/
Kveðja,
Dagur
Til umræðu voru tvær kvikmyndir
http://www.imdb.com/video/imdb/vi3538092313/
http://www.imdb.com/video/screenplay/vi1526530841/
Kveðja,
Dagur
fimmtudagur, desember 16, 2010
Hádegisæfing 16. des.
Mættir í dag: Jón Örn, Huld og Sigrún. Í frekar nístandi kulda fórum við ríkisleiðina en tókum tempó frá Hofs að kafara, við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Maður hélt eitt augnablik að fyrst "enginn" var mættur þá yrði farin létt bæjarleið eða eitthvað... en eldri síamstvíburinn vildi endilega fara tempóhlaup með okkur og er ég búin að heita á Johnny Eagle vínflösku, ef hann fer á 47:25 í gamlárshlaupinu, og er ég fullviss um að hann getur það léttilega. Kuldinn nísti merg og bein, svo illilega að tvíburarnir þurftu að fara í mergskipti eftir æfinguna.
Góðar stundir, 'Oskalagið
aðal
Alls, 8K
miðvikudagur, desember 15, 2010
Jólaæfing FI skokks-breytt dagsetning 21. des.
þriðjudagur, desember 14, 2010
Þriðjudagsæfing 14. desember
Mættir: Dagur, Sveinbjörn, Fjölnir, Sigurgeir, Jón Örn, Gísli staðgengill, Huld og Sigrún en Jói var á sérleið.
Hinir fóru létta upphitun í gegnum skóg út í kirkjugarð, að braut K. (ég held að það sé vegna þess að yfirþjálfari var í KFUM og K þegar hann var lítill með krullur). Ákveðið hafði verið í gær að taka brekkuspretti og það var gert með þokkalegum sóma, 5 sinnum með einum bónusspretti. (skylda var að vera á 60 sek. eða undir sem tókst svona næstum því)Sérstaka athygli vakti að Sigurgeir lætur staðgengil sinn hlaupa fyrir sig og skiptir honum inná þegar hann er þreyttur. Annað vakti einnig athygli aðalritara en það var að Sigurgeir er ansi þögull við æfingar sínar og þegar spurt var hverju það sætti var svarið: "Mér er ekki skemmt!". Skrýtið, okkur hinum fannst þetta æðislega gaman og ekki vorum við með varamann til að hlaupa erfiðustu sprettina.
Alls rúmir 7K
Kveðja,
aðal
mánudagur, desember 13, 2010
Mánudagsæfing
Mættir: Ársæll, Jói, Sveinbjörn, Dagur, Ívar, Jón, JGG, Fjölnir, Huld, Oddgeir, Óli og Sigurgeir.
Hluti fór sér rest fór Hofs og sumir extra. Engin veit hvað Óli gerði nema að hann kom allt í einu út úr kvennaklefanum eftir æfingu, ótrúlegt hvað þessi drengur poppar upp á ótrúlegustu stöðum og stundum!
Kv. Sigurgeir
Hluti fór sér rest fór Hofs og sumir extra. Engin veit hvað Óli gerði nema að hann kom allt í einu út úr kvennaklefanum eftir æfingu, ótrúlegt hvað þessi drengur poppar upp á ótrúlegustu stöðum og stundum!
Kv. Sigurgeir
sunnudagur, desember 12, 2010
föstudagur, desember 10, 2010
Hádegisæfing - 10. desember
Mættir : Sveinbjörn, Jói, Dagur og Lárus.
Sveinbjörn og Jói á sérleið. Dagur og Lárus leikandi léttir um tún og stræti, klukkuðu 10k á 44:26 í gamni.
Kveðja,
Dagur
p.s.
Hver er þessi Lárus gæti einhver spurt.
En Lárus er ímyndaður vinur hennar Guðrúnar dóttir móðursystur minnar. Ég og Lárus sungum saman í kór þegar við vorum yngri. Hann býr erlendis um þessar myndir en var í heimsókn á Íslandi og ákvað að koma með mér að hlaupa í hádeginu eftir sem fáir mæta þessi hádegin. Ferskur, skemmtilegur og góður strákur.
Google : 2010 á þremur mínútum
http://www.youtube.com/watch?v=F0QXB5pw2qE
Allir eru að fá sér!
http://www.youtube.com/watch?v=Yv29p_w--4w&feature=player_embedded
Sveinbjörn og Jói á sérleið. Dagur og Lárus leikandi léttir um tún og stræti, klukkuðu 10k á 44:26 í gamni.
Kveðja,
Dagur
p.s.
Hver er þessi Lárus gæti einhver spurt.
En Lárus er ímyndaður vinur hennar Guðrúnar dóttir móðursystur minnar. Ég og Lárus sungum saman í kór þegar við vorum yngri. Hann býr erlendis um þessar myndir en var í heimsókn á Íslandi og ákvað að koma með mér að hlaupa í hádeginu eftir sem fáir mæta þessi hádegin. Ferskur, skemmtilegur og góður strákur.
Google : 2010 á þremur mínútum
http://www.youtube.com/watch?v=F0QXB5pw2qE
Allir eru að fá sér!
http://www.youtube.com/watch?v=Yv29p_w--4w&feature=player_embedded
þriðjudagur, desember 07, 2010
föstudagur, desember 03, 2010
Jólabolluhlaup 3. des
Meðan einhverjir meðlimir voru þegar byrjaðir á jólabolludjammi mættu nokkrir bindindismenn og héldu uppi merki klúbbsins með sígildu miðbæjarhlaupi. Þetta voru:
Óli sænski, Eagle, Pointe, The Cargo Intern (staðgengill Hróa) og Kafbáturinn.
Óli tók út refsingar vegna fjarveru frá Kolkrabba í gær og tók heilan Jónas en aðrir rúlluðu rólega 8 km í sól og blíðu.
Að lokinni æfingu rákumst við svo á Fjárvakursmenn í baðklefa með bjórkippur í stað hlaupaskóa í sínum töskum.
Skál,
Kafbáturinn
Óli sænski, Eagle, Pointe, The Cargo Intern (staðgengill Hróa) og Kafbáturinn.
Óli tók út refsingar vegna fjarveru frá Kolkrabba í gær og tók heilan Jónas en aðrir rúlluðu rólega 8 km í sól og blíðu.
Að lokinni æfingu rákumst við svo á Fjárvakursmenn í baðklefa með bjórkippur í stað hlaupaskóa í sínum töskum.
Skál,
Kafbáturinn
fimmtudagur, desember 02, 2010
Limruhornið
Já, einu sinni enn.....
Með svakalegt Stokkhólmsheilkenni
og svitaband um sitt enni
Hleypur Johnny von Örn
beint niðrá tjörn
þótt báðir lærvöðvar brenni.
Maðurinn undirbýr maraþonhlaup
með því að fá sér eitt og eitt staup
Það er ekk‘eins og hann megi
óhlýðnast Degi
og örmagna leggja upp laup.
Hann Johnny er einn af örfáum
er hafa á fótunum fráum
haldist í flokki
með FI skokki
í svörtum sokkum, uppháum.
Hádegisæfing 2. desember
Ekkert er eins gaman og hressandi og að stunda líkamsæfingar í góðra vina hópi. Í dag mættu aðeins þeir sem þora, að borða ORA..
Þetta voru: Sveppi, Ívar Hlújárn, Doris Day, Mr. Eagle, Geiri smart, Fjölli, Oddur, S1 og 2. Bjöggi var forfallaður, þurfti að fara í kjötvinnsluna að sníða dilk. Við hin fórum í hefðbundna upphitun fyrir kolkrabbann, en þrátt fyrir andlát hans eftir HM er minningu hans haldið á lofti af félagsmönnum FI. Flestir tóku heilan kolkrabba en Jón Örn þurfti að taka rækjuna, vegna anna og Sveppi tók humarinn því hann þurfti að fara að árita eina af jólabókunum í ár, eða Sveppabókina. Flestir voru sammála um það að svona æfingar séu þær almest skemmtilegustu sem hægt er að komast á og þægilegt að hlaupa svona langar brekkur. Maður skilur bara ekki af hverju fleiri mæta ekki, t.d. af skrifstofunni. Fínt að brjóta upp daginn og svona! Jæja, allavega komum við það seint heim á hótel eftir niðurskokk að ekki reyndist unnt að mynda allan hópinn en hér má sjá 3 fulltrúa í góðum gír eftir æfinguna.
Alls 7,7K í vetrarsól
Kveðja,
aðal
miðvikudagur, desember 01, 2010
Hádegisæfing 1. des 2010
Það var rólegt á vesturvígstöðvunum í dag. Mæting var með slakasta móti, Gísli og Laufey mættu frá Cargo og Landsliðs var mætt líka held ég og fór sér. Cargo fólkið var í einhverjum þægilegheitum bara og sjálfur fór ég í mitt Valsheimili og hélt áfram minni kjötvinnslu þar. Mér skildist reyndar að Cargosystur hefðu verið að hvíla í dag því að á morgun verður boðið upp á KOLKRABBANN ógurlega. Mér skilst að uppleggið hjá þeim fyrir Kolkrabbann sé, "allt annað en uppsölur er væll".
Í Guðs friði börnin mín stór og smá.
Bjútí
Í Guðs friði börnin mín stór og smá.
Bjútí
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)