Kæru FI skokkarar
og landsmenn.
Nú, þegar við
erum í þann mund að segja skilið við þetta ár, leitar hugurinn til baka og
staldrar við þá atburði sem eru hvað minnisstæðastir á árinu sem er að líða. Stutt var í samkennd hópsins og einhug þegar skorað
var á hann eitt hádegið að finna svartan kött að nafni Nuk sem sloppið hafði úr
einkaþotu á flugvellinum í sumar.
Eigandi kattarins, danska ævintýrakonan og milljónamæringurinn Susanne
Alsing atti félaga í að ganga til liðs við hjálparsveitina í Öskjuhlíð, en
þessi kona neitaði að yfirgefa landið í þotu sinni án kattarins. Kötturinn
fannst sem betur fer í flugskýli skammt frá þotunni. Fleira vakti athygli á árinu. Getgátur voru uppi um að JB Run væri aðeins
tekjukeyrsla. Á þessu kosningaári komst nýr formaður til
valda og telja sumir að nú sé hafið langt og farsælt stöðugleikatímabil FI
skokk með nýrri stjórn og að hinir róstursömu aðalfundir og átök um lög félagsins
heyri sögunni til. Altént heyrðust
gamlir félagar tauta fyrir munni sér þessa vísu:
Forystan hjá FI
skokk,
fann sér leið
til valda.Ætlar hún að stíga á stokk,
og standa um aldir alda?
Einn er sá atburður sem er eftirtektarverður og hann er sá að formaður FI skokk flutti ekki stefnuræðu stjórnar á aðventuhlaupi samkvæmt fornri venju. Nú er komið fram í árslok og svo fáir hafa skilað sér í hádegishlaupin á bílaplan Hótels Loftleiða síðan aðventuhlaupið var haldið, að ekki hefur fundist vettfangur til að flytja ræðuna. Vegna þess verður hér stikklað á stærstu atriðum stefnumála stjórnar: Að reist verði upphitað biðskýli fyrir norpandi félaga vegna óþolandi biðtíma eftir Garmintækum gervitunglum. Sama biðskýli verði nýtt í glennu- og teygjuathafnir skokkara eftir hlaup, en þetta ku hafa sært blygðunarkennd hótel gesta á síðasta ári og hafa menn þurft að hverfa með þessa háttsemi suður fyrir hús. Kanna hugmynd landsstjórnar um lækkun höfuðstóls félagsskulda og leggja niður vísitölutengingu. Keyptur verði fundarhamar (Þórshamar) til að berja niður mótþróa á aðalfundum.
Gleðilegt ár !