sunnudagur, október 31, 2010

Úrslit í ASCA í Dublin

Ef einhverjir hafa áhuga á að kíkja á úrslitin eru þau hér:
Myndir
Kveðja,
Sigrún

laugardagur, október 30, 2010

föstudagur, október 29, 2010

Nýr meðlimur

Nýjasti meðlimur klúbbsins leit dagsins ljós í gær þegar Sigurgeir og Ása eignuðust stóran og stæðilegan Blika. Allt gekk vel og allir hressir.
Til hamingju með nýja hlauparann.

kv, fþá

fimmtudagur, október 28, 2010

Hádegisæfing, fimmtudagur 28.10

Mættir : Ívar, Oddgeir, Sveinbjörn, Jón Örn, Jói, Dagur

Fóru menn mislangt á misjöfnum hraða, ýmist einir sér eða í smærri hópum, en allir skiluðu sér þó í sturtu að lokinni æfingu.

Ívar fékk að kynnast einum armi kolkrabbans (í hægu tempói) og óskaði eftir því að hann yrði tekinn í næstu viku við lófatak viðstaddra. Komið verður til móts við það.

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, október 27, 2010

Hádegisæfing 27. október

Það væri gott ef Dagur færi í 1 maraþon á viku, þá væru æfingarnar þægilegri fyrir okkur hin. Anyways...mætt í dag: Dagur, Óli og Sigrún. Fórum miðbæjarrúnt í frábæru veðri og ræddum m.a. að fólk ætti að reyna að vera ekki veikt til sparnaðar fyrir heilbrigðiskerfið. Bjöggi ætti að fara úr sokkunum ef hann vill ekki bara eignast stelpur. Það væri miklilvægt að koma flott í gegnum markið í maraþoni, t.d. með handahlaupi, armbeygjum, arabastökki eða þvílíku. (tillögur????)Síðan vill aðalritari ítreka við félagsmenn að ef þeir vilja EKKI fá birta um sig limru á blogginu verða þeir að senda þar til gerða beiðni á löggiltum skjalapappír, í tvíriti til aðalritara. Aðalritari lofar á móti að styðjast við þokkalegt velsæmi og nokkra velvild í limrunum.
Alls 7,5K
Kveðja,
Sigrún

Limruhornið



Dagslimrur

Já, hlaupadrengurinn Dagur
er dálítið langur og magur
þó hefur einn ljóð
sem vekur viðbjóð
er rettu upp dregur, óragur.

Enginn er fljótari að hlaupa
líkt og eyðimerkurgaupa
þó vanti á kroppinn
hárið á toppinn
hann ekki mun leggja upp laupa.

Samt er skrýtið hans háttarlag
þótt skipulag sé hans fag
hann Egonsson
hleypur maraþon
en skráir sig sama dag.

Kveðja,
aðalritari

þriðjudagur, október 26, 2010

No Whining Tuesday

Mættir: Jón Örn, Jói, Dagur, Ívar, Sveinbjörn, Oddgeir, Hjörvar og Sigurgeir.

Formaðurinn bauð upp á val í dag og varð eltingaleikur fyrir valinu hjá flestum en nokkrir fóru sér. Formaðurinn er í recovery eftir helgina og Oddgeir tók líka recovery (veit ekki eftir hvað). Aðrir tóku að sjálfsögðu eltingaleikinn alla leið og keyrðu sig út eða svona næstum því.

Skráning í Stokkholm maraþon gengur vel og stenfir í góðan hóp frá FISKOKK í hlaupið. Þið sem hafið áhuga á að koma með okkur þá er enn þá hægt að skrá sig, http://www.stockholmmarathon.se/start/


Vänliga Hälsningar,
Sigurgeir

Haustmaraþon FM 23. október



Nokkrir félagsmenn tóku þátt í þessu hlaupi á laugardaginn í frábæru haustveðri, 2m/sek. og sól.

Heilt maraþon:
7 03:20:47 Dagur Egonsson

Hálft maraþon:
23 01:29:17 Baldur Ú Haraldsson
54 01:38:01 Huld Konráðsdóttir
63 01:38:43 Fjölnir Þór Árnason
109 01:52:45 Sigrún Birna Norðfjörð

Flott þetta, til hamingju!

Heildarúrslit

You are so fast!!

Kvöldæfing með Community running. Skammturinn í dag var róleg upphitun kringum MIT svæðið og þar hitti ég á eina sem gat frætt mig um hin og þessi maraþon. Eftir fína upphitun hófst æfingin, 6x800m. Ég fór í þungu skónum mínum því ég var þreytt eftir 5K hlaup sem ég þreytti í gær og ekki má gleyma gómsætri ostaköku sneið sem voru verðlaun afrakstursins!. Var sem sé þung, södd (reyndar eftir kvöldmatinn!) og á túr í þokkabót (sorrý strákar!), sem sé ekki í stuði. Lét mig þó hafa það og gerði mitt besta, enda búin að liggja yfir massaðri markmiðasetningu fyrir árið 2011 og þarf að spíta í og ekkert væl. Skipt var upp í tvo hópa og ég lenti í lakari hópnum eftir fyrsta hringinn (glatað!) en í mínum hópi voru bara konur, hinum allt bara karlar nema ein sem er hraðir en allt hratt, held meira að segja að hún myndi hafa Huld! Ég gleymi alveg að segja að í upphafi er hópnum skipt í tvennt, einn hópur er að æfa fyrir hálft og heilt og hinn fyrir 10K og 5K og ég er í þeim hópi fram að áramótum (sjálfviljug!) ætla svo að vippa mér yfir í hinn á nýja árinu. Að loknum 6x800m var niðurskokk og þar fékk ég besta comment ever, "you are so fast". Ég var ekki viss um hvern var að tala og sagði eins og kjáni, who ? you!! me, Noooooo. Á þessu ætla ég að lifa lengi ;)

Annars er tilgangurinn minn við a hlaupa ekki að vera endilega hraðastur (samt með keppnisskap), það er ekki endilega að fara lengst (samt gaman). Það er að njóta og hafa gaman af.

p.s. ég er að volenteera hér í Westgate og er farin að þjálfa heimavinnandi húsmæðurnar með börnin 2x í viku, fyrsta æfingin var í dag og jedúdda mía, það var vel mætt og svaka för. Mikið var það nú gaman. Mér leið pínu eins og ég væri Dagur eða Huld, það var góð tilfinning ;)

Kveðja frá Boston & happy running
RRR

fimmtudagur, október 21, 2010

Nýjung-limruhornið!


Aðalritari hefur ákveðið að koma með þessa nýjung inn á bloggsíðuna. Ef menn vilja alls ekki lenda í því að fá á sig limrur verða þeir hinir sömu að hafa samband við aðlalritara bréfleiðis eða netleiðis. Annars eiga menn von á því að hent verði fram limru(m) um viðkomandi. Þeir sem ekki hafa gaman af vitleysisleirburði eru hvattir til að hætta að lesa hér.
Góðar stundir,
Sigrún


Ólalimrur Briem

Karate-kóngurinn Óli
var stundum á "Kopper"-hjóli
aðhyllist flokkinn
mundar oft smokkinn
svo varinn sé vel, hans drjóli.

Nú er hann hagfræðingur
með eldsneyti heimsins slyngur
höndlar með tunnur
Siggur og Gunnur
en í frístundum hástöfum syngur.

Kannski skellir sér til Kil-kenny
og kreistir út einstaka "penny"
til að kaupa sér "pint"
þá allt virðist vænt
þar til breytist í klikkað fúl-menni.

Hádegisæfing 21. október

Mættir: Sveinbjörn, sér en Dagur, Gnarr, Huld og Sigrún fóru tempóhlaup frá Hofs til kafara (allavega var þetta Síams tempó-æfing)í fínu en kuldalegu veðri. Bjútíið var hinsvegar að næra byssurnar í Valsheimilinu með einhverjum buff aukandi æfingum.
Alls 8,5K
kveðja,
aðpalritari

Er hreyfing holl?

Ef göngutúrar væru svo góðir fyrir heilsuna sem sagt er, þá væri pósturinn eilífur.

Hvalurinn syndir allan daginn, borðar bara fisk & hann er feitur.

Kanínan hleypur & hoppar allan daginn, en lifir að meðaltali um 5 ár.

Skjaldbakan hvorki hleypur né hoppar, er alltaf síðust í mark,... hreyfir sig næstum ekki neitt & lifir í 150 ár.

Stutta niðurstaða þessa er því sú að ég held áfram að slappa af & gera ekki neitt!!

Áframsent frá Jóni Baldurssyni (félagsmaður)

miðvikudagur, október 20, 2010

Hádegisæfing 20.október

Sænskt þema í dag þar sem Dag Sommersby og Gul-blái Kafbáturinn fóru skógrækt og Fossvog á maraþontempói. Á bakaleið hittum við annan tilvonandi Stokkhólmsfara, Óla Briem, þar sem hann hentist á milli arma í fjögurra arma kolkrabbahlaupi. Á meðan öllu þessu stóð lyfti Mr. Beautiful lóðum í Valsheimili.

Kv, Fjölnir

þriðjudagur, október 19, 2010

Hádegisæfing 19. okt.

Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn og Dagur sem fóru rólega Suðurgötu þrátt fyrir stórkostlegt boð frá S1 og 2 um að koma í ASCA brekku og taka þar 6 lauflétta brekkuspretti með súrefnisþurrðarívafi.
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, október 18, 2010

Hádegisæfing

Mættir: Jón Örn, Ívar, Sveinbjörn, Dagur, Óli, JGG og Sigurgeir.

Ívar og Sveinbjörn fóru sér og meðan rest reyndi fyrir sér í eltingaleik. Jón Örn fór Suðurgötu, Glamúr/Gnarr fóru Hofs og Óli/Dagur Meistaravelli. Það lét engin ná sér og það náði engin neinum! Það þarf eitthvað að fara yfir tilganginn með eltingaleiknum fyrir Óla þar sem hann fer alltaf lengstu leið sem er í boði en þegar hann kemur í mark þá eru flestir búnir í sturtu og farnir aftur að vinna :o)

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, október 17, 2010

3R med Siams i Boston 17.10.10



Siams skelltu ser i aefingaferd til BOS til ad aefa timamismun og venjast loftslagi i USA og hittu 3R tindilfaetta a brunni vid Charles River. Attum saman yndislegt stelpuhlaup i kringum ana og spjolludum um markmid og aaetlanir naestu missera. Haeglatt vedur og solarglenna og finasta recovery fyrir Siams sem hafa nu hlaupid sitt sidasta langa hlaup i bili fyrir NY.

Alls, 9,3K og allir i godum gir!
Kvedja fra BOS-RRR, HUK og SBN

miðvikudagur, október 13, 2010

Eltingaleikur

Mættir: Óli, Dagur, Jón Örn og Sigurgeir.

Það er greinilegt að margir meðlimir FISKOKK ætla í Powerade hlaupið annað kvöld miðað við mætinguna í dag!

Jón Örn fór flugvallahringinn en aðrir fóru í eltingaleik þar sem undirritaður var fenginn til að leika bráðina.

Minni á aðalfund/árshátíð á föstudaginn :o)

Kv. Sigurgeir

mánudagur, október 11, 2010

Árshátíðin 15.10.10

Ágætu félagar.

Á föstudaginn verður aðalfundur klúbbsins haldinn með árshátíð. Ef einhverjir eiga enn eftir að skrá sig eru þeir hinir sömu beðnir um að gera það hið snarasta. Annars mæta allir til Jens Bjarnasonar á Huldubraut 4 kl. 19:00 í spariskapi, en Jens fagnar einmitt fimm tugum í dag.

Sjáumst hress og kát,
stjórnin

laugardagur, október 09, 2010

ASCA Dublin

Vegna ónógrar þátttöku hefur stjórn klúbbsins ákveðið að draga tilbaka þátttökutilkynningu okkar til þessarar keppni. Aðeins fjórir einstaklingar lýstu yfir áhuga.

Við höfum tekið þátt nær óslitið síðan 1992 og var það með sorg í hjarta að þessi ákvörðun var tekin. En koma tímar koma ráð. Við lítum björtum augum til framtíðar og sjáum fríðan hóp taka þátt í næstu keppni enda um að ræða einn af skemmtilegri atburðum á dagskrá klúbbsins.

Sjáumst öll á aðalfundinum/árshátíðinni um næstu helgi.

Kveðja,
Dagur
Formaðurinn

föstudagur, október 08, 2010

Freaky Friday

Mættir: Oddgeir og Sigurgeir

Thank God its Friday og í tilefni dagsins var farið Freaky Friday. Það sem var freaky við hann er að við slepptum því að fara bæjarúnt og tókum rólega Hofs í staðin. Við vonum að rúðustrikaði formaðurinn fyrirgefi okkur þetta :o)

Það er áberandi hvað það er orðið fámennt á æfingum. Hér eru nokkrar ástæður sem gætu valdið því að það sé farið að fækka verulega á æfingum.

1. Síams mæta ekki eins oft og áður þar sem það passar ekki í maraþon-prógrammið þeirra. Þær eru jafn vinsælar og Ingó Veðurguð og oftast mikill fjöldi sem mætir á þau mannamót þar sem þær eru.

2. Guðni hefur ekki komið síðan í sumar. Einhverjir hafa áhyggjur af því hver á að héra sig þegar yfirhérinn er ekki í æfingu. Það er hætt við því að þeir sem treysta á Guðna sjá ekki tilgang með því að æfa þegar engin héri er á staðnum til að leiðbeina þeim.

3. Bjútí hefur lítið mætt á æfingar og sést það á klæðnaði þeirra sem eru að mæta. Það er engin trendsetter á svæðinu til að leiðbeina fólki hvernig á að klæða sig. Fréttir herma að hann stundi lyftingar sem aldrei fyrr og stefni á að vera hel köttaður og tanaður í drasl þegar hann lætur sjá sig aftur.

4. RRR hefur fært sig um set og æfir nú eins og vindurinn í Boston. Eftir að hún flutti hefur ekki sést til félaga hennar af hótelinu á hlaupum.

5. ASCA æfingaráætlun frá formanninum. Þessi áætlun hræðir sjálfsagt einhverja og þora þeir ekki að mæta á gæðaæfingar. Það var samt tekið fram að hver og einn má hlaupa skv. sínu plani, þetta var bara ætlað sem viðmið fyrir þá sem vildu nota sér það.

Allt það fallega og skemmtilega fólk sem hefur tök á því að mæta í hádeginu og langar að hlaupa með eintómum gleðigjöfum er vinsamlegast beðið um að mæta á pinna kl. 12:08 alla virka daga :o)

Góða helgi,
Sigurgeir