fimmtudagur, febrúar 28, 2013

Hádegisæfing 28.02.'13

Stundum hleypur maður, bara ekki í spik.
Á þessum dýrðardegi, síðasta degi febrúarmánaðar, var fátt um æfingafélaga.  Samt er gott að hlaupa á slíkum degi.  Annar hluti Síams var í WC Kringlu að horfa á bakið á elítunni í brettabruni (til þess að læra hvernig á að gera þetta, ekki kann maður það!).  Bar þá svo við að framarlega í æfingunni sá Síams2 gula veru með gráa húfu hlaupa hnarreista framhjá útsýnisglugganaum í WC og kviknaði þá sú veika von að um væri að ræða Dag, fulltrúa höfuðstöðvanna, í útsýnisferð.  Annars var æfingin tíðindalítil, 3*16mín. tempó með 3 mín. rólegu skokki á milli.  Þess má geta að ofurhlauparinn KSK var fremstur meðal jafningja á brettinu.
Yfir og út-
SBN

miðvikudagur, febrúar 27, 2013

Hádegisæfing 27. febrúar

Mættir: Þórdís, Ársæll, Dagur, Óli og Sigurgeir

Ársæll og Þórdís fór Hofs og börðust hetjulega við vindinn. Three Amigos "flúðu" inn í Öskjuhlíð/Fossvogskirkjugarð í lognið.

Total 7,9-10,4 km.

Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, febrúar 26, 2013

Hádegisæfing 26. febrúar

Mættir voru eftirtaldir í vorveðri: Matthías, Ársæll, Dagur, Óli og Huld. Þema dagsins var að helst skyldu ekki tveir eða fleiri hlaupa saman og gekk það eftir. Þannig var farin Suðurgata, Hofsvallagata, Kaplaskjól, Meistaravellir, Álagrandi að hætti hvers og eins. Sumir náðu öðrum og aðrir náðu ekki sumum. 
Kveðja góð,
Huld

miðvikudagur, febrúar 20, 2013

Hádegisæfing 20. febrúar

Mættir: Ársæll, Dagur, Huld og Sigurgeir.

Ársæll var á sérleið. Við hin fórum öfugan hring sem átti að vera Hofs en endaði að ég held með Frostaskjóli/Álagranda. Þetta voru total 9,2 km í góðu vorveðri.

Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, febrúar 19, 2013

Hádegisæfing 19. febrúar

Mættir: Dagur, Sigurgeir, Jói (flugmaður), Matthías (nýliði), Huld, Ársæll, Þórdís og Björgvin aka Bjútí.

Það var hörkumæting í vorveðrinu í dag. Matseðillinn í dag var fjölbreyttur að vanda, á honum var m.a. Suðurgata, Framnesvegur/Álagrandi og svo Keilugrandi + Lynghagi með 5 km tempókafla. Sem sagt eitthvað fyrir alla :o)

Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, febrúar 18, 2013

18. febrúar. Fleiri hundar, meiri kúkur.

Mættir: Formaður, gjaldkeri, flugmaður (Jói) og þjálfi. Ársæll á undan okkur hinum út, á kvennafari eins og venjulega. Formaður fór stutt um Suðurgötu en við hinir um Hofs. Þegar við komum til móts við Nauthól þá tók á móti okkur myndavél og fréttamaður frá Stöð 2. Þau tóku af okkur myndir (afturendinn á okkur sýndur á Prime Time í fréttum kvöldsins) og síðan var beðið um álit hversdagshetjanna  á hundum og eigendum þeirra, sér í lagi hundaskítnum sem ku vera mikið vandamál á stígum borgarinnar. Við komum okkur saman um að þjálfi myndi svara fyrir hópinn, enda hann eini hlutlausi aðilinn, við hinir verandi hundaeigendur. Í stuttu máli sagt, þá kom þetta ekkert sérstaklega vel út fyrir okkur hundaeigendur.

Sjá fréttina hér.

Alls 7-8,6km.

Gjaldkeri.

Powerade#5

Á Valentínusardaginn, 14. febrúar fór fram fimmta og næstsíðasta hlaup í vetrarraðhlaupsseríu Powerade. Ekki var hægt að kvarta undan veðri en það var stórgott. Helst skemmdi þó fyrir að Valentínusarblómvendina vantaði algjörlega en á móti kom þó að við annan þjónustubílinn var afhentur fagurrauður orkudrykkur, sem ku vera minna eitraður en gerist og gengur um Powerade. Nokkrir tóku þátt úr okkar röðum en fleiri tóku ekki þátt. Úrslitin frá okkur má sjá hér:(tími á undan nafni) 43:19 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir 47:09 Huld Konráðsdóttir 48:09 Sigrún Birna Norðfjörð 50:53 Jóhann Þ. Jóhannsson 52:47 Steinunn Una Sigurðardóttir Konurnar ( H, H og S)halda sínum sætum í stigakeppni aldursflokka og skemmtilegt er einnig frá því að segja að í parakeppni halda S og O sínu sæti, þrátt fyrir að annað parsins hafi ekki hlaupið tvö síðustu hlaup. Ef einhver gleymdist í þessari upptalningu biðst ég velvirðingar á því. Annars bara yfir og út- SBN f.h. OAR

fimmtudagur, febrúar 14, 2013

Hádegisæfing 14. feb 2013

Mættir:  Ársæll, Guðni, Kata, Þórdís, Þórólfur
Leið: Hofsvallagata, rangsælis
Veður:  Logn, sól, frostmark, "sem sagt gott".

Þeir sem ekki mættu í hádeginu, koma þá bara í Powerade Vetrarraðhlaupið í Árbæ í kvöld.

GI

föstudagur, febrúar 08, 2013

Hádegisæfing 8. febrúar

Mættir: Tveir Harðir (Dagur & Sigurgeir).

Fórum Álagranda (aðeins lengra en Meistaravellir) á tempó. Undirritaður hægði aðeins á hraðanum þegar leið á hlaupið. Total 10 km á 46 mín.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, febrúar 06, 2013

Framhjáhlaup 6. feb.

Mættum Þórdísi og Ársæli á rómantísku leiðinni (öfund) á vesturleið.  Við hótel voru hinsvegar Dagur og Óli að gera sig klára fyrir 7 hraða (hvar voru hinir fimm?).  Allavega þá hlupu drengirnir okkar með okkur að Suðurgötu og tóku þaðan tempó heim en Síams, sem ekki vildu sólunda sinni orku á "svona vitleysu" fóru áfram í lengingu, enda eru þær í prógrammi sem ekki samræmist vel atferli annarra.
Gaman var að hitta drengina, sem voru ferskir og grínaktugir að vanda.
Kveðja,
SBN

þriðjudagur, febrúar 05, 2013

Hádegisæfing 5. feb 2013

Mættir:  Dagur, Guðni, Ívar, Jón Örn og Þórdís

Hálkuhlaup Hofs (D&G), Suður (Í&JÖ) og Sér (Þ)

GI

mánudagur, febrúar 04, 2013

Hádegisæfing 4. febrúar

Mættir: Ársæll, Anna Dís, Þórdís, Óli og Sigurgeir

Hluti af hópnum fór Suðurgötu og meðan aðrir fóru Hofs. Svo safnaðist hópurinn saman við Kafara og fóru saman restina.

Kveðja,
Sigurgeir

sunnudagur, febrúar 03, 2013

N.Y. Style 2nd of February

"Hey, lady...you dropped something"...."What"?..".Yes, my heart"! 
Það er gaman frá því að segja að skemmtilegum uppákomum Síamssystra eru hvorki landamæri né takmörk sett.  Töluverð skemmtun var fólgin í löngu æfingu helgarinnar sem fór fram í miðgarði í Nýju Jórvík í -7°C.  Ekki hafði það teljandi neikvæð áhrif, heldur var alsælan áþreifanleg, upphrópanir heimamanna merkjanlegar og lengdarmælingar hagstæðar.  Teknir voru ríflega tveir hringir í garðinum á yndislegu leiksviði ólíkra hlaupara, hvar samstæða í klæðaburði og háttum var minna augljós en hjá Síamssystrum.  Eftir hlaup var snætt á Le Pain Quotidien í faðmi broddborgara og þaðan hlaupið um Manhattan í pakkaleit, m.m. Sérstaklega ber að geta þess að áhrif súrefnisskortsins frá fluginu kvöldið áður voru í sögulegu hámarki, á jákvæðan hátt.  Á meðan á hlaupi stóð og á eftir fór fram forkeppni í ljótumyndakeppninni og gildir þá sú eina regla að vera hvað ljótastur og brosa ekki því ekki valdi maður þetta sjálfur!  (nema að hluta til) :-0
Alls 24k
+nokkrir viðbótarkílómetrar í sendlahlaupi á UPS gjaldskrá.
Alls 100% Hunt´s
Bestu kveðjur,
S og H

föstudagur, febrúar 01, 2013

Frjáls föstudagur 1. feb.

Toppmæting í dag í flottu veðri:
Bjöggi og Þórdís á rómantísku leiðinni, Óli og Ívar á eigin vegum, Dagur og Þórólfur, sem mætti á sína fyrstu æfingu með FI Skokki, Milla frá hótelkeðjunni og svo Huld og Sigrún.  Fórum skemmtilegan en hefðbundinn bæjarrúnt þar sem hlaupastílar og beiting líkamans í hlaupum voru rædd á léttum nótum.
Alls um 8k og sérlega frískandi,
Góða helgi
SBN