föstudagur, nóvember 28, 2008

Freaky Friday With Initial Test


Mætt fjórmenningaklíkan: Dagur, Guðni, Kalli og Sigrún en Sveinbjörn var í helgarfléttunni sem á hvílir bankaleynd. Fórum hin upp í vindinn gegnum Hlíðar, Miklubraut, Nóatún, Sæbraut, ráðhús, tjörn, N1, Tanngarður, Valur og heim. Mikið hvassviðri var á leiðinni en við byrjuðum hlaupið á að hlaupa gegnum marklínu hlaups LHG fyrir kurteisissakir (þeir voru að Hössast eitthvað þar, strákarnir) og trúðu stjórnendur hlaupsins að um alvöru keppendur væri að ræða, sem er jákvætt. En... allavega eftir það fórum við hvassviðrisleið sem endaði í 8-K og fjálsu/frivillig "initial testi" eftir hlaup. Nú verður hver að bera ábyrgð á sínu og skila inn fyrstu tölum hið snarasta. Keppnin verður kannski ekki mjög hörð á milli aðila, enda skal hver keppa að sínu markmiði og spyrja að leikslokum um framfarir.


Helgarstuðkveðja,

Sigrún

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Hádegisæfing 27. nóv.

Aðeins naglbítar mættu í dag: Gnarrinn, Dísin, Klofningurinn og Tækjavörðurinn. Tekið var fyrir allan aumingjaskap og skógarhlaupi neitað staðfastlega. Þess í stað var farinn tjarnarrúntur í strekkingi og endað upp 3ja arm kolkrabbans, fyrir viljuga. Athygli vakti að margir félagsmenn tóku óhóf í mat og drykk framyfir heilsubætingu og skal það hérmeð staðfest að svoleiðis fruntagangur við gnægtarborð leiðir einungis af sér offitu og hreyfihömlun í kjölfarið, enda er tilgangur klúbbsins ekki sá að graðka í sig amerískri ómenningu og ómeti í hvívetna. Þeir hlutaðeigendur sem við þetta kannast eru vinsamlega beðnir um að taka sig á í þessum efnum og muna að velja skynsamlega í næsta hádegishléi. Mælt er með að einungis sé neytt vatns og e.t.v. einnar myntu, í kjölfar hlaups. Það er vænlegt til árangurs.

Alls 7,3 með einum kolkrabbaarmi
Kveðja,
Sigrún
Athugið að í næstu viku verður miðvikudagurinn helgaður kolkrabbanum.

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Armbeygju áskorun

Eftirtaldir hafa skráð sig í áskorunina:

Guðni, Jói, Bryndís, Hössi, Anna Dís, Sigurgeir, Kalli, Dagur

Svona förum við að

  1. Takið Initial Test í þessari viku og skilið inn fjöldanum hér í komment
  2. Vika 1 hefst mánudaginn 1. desember
  3. Fylgið áætluninni fyrir hverja viku og skilið inn að lokinni hverri viku þremur tölum - max fyrir hvern æfingadag vikunnar
  4. Final Test fer síðan fram í vikunni 12. - 18. janúar

Sá sem ekki skilar inn tölum telst hafa fallið á áskoruninni og er úr leik. Hver vika hefst á mánudegi og endar á sunnudegi.

Góða áskorun,
Dagur

p.s.
Enn er hægt að vera með, en þá verður það að vera fyrir sunnudag - skrá hér í komment

Hádegisæfing - 26. nóvember

Mæting : Björgvin, Kalli, Huld, Ágúst, Dagur og Sveinbjörn

Lagt var upp með átökum á miðvikudegi. Björgvin lagði til að taka Kolkrabbann og var dyggilega studdur af Kalla sem hafði tekið krabbann með Dag á mánudaginn. Tillagan var samþykkt og úr varð feikna æfing. Ágúst vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og hafði sjaldan upplifað aðra eins æfingu, var reyndar ekki í eins góðu formi og Kalli sem tók 3 af 4 sprettum í keppni þeirra á milli. En Ágúst er léttur og verður fljótur að komast í form. Aðrir stóðu sig með stakri prýði og munu uppskera eins og sáð er.

Kveðja,
Dagur

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Hádegisæfing 25. nóv.

Það var allra veðra von í dag en hann hékk þurr á meðan við hlupum hringinn. Semsé, alltaf sól á æfingu. Nokkuð fjölmenni var samankomið, þar gat að líta: Ingunni á skógarleið, Sveinbjörn í hraðabreytingum en restin af niðurmjóa sokkabuxnasamfélaginu (Dagur, Hössi, Sigurgeir, Bryndís, Oddgeir og Sigrún) fór rólega Hofsvallagötu með smá útúrdúrum, s.s. blaðburðarhringinn og skógartwist á bakaleið. Tekinn var status á þjóðmálum og samdóma álit að efna þyrfti til kosninga, a.m.k. ekki seinna en í vor. Síðan er alveg spurning með ávörp á fundum s.s. "háttvirtur þessi eða hinn", þessi "stjórnmálastétt" er nú ekkert háttvirt um þessar mundir. Svo voru nokkur mál reifuð sem eru túnaðarmál. Nokkur kvíðbogi er í félagsmönnum varðandi framkvæmdaráætlun armbeygjuþjálfunarinnar og ljóst að þar munu allflestir þurfa að hysja all verulega upp um sig brækur. Nema kannski karatedrengurinn, hann fer þetta á svarta beltinu. Athygli aðalritara var vakin á því að eldri Cargo-systirin hefur ekki mætt til æfinga síðan í byrjun nóvember og hefur því systralagi þeirra Sigurgeirs verið slitið og sú eldri er nú í útboði til kaups af hæstbjóðanda. Sannast þar hið fornkveðna "köld eru kvennaráð", ekki satt?
8,74-9,3K
Annars allt tíðindalaust á vestur vígstöðvum, over and out.
Sigrún

mánudagur, nóvember 24, 2008

Hádegisæfing - 24. nóvember

Mættir : Jói, Sveinbjörn, Kalli og Dagur

Kalli og Dagur tóku Kolkrabbann, Sveinbjörn (fulltrúi ríkjandi afla eftir valdaránið á síðasta aðalfundi) fylgdist með úr fjarlægð og tók helminginn af krabbanum. Jói tók rækjuna (brekkur í kirkjugarði).

Minnir mig á útvarpsmanninn sem spilaði rómantísku lögin á kvöldin þegar hann sagði "..næstu klukkutímana mun rómantíkin ríða rækjum.."

föstudagur, nóvember 21, 2008

Föstudagur 21. nóvember

Íslandsmeistari í maraþoni kvenni hún Sibba mætti á hádegisæfingu ásamt Bryndísi, Kalla, Bjögga og undirritaðri. Farinn var bæjarhringur í fínu veðri. Sveinbjörn og Jói voru á sérferð.
Góða helgi, Anna Dís

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Hádegisæfing - 20. nóvember

Mæting : Óli, Jói, Huld, Björgvin, Jón Gunnar, Dagur

Fjórar leiðir farnar, Suðurgata (Björgvin), Hofsvallagata (Huld, Jón og Dagur), Kapplaskjól (Óli elingaleikur) og Jói Sér.

Góð æfing með laufléttri snjókomu.

Vigtun að lokinni æfingu leiddi í ljós að Björgvin er 100gr. léttari en Jói.

Hér er ný áskorun, þeir sem hafa áhuga skrái sig í comment, 'initial test' fer fram í byrjun næstu viku.

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Hádegisæfing 19. nóv. with no whining

Ólyginn sagði mér að ónefndir aðilar hafi mætt í dag til ólöglegs brekkusamráðs við rætur Öskjuhlíðar. Í þrígang (+ einn demo) vóru brekkur (ASCA + upp að Perlu with a 180° twist) teknar í nefið og var þetta sett upp sem "hermiþjálfun/simulator" fyrir Powerade brekkuhelvítið. Hver leið var um 700m og skokkað létt á milli. Heimildarmaður minn gat ekki greint nánar um málavöxtu, enda fámáll maður með afbrigðum og örendur aukreitis í tilefni dagsins. Þeir sem þetta gegnumgengu vóru: Frasier, Odd-man, Day, B.B. auk Svalafernunnar sem var sykurskert í þetta sinn, með hanska. Duckwatcherinn var að skoða endur prívat.
F.h. Ólöglega samráðsins,
S

Þetta símtal tengist ekki efni þáttarins

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Hádegisæfing - 18. nóvember

Huld og Dagur fóru Suðurgötuna. Sveinbjörn og Jói tóku á því í Öskjuhlíðinni og kirkjugarðinum með brekkusprettum o.fl. Óli mætti seint, hljóp stuttan hring en fór síðan í líkamsræktarsalinn ýtti og togaði í lóð og teygði sig og togaði.

Hádegisæfing - 17. nóvember

Vel mætt og refsað eftir árshátíð. Huld og Kalli fóru Kapplaskjól stutt á meðan Oddgeir, Óli og Dagur tóku Meistaravelli, Kapplaskjól langt + blaðburðalenginguna. Eltingaleikur í hóp sem endaði við kafarann með hálftrylltum endasprett. Ingunn, Jói og Sveinbjörn á eigin vegum.

mánudagur, nóvember 17, 2008

Powerade Vetrarhlaup - Nóvember úrslit

Okkar tímar með stigum í aldursflokki:

41:27 Höskuldur Ólafsson 9
41:43 Guðni Ingólfsson 8
42:29 Jón Geirdal 7
43:31 Oddgeir Arnarson 2
44:52 Huld Konráðsdóttir 6/10 (6 stig í heildarstigakeppni)
45:13 Sigurgeir Már Halldórsson 3
47:32 Sigrún Birna Norðfjörð 8
55:23 Jón Mímir Einvarðsson

Heildarúrslitin eru væntanlega á Hlaupasíðuna innan tíðar.

Kveðja, Dagur

föstudagur, nóvember 14, 2008

Freaky Friday 14. nóvember

Frábær mæting var á æfingunni í dag, flestir í post-Powerade run. Mættir: Sveinbjörn á sérleið, Sigurborg, Ásdís og Rúna Rut á annarri sérleið og á ráspól voru: The senior blonde, mid and young, Skeggi og Kraftgallamaðurinn, Gnarrinn (in tights), Sirkus Geira smart, Twin peaks and the Odd one, allt landsþekktir hlaupagikkir og menningarfrömuðir. Farin var Hofsvallagata til jöfnunar eftir gærdaginn og vildu sumir fara rólegar en aðrir. Greinilega mismikil þreyta eftir gærdaginn. Á morgun duga hinsvegar engar afsakanir því þá fer fram hinn árlegi aðalfundur og árshátíð félaganna og þar verða menn að sýna dug og þor í hvívetna. Framkoma skal vera fagleg og í samræmi við fyrrnefndar reglur félagsins. Það er t.d. stranglega bannað að þræta við formann félagsins, jafnvel í vafaatriðum. Slíkt getur valdið meiriháttar misskilningi og jafnvel skaðað heimsbyggðina eins og dæmi sanna.
Hér er eitt slíkt dæmi.
Gangið hægt um gleðinnar dyr og látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.
Góðar stundir,
Sigrún
Alls 8,6-K

Ath. Fjölnir, þú verður að láta vita með meiri fyrirvara ef þú ert að taka bakvaktir á Subway, annars er merkt við sem "skróp".

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Árshátíðin 15. nóv.

Kæri hlaupari.

Ef þú ert ekki búin/n að skrá þig og þína, vinsamlega gerðu það núna!

Skráning

Bestu kveðjur,
IAC.

It's the final countdown...

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

90 ár frá stríðslokum

Mjög friðsælt var yfir hlaupurum dagsins (enda stríðslokastórafmæli). Jói fór á undan en síðan fóru 3 stigamenn og Dagur útsýnisferð um Hlíðar, Hvassaleiti og Fossvog. (Stigamenn eru þeir sem hafa fengið stig í Poweradehlaupinu í vetur.) Hlaupið var um alls konar stíga sem ekki hafa verið hlaupnir áður af svo fríðum hópi og m.a. farið fram hjá 5 húsum sem stigamenn höfðu búið í á einhverjum tímum (þó ekki saman).

Endaði í 8,7

Stigamaður

PS. Jói setti sér áhugavert markmið í sturtunum (en það sem talað er um í sturtunum verður ekki uppljóstrað annars staðar en þar).

mánudagur, nóvember 10, 2008

Manic Monday 10. nóvember

Góð mæting var í dag. Mættir voru: Ársæll og Anna Dís á vegum hamingjunnar, Jói að rokka feitt í skóginum, Óli Briem á sérleið og restin fór hið klassíska tempóhlaup vikunnar þar sem minniborgarar fóru Hofs en stærri fóru Kaplaskjól/Grana long-short. Minniborgarar: Kalli, Fjölnir, Sigurgeir og Sigrún en stærri og feitari borgarar Dagur, Guðni, Oddurinn og Hössinn fóru longer version. Góð veðurskilyrði voru til tempós í dag og var gefið í í samræmi við það. Enginn þurfti að vingast við "vindinn" í dag en nokkur vinslit urðu í brautinni vegna hraðaksturs.
Safnast var saman við kafara og skokkað rólega í skóg þar sem einn gegnumsprettur var kláraður í restina í óþökk flestra. Nú líður að næsta Vetrarhlaupi (nk. fimmtud.) og því er eins gott að félagsmenn gæti að mataræði og hvíld næstu daga.

Ath. Cargosystur fóru rakleiðis að sækja sér 2 kafbáta eftir æfinguna og liggja nú á meltunni eftir daginn. Þetta er ekki rétta leiðin að "Sub" way 40.
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, nóvember 07, 2008

Róm - Glaðir piltar á góðum degi



"Fyrir hlaup ei drekki neinn, eftir hlaup drekktu tvo"

Freaky Friday 7. nóvember

Höfuðlaus her lét ekki hugfallast í dag og kláraði sína æfingu: Það voru Rúna Rut og önnur frá hótelum, Ársæll og Joe (The mad rocker) á séræfingu, Anna Dís, Björgvin (Twin peaks), Fjölnir Lancelot, Sigurgeir á "Sub"anum, Kalli mit lederhosen, Huld the smaller blonde, Sigrún the other one (nafna) og Sigrún hin, þessi sem mætir alltaf til að ekki sé hægt að blogga neitt um hana. Fórum sýningarrúnt með óhefðbundnu sniði með Mr. BB í broddi fylkingar. Strolluðum m.a. niður Laugaveg þar sem Kalli sýndi nýjustu leðurstuttbuxurnar og enduðum með smá spretti upp Skólavörðustíg þar sem súrefniskútarnir biðu okkar. Brokkuðum svo heim á hótel og var það mál manna að BB blómstraði sem aldrei fyrr þegar ofríki drottnandi yfirleiðbeinanda nyti ekki við. Góð æfing og frábært veður.
Alls 7,3 á 40 mín.
Kv. Sigrún

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Hádegisæfing 6. nóvember

Lagt var upp í dag með "rólegri æfingu" sem reyndist yfirskin og fals þegar upp var staðið. Jói var í Hlíðahlaupi og er allur á uppleið, Sveinki tók dælustöðina og nokkra 500m spretti (enda í hörkukeppni við Sigurgeir hjá vigtunarráðgjafa), Ingunn og Ársæll eru skynsöm og voru á séræfingu en geiðveika hornið með þeim Degi, Guðna, Sigurgeiri, Oddgeiri, Huld, Óla, Björgvini og Sigrúnu fór vítt og breitt um brýr og stíga- Fox, Fram, Lágmúli, Nóatún, Hlíðar and home, með einhverju tvisti hér og þar. Til stendur að gefa út bækling varðandi útlit og snyrtimennsku FI SKOKK meðlima á árshátíð og nú þegar er ljóst að margir þurfa að huga betur að ytra atgervi þegar mætt er til fundarins. Hér eru nokkrar af reglunum:

1. Grooming must be faultless and without stray hair.
2. Clothing must be pressed according to company standard. No mismatch in colour pallette.
3. Shoes to be highly polished, no high heels allowed for male.
4. Chewing gum-not allowed.
5. Mobile phones to be turned off at all times. Also applicable for ITS personnel.
6. A "happy face" and high spirit appreciated and recommended for all.

Allt 9,08-K@47 min.

Kveðja,
Sigrún B

Árshátíðin 15. nóv.

Ekki gleyma að skrá þátttöku ykkar.
Kveðja
IAC

Skráning (í comments)

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

"No Whining Wednesday nov. 5th"

"For people of colour the sky is the limit" hljómaði á BBC News áður en tempóæfing miðvikudagsins hófst. Heimsbyggðin fagnar, ánauð hefur verið aflétt, 44. forseti Bandaríkjanna er svartur. Með þetta í huga er gott að fara vælulausan miðvikudag og ná eða vera náð. Skiptir ekki öllu, "vindurinn er vinur minn" og allir hans bræður. Í dag hafa orðið vatnaskil eða a.m.k. von um að svo verði. Þeir sem mættu í dag voru: (all the actual names have been changed for privacy reasons) Gráni, Speedo, The Kid (ekki Billy), The Whale, The Svale, The older blonde, The Gnarr, The Subway King and The younger blonde with an attitude. Ýmist var farið Suður, Hofs eða Kapla short/long og Kári Illugason var samferða stærstan hluta leiðarinnar. Allir komu nær örendir í mark, nema blaðburðardrengurinn, hann hafði farið aukagötur og borið út fríblöð meðan hann beið þess að smælingjarnir nálguðust.

Athygli vekur að mikið kapp er komið í vigtunarkeppnina og ný pör myndast daglega.

Pörunin er:
Dagur/Guðni
Sveinki/Sigurgeir
Sigrún/Bjútí .. nah..
Oddgeir/Schumacher (ó, hann er ekki að æfa hlaup)
Huld/Elsta dóttir Grána
Fjölnir/Phileas Fogg (ah, hann er farinn hringinn)
Kalli/Gnarr

Er ég að gleyma einhverjum....?

Kveðja,
Sigrún

Obama rules

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Matarhorn aðalritara

Í þrengingum er mikilvægt að stuðla að andlegri og líkamlegri heilsu og góð heilsa er fylgifiskur góðs mataræðis, eða er það ekki? Tveir réttir sem geta ekki klikkað og eru þrautreyndir af fjölda manns úr nánasta umhverfi aðal.

1. Þessi réttur er "must" pastaréttur.

2. Spænski kjúklingurinn

Ath. ég nota púrtvín í stað sérrís en það er jafngott.
Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 4. nóvember

Allir þáðu með þökkum rólega æfingu í dag eftir yfirferð kolkrabbans í gær. Jói fór í skógarhlaup og hitti uppvakning í kirkjugarði sem samt var sprellfjörugur, Sveinbjörn var einnig í skógarhlaupi en restin: Bryndís, Oddgeir, Sigurgeir, Dagur, Guðni og Sigrún fóru í Kópavog (það skipulagsslys) og þaðan í smá hremmingar á landamærum Fox og Kóp (þar hvarf Bryndís ofan í síki), en við hin komumst aftur til mannheima handan skógræktar og þaðan lá leið eftir stíg með lengingu upp í Öskjuhlíð (eins og við vorum anti-brekkuð) og heim á hótel. Fréttum þar að Bryndís hefði skilað sér aftur, hjúkk! Þótt veður virtist vont var yndislegt veður alla leið og skjól mestanpart. Reyndar stafaði skjólið mestmegnis af ummálsaukningu tveggja félagsmanna sem fjálglega stíga á vigt í baðklefa til að sanna eða afsanna þyngd sína og greinilegt er að þrengingar samfélagsins eru ekki farnar að koma þar í ljós, nema síður sé. Eru þessir sömu aðilar hvattir til hófs í mat og drykk, eins og öllum sönnum íþróttamönnum sæmir, ellegar skulu þeir hljóta aukaæfingar sem hraða á brennslu. Menn eru í þessu tilliti beðnir um að máta reglulega fermingarföt sín og hafa þau til hliðsjónar varðandi ummál og heildarútlit. Dómnefnd mun skila inn umsögn á aðalfundi/árshátíð varðandi þennan þátt hjá þeim einstaklingum sem eru til skoðunar. Skila verður inn vigtunartölum (teknum í votta viðurvist) daginn fyrir aðalfund.

Alls 7,3-K @41 mín.

mánudagur, nóvember 03, 2008

3. nóvember "The four arm octopussy"


Á mynd: Kolkrabbi grandar hval

Fín mæting var í dag á æfingu: Jói fór í kraftgöngu, Ingunn og Mikael fóru sér, Sveinki fór sér, Anna Dís og Bjöggi voru einnig á eigin vegum en restin fór í kolkrabbann. Það voru: Kalli, Dagur, Guðni, Huld, Sigurgeir og Sigrún. Fallegt veður var en rigningarlegt og skúrir á köflum. Kolkrabbinn var misseigur undir tönn sársoltinna félagsmanna, sem margir hverjir réru sinn lífróður í brekkunum. Spútnikbræður sporðrenndu krabbanum léttilega og kjöftuðu fjálglega meðan sauðsvartur almúginn þraukaði upp á topp. Það vekur jafnframt sérstaka athygli að eldri Cargo snigillinn (l'escargot, sem er snigill á frönsku) lætur æfingar sig litlu varða þessa daga og hefur verið dreginn út sem viðskiptavinur mánaðarins á Subway, ekki vegna heppni heldur vegna tíðra heimsókna, en hann er sá aðili sem oftast hefur snætt á staðnum í vikunni sem leið. Ýmist er hann einn á báti við þessa iðju eða aukreitis í slagtogi við annan kóna, sem einnig lætur glepjast af fölskum gylliboðum um lágt verð og mikið þyngdartap í kjölfarið. Í þessu tilviki hefði verið mun meira púður í að smakka á fjögurra arma kolkrabbanum, sem ranglega hefur verið nefndur octopussy en með réttu ætti að kallast quadropussy.



Alls 8,2 vel brókaðir
Kveðja,
Sigrún
Fjölnir smelltu hér